Lengi lifir í gömlum glæðum Máni Snær Þorláksson skrifar 16. júlí 2024 09:52 Camila Cabello og Shawn Mendes þann 25 september árið 2021. EPA/Peter Foley Bandaríska söngkonan Camila Cabello og kanadíski söngvarinn Shawn Mendes sáust sitja saman á úrslitaleik Copa America í Flórída um helgina. Þau hafa tvisvar byrjað og hætt aftur saman á síðustu árum en það er spurning hvort allt sé þá þrennt er. Þau Cabello og Mendes opinberuðu ástarsamband sitt í fyrsta skipti sumarið 2019 en þau höfðu þekkst í dágóðan tíma fyrir það. Orðrómur um að þau væru byrjuð að rugla saman reitum styrktist til muna eftir að þau gáfu út tónlistarmyndband fyrir lagið Señorita. Þótti einhverjum augljóst að myndbandið gæfi til kynna að þau væru meira en bara vinir. Í ágúst sama ár var orðrómurinn svo endanlega staðfestur og ljóst að þau Cabello og Mendes væru par. Rúmlega tveimur árum síðar var sambandið þó á enda. Cabello og Mendes gáfu út yfirlýsingu í nóvember árið 2021 að þau væru hætt saman. „Við höfum ákveðið að binda enda á rómantíska sambandið okkar en ást okkar á hvoru öðru sem manneskjum er sterkari en nokkru sinni fyrr,“ sagði í upphafi yfirlýsingarinnar sem birt var á Instagram. Þau sögðust hafa verið bestu vinir þegar þau byrjuðu saman og að þau ætli sér að vera það áfram. Tveimur árum eftir sambandsslitin var ljóst að þau héldu að minnsta kosti vinskapnum og raunar gott betur: Eftir að parið sást kyssast á tónlistarhátíðinni Coachella í apríl 2023 fóru fljótt að birtast myndir af þeim saman á ný. Í næsta mánuði sáust þau saman á stefnumótum á New York og Los Angeles. Það entist þó ekki lengur en svo að í júní var greint frá því að þau væru hætt saman á ný. En ljóst er að lengi lifir í gömlum glæðum því eins og fram hefur komið sátu þau saman og horfðu á Argentínu vinna Kólumbíu í úrslitaleik Copa America. Shawn Mendes and Camila Cabello spotted at the Argentina vs. Colombia Copa America game. pic.twitter.com/U8uoNMeGlm— Pop Crave (@PopCrave) July 15, 2024 Það er þó spurning hvort þetta fyrrverandi par sé að byrja saman á ný eða hvort þau séu ennþá bara einstaklega góðir vinir. Hollywood Ástin og lífið Mest lesið Eigandi lúxushótels selur miðbæjarperlu Lífið „Þetta er ekki uppgjör á mínu uppeldi“ Tónlist Þú færð ekki leikskólapláss en svona á að halda barnaafmæli Lífið „Þessu hef ég verið háður býsna lengi“ Lífið Bergþór og Laufey selja slotið Lífið Ein heitasta stjarna í heimi Tíska og hönnun Lúxusferðaforstjóri og kaupmaður selja í gamla Vesturbænum Lífið Rosalia komin með skvísu upp á arminn Lífið Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Lífið Skilur meðvirkni eftir í fortíðinni Tónlist Fleiri fréttir „Þessu hef ég verið háður býsna lengi“ Eigandi lúxushótels selur miðbæjarperlu Lúxusferðaforstjóri og kaupmaður selja í gamla Vesturbænum Þú færð ekki leikskólapláss en svona á að halda barnaafmæli Sólveig Anna greinir woke-ið Bergþór og Laufey selja slotið Svona sjá Pétur og Heiða leikskólavandann Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Rosalia komin með skvísu upp á arminn „Og leynigesturinn er enginn annar en…“ Inga Tinna selur höllina í Borgartúni Kiefer Sutherland handtekinn grunaður um líkamsárás Sjóðheit trend sem taka yfir á nýju ári Innflytjendamálin eru fíllinn í stofunni Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Skóli við rætur Vatnajökuls Faðir Dilberts allur Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Diddy selur svörtu einkaþotuna Gummi Tóta og Guðbjörg eiga von á öðru barni Ragnheiður fékk heilablóðfall á Spáni „Hvaða rugl er þetta?“ „Besti tími lífs míns hingað til“ Spá Ísrael sigri marga mánuði fram í tímann „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Fannar og Jói böðuðu hvor annan Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá „Litlu kóngarnir“ sjaldan verið heitari Þessi nældu sér í verðlaun á Golden Globe Sjá meira
Þau Cabello og Mendes opinberuðu ástarsamband sitt í fyrsta skipti sumarið 2019 en þau höfðu þekkst í dágóðan tíma fyrir það. Orðrómur um að þau væru byrjuð að rugla saman reitum styrktist til muna eftir að þau gáfu út tónlistarmyndband fyrir lagið Señorita. Þótti einhverjum augljóst að myndbandið gæfi til kynna að þau væru meira en bara vinir. Í ágúst sama ár var orðrómurinn svo endanlega staðfestur og ljóst að þau Cabello og Mendes væru par. Rúmlega tveimur árum síðar var sambandið þó á enda. Cabello og Mendes gáfu út yfirlýsingu í nóvember árið 2021 að þau væru hætt saman. „Við höfum ákveðið að binda enda á rómantíska sambandið okkar en ást okkar á hvoru öðru sem manneskjum er sterkari en nokkru sinni fyrr,“ sagði í upphafi yfirlýsingarinnar sem birt var á Instagram. Þau sögðust hafa verið bestu vinir þegar þau byrjuðu saman og að þau ætli sér að vera það áfram. Tveimur árum eftir sambandsslitin var ljóst að þau héldu að minnsta kosti vinskapnum og raunar gott betur: Eftir að parið sást kyssast á tónlistarhátíðinni Coachella í apríl 2023 fóru fljótt að birtast myndir af þeim saman á ný. Í næsta mánuði sáust þau saman á stefnumótum á New York og Los Angeles. Það entist þó ekki lengur en svo að í júní var greint frá því að þau væru hætt saman á ný. En ljóst er að lengi lifir í gömlum glæðum því eins og fram hefur komið sátu þau saman og horfðu á Argentínu vinna Kólumbíu í úrslitaleik Copa America. Shawn Mendes and Camila Cabello spotted at the Argentina vs. Colombia Copa America game. pic.twitter.com/U8uoNMeGlm— Pop Crave (@PopCrave) July 15, 2024 Það er þó spurning hvort þetta fyrrverandi par sé að byrja saman á ný eða hvort þau séu ennþá bara einstaklega góðir vinir.
Hollywood Ástin og lífið Mest lesið Eigandi lúxushótels selur miðbæjarperlu Lífið „Þetta er ekki uppgjör á mínu uppeldi“ Tónlist Þú færð ekki leikskólapláss en svona á að halda barnaafmæli Lífið „Þessu hef ég verið háður býsna lengi“ Lífið Bergþór og Laufey selja slotið Lífið Ein heitasta stjarna í heimi Tíska og hönnun Lúxusferðaforstjóri og kaupmaður selja í gamla Vesturbænum Lífið Rosalia komin með skvísu upp á arminn Lífið Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Lífið Skilur meðvirkni eftir í fortíðinni Tónlist Fleiri fréttir „Þessu hef ég verið háður býsna lengi“ Eigandi lúxushótels selur miðbæjarperlