Lögregla látin skila milljónum sem dómurinn telur líklega illa fengið fé Jón Þór Stefánsson skrifar 13. júlí 2024 14:10 Um er að ræða 7.130.000 krónur. Myndin er úr safni. Getty Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu þarf að láta af hendi 7,13 milljónir króna í reiðufé sem hún lagði hald á árið 2021 í tengslum við rannsókn á skipulagðri brotastarfsemi. Maður, sem er eigandi peninganna, er ásamt öðrum grunaður í máli sem varðar innflutning, framleiðslu og dreifingu fíkniefna, sem og ýmis auðgunarbrot, stórfelldan þjófnað og peningaþvætti. Meint brot eru talin hafa verið framin árið 2019 og 2020, en það var í mars 2021 þegar lögreglan veitti manninum eftirför frá Kópavogi til Grindavíkur þar sem hún handtók hann, leitaði svo í bílnum hans og lagði hald á umræddar sjö milljónir króna. Mikið magn amfetamíns fannst líka í leitinni, sem og skammbyssa. Lögreglan segir að um sé að ræða umfangsmikið mál sem margir samverkamenn blandist í og rannsókn á því hafi náð út fyrir landsteinanna. Í úrskurði Héraðsdóms Reykjavíkur í málinu er aðallega rætt um einn meintan samverkamann mannsins, sem tengist á fjórða tug mála sem eru á málaskrá lögreglu. Landsréttur hefur staðfest úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur í málinu.Vísir/Vilhelm Peningarnir ekki raktir til skráðrar lögmætarar starfsemi Maðurinn, eigandi peninganna, krafðist þess að fá sjö milljónirnar aftur. Hann sagðist hafa gert grein fyrir uppruna peninganna sem væru lögmætir. Héraðsdómur Reykjavíkur úrskurðaði í vikunni að lögreglan skyldi aflétta haldlagningunni á peningunum, og Landsréttur hefur staðfest þá niðurstöðu. Þessari beiðni mannsins hafði þó verið hafnað í tvígang áður. Dómurinn felst á það með lögreglunni að haldlagningin hafi verið réttmæt á sínum tíma. Þá hafi maðurinn ekki gefið trúverðugar skýringar á uppruna peninganna og fjármálagreining lögreglunnar sýni að hann hafi sýslað með talsverða fjármuni sem „ekki verða raktir til skráðrar lögmætrar starfsemi.” Í úrskurðinum segir, með vísan til gagna lögreglu, að það standi að því allar líkur að maðurinn hafi aflað sér fjár með ólögmætum hætti. Í raun sé líklegt sé að hann hafi aflað sér mun hærri fjárhæðar en var haldlögð af lögreglu. Ekki haldbærar skýringar fyrir drætti málsins Hins vegar sé staðan sú að ríflega þrjú ár séu frá handtöku mannsins og haldlagningu peningana og meira en fjögur ár frá því að rannsóknin hófst. Miðað við gögn málsins hafi ekkert verið aðhafst í rannsókninni síðan í janúar í fyrra. Lögreglan hefur haldið því fram að stefnt verði að því að taka ákvörðun um áframhaldani meðferð málsins á næstu misserum, en gat ekki gefið nánari upplýsingar um málið. Að mati dómsins voru ekki gefnar haldbærar skýringar fyrir óhóflegum drætti málsins sem ekki sæi fyrir endann á. Því var fallist á að hald lögreglunnar á peningunum verði aflétt. Lögreglumál Dómsmál Kópavogur Grindavík Fíkniefnabrot Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun Innlent „Fólki er frekar misboðið“ Innlent Fleiri fréttir Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Sjá meira
Meint brot eru talin hafa verið framin árið 2019 og 2020, en það var í mars 2021 þegar lögreglan veitti manninum eftirför frá Kópavogi til Grindavíkur þar sem hún handtók hann, leitaði svo í bílnum hans og lagði hald á umræddar sjö milljónir króna. Mikið magn amfetamíns fannst líka í leitinni, sem og skammbyssa. Lögreglan segir að um sé að ræða umfangsmikið mál sem margir samverkamenn blandist í og rannsókn á því hafi náð út fyrir landsteinanna. Í úrskurði Héraðsdóms Reykjavíkur í málinu er aðallega rætt um einn meintan samverkamann mannsins, sem tengist á fjórða tug mála sem eru á málaskrá lögreglu. Landsréttur hefur staðfest úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur í málinu.Vísir/Vilhelm Peningarnir ekki raktir til skráðrar lögmætarar starfsemi Maðurinn, eigandi peninganna, krafðist þess að fá sjö milljónirnar aftur. Hann sagðist hafa gert grein fyrir uppruna peninganna sem væru lögmætir. Héraðsdómur Reykjavíkur úrskurðaði í vikunni að lögreglan skyldi aflétta haldlagningunni á peningunum, og Landsréttur hefur staðfest þá niðurstöðu. Þessari beiðni mannsins hafði þó verið hafnað í tvígang áður. Dómurinn felst á það með lögreglunni að haldlagningin hafi verið réttmæt á sínum tíma. Þá hafi maðurinn ekki gefið trúverðugar skýringar á uppruna peninganna og fjármálagreining lögreglunnar sýni að hann hafi sýslað með talsverða fjármuni sem „ekki verða raktir til skráðrar lögmætrar starfsemi.” Í úrskurðinum segir, með vísan til gagna lögreglu, að það standi að því allar líkur að maðurinn hafi aflað sér fjár með ólögmætum hætti. Í raun sé líklegt sé að hann hafi aflað sér mun hærri fjárhæðar en var haldlögð af lögreglu. Ekki haldbærar skýringar fyrir drætti málsins Hins vegar sé staðan sú að ríflega þrjú ár séu frá handtöku mannsins og haldlagningu peningana og meira en fjögur ár frá því að rannsóknin hófst. Miðað við gögn málsins hafi ekkert verið aðhafst í rannsókninni síðan í janúar í fyrra. Lögreglan hefur haldið því fram að stefnt verði að því að taka ákvörðun um áframhaldani meðferð málsins á næstu misserum, en gat ekki gefið nánari upplýsingar um málið. Að mati dómsins voru ekki gefnar haldbærar skýringar fyrir óhóflegum drætti málsins sem ekki sæi fyrir endann á. Því var fallist á að hald lögreglunnar á peningunum verði aflétt.
Lögreglumál Dómsmál Kópavogur Grindavík Fíkniefnabrot Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun Innlent „Fólki er frekar misboðið“ Innlent Fleiri fréttir Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Sjá meira