Bókanir undir væntingum en ekki hægt að tala um hrun Jón Ísak Ragnarsson skrifar 15. júlí 2024 14:43 Kristófer Oliversson er framkvæmdastjóri Center hótela, og formaður fyrirtækja í hótel- og gistiþjónustu. Sigurjón Ólason Gistinætur á Íslandi í maí voru um fimmtán prósent færri en á sama mánuði í fyrra. Samdrátturinn í hótelgistingu var 7,1 prósent og var mestur á Austurlandi, eða um 24 prósent. Kristófer Oliversson, framkvæmdastjóri fyrirtækja í hótel- og gistiþjónustu segir að bókunarstaðan sé undir væntingum, en ekki sé hægt að tala um hrun. „Jújú apríl og maí sérstaklega voru verulega undir væntingum, og júní að vissu leyti líka þó það sé misjafnt eftir landshlutum. En klárlega undir áætlunum,“ segir Kristófer. Hann vonar að það rætist úr þessu og staðan lagist þegar líður á haustið. Nokkur munur er milli landshluta, en mesti samdrátturinn hefur verið á Austurlandi og Norðurlandi. Á Vestfjörðum hefur verið fjölgun í komu skemmtiferðaskipa. „Vestfirðir eru mikið skipakomusvæði orðið, og hluti af Norðurlandinu líka. Það hefur verið aukning í skipakomum, en við erum náttúrulega fyrst og fremst að horfa á hótelgistinguna sem við viljum að sé byggð upp,“ segir Kristófer. Að þeirra mati sé það besta stefnan fyrir landsbyggðina, að byggja upp sjálfbæra gistiþjónustu í landi. „Ekkert gríðarlegt hrun“ „Jájá við megum ekki gleyma því að það er ekkert gríðarlegt hrun, kannski síst á Suðurlandi, þótt það sé undir væntingum. Ég held það séu frekar þeir landshlutar sem eru lengra í burtu sem hafa fundið fyrir þessu. Suðurlandi er og verður eftirsóknarverður staður, og höfuðborgarsvæðið og Suðurnesin líka,“ segir Kristófer. Kristófer segir að hótelbransinn á Íslandi búi við miklar skattahækkanir og launahækkanir, og afleiðingin sé sú að gríðarlega dýrt sé að gista á hótelum. Aðrir aðilar eins og Airbnb íbúðir og skipagistingar hafi skattalegt forskot umfram hótelin. Airbnb herbergin miklu fleiri en hótelherbergi „Svo má ekki gleyma því að til dæmis hérna á höfuðborgarsvæðinu, eru Airbnb herbergi miklu fleiri en hótelherbergi yfir sumarið. Meðan að við erum með 5500 hótelherbergi, eru kannski átta til níu þúsund Airbnb herbergi í boði,“ segir Kristófer. Um áramótin var gistiskattur, sem lagður var af á Covid-árunum lagður aftur á og tvöfaldaður. „Við finnum verulega fyrir því þegar dregur saman. Við hefðum kannski sirka þurft að sleppa við gistináttaskattinn til að halda í horfurnar,“ segir Kristófer. Hann segir að á stöðum þar sem ferðamannavertíðin er aðallega á sumrin, eins og á Austfjörðum, hafi það veruleg áhrif ef fyrri hluti sumarsins bregst. „Við vitum náttúrulega ekki núna hvort það rætist úr þessu, en það gerir það vonandi,“ segir Kristófer. Ferðamennska á Íslandi Hótel á Íslandi Tengdar fréttir „Komin upp í þak“ í verðlagningu Markaðssetja þarf Ísland með öflugari hætti en síðustu ár, að sögn leiðtoga ferðaþjónustufyrirtækja, sem segir Ísland hafa náð ákveðnum toppi í verðlagningu. Dregið hefur úr fjölda ferðamanna hingað til lands miðað við síðasta ár. 10. júlí 2024 22:15 Þúsundir ferðamanna á dag streyma til Ísafjarðar Stöðugur straumur ferðamanna er til Ísafjarðar á hverjum degi með skemmtiferðaskipum. Í hverri viku yfir sumartímann koma þúsundir til bæjarins og á morgun er búist við því að sjö þúsund manns leggi land undir fót á eyrinni. 1. júlí 2024 13:21 Mest lesið Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Lögregla lýsir eftir vitnum að mannaferðum við Stardal Innlent Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Innlent Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Erlent Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Innlent Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Erlent Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Innlent Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Innlent Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Innlent Fleiri fréttir „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Sjá meira
„Jújú apríl og maí sérstaklega voru verulega undir væntingum, og júní að vissu leyti líka þó það sé misjafnt eftir landshlutum. En klárlega undir áætlunum,“ segir Kristófer. Hann vonar að það rætist úr þessu og staðan lagist þegar líður á haustið. Nokkur munur er milli landshluta, en mesti samdrátturinn hefur verið á Austurlandi og Norðurlandi. Á Vestfjörðum hefur verið fjölgun í komu skemmtiferðaskipa. „Vestfirðir eru mikið skipakomusvæði orðið, og hluti af Norðurlandinu líka. Það hefur verið aukning í skipakomum, en við erum náttúrulega fyrst og fremst að horfa á hótelgistinguna sem við viljum að sé byggð upp,“ segir Kristófer. Að þeirra mati sé það besta stefnan fyrir landsbyggðina, að byggja upp sjálfbæra gistiþjónustu í landi. „Ekkert gríðarlegt hrun“ „Jájá við megum ekki gleyma því að það er ekkert gríðarlegt hrun, kannski síst á Suðurlandi, þótt það sé undir væntingum. Ég held það séu frekar þeir landshlutar sem eru lengra í burtu sem hafa fundið fyrir þessu. Suðurlandi er og verður eftirsóknarverður staður, og höfuðborgarsvæðið og Suðurnesin líka,“ segir Kristófer. Kristófer segir að hótelbransinn á Íslandi búi við miklar skattahækkanir og launahækkanir, og afleiðingin sé sú að gríðarlega dýrt sé að gista á hótelum. Aðrir aðilar eins og Airbnb íbúðir og skipagistingar hafi skattalegt forskot umfram hótelin. Airbnb herbergin miklu fleiri en hótelherbergi „Svo má ekki gleyma því að til dæmis hérna á höfuðborgarsvæðinu, eru Airbnb herbergi miklu fleiri en hótelherbergi yfir sumarið. Meðan að við erum með 5500 hótelherbergi, eru kannski átta til níu þúsund Airbnb herbergi í boði,“ segir Kristófer. Um áramótin var gistiskattur, sem lagður var af á Covid-árunum lagður aftur á og tvöfaldaður. „Við finnum verulega fyrir því þegar dregur saman. Við hefðum kannski sirka þurft að sleppa við gistináttaskattinn til að halda í horfurnar,“ segir Kristófer. Hann segir að á stöðum þar sem ferðamannavertíðin er aðallega á sumrin, eins og á Austfjörðum, hafi það veruleg áhrif ef fyrri hluti sumarsins bregst. „Við vitum náttúrulega ekki núna hvort það rætist úr þessu, en það gerir það vonandi,“ segir Kristófer.
Ferðamennska á Íslandi Hótel á Íslandi Tengdar fréttir „Komin upp í þak“ í verðlagningu Markaðssetja þarf Ísland með öflugari hætti en síðustu ár, að sögn leiðtoga ferðaþjónustufyrirtækja, sem segir Ísland hafa náð ákveðnum toppi í verðlagningu. Dregið hefur úr fjölda ferðamanna hingað til lands miðað við síðasta ár. 10. júlí 2024 22:15 Þúsundir ferðamanna á dag streyma til Ísafjarðar Stöðugur straumur ferðamanna er til Ísafjarðar á hverjum degi með skemmtiferðaskipum. Í hverri viku yfir sumartímann koma þúsundir til bæjarins og á morgun er búist við því að sjö þúsund manns leggi land undir fót á eyrinni. 1. júlí 2024 13:21 Mest lesið Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Lögregla lýsir eftir vitnum að mannaferðum við Stardal Innlent Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Innlent Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Erlent Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Innlent Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Erlent Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Innlent Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Innlent Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Innlent Fleiri fréttir „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Sjá meira
„Komin upp í þak“ í verðlagningu Markaðssetja þarf Ísland með öflugari hætti en síðustu ár, að sögn leiðtoga ferðaþjónustufyrirtækja, sem segir Ísland hafa náð ákveðnum toppi í verðlagningu. Dregið hefur úr fjölda ferðamanna hingað til lands miðað við síðasta ár. 10. júlí 2024 22:15
Þúsundir ferðamanna á dag streyma til Ísafjarðar Stöðugur straumur ferðamanna er til Ísafjarðar á hverjum degi með skemmtiferðaskipum. Í hverri viku yfir sumartímann koma þúsundir til bæjarins og á morgun er búist við því að sjö þúsund manns leggi land undir fót á eyrinni. 1. júlí 2024 13:21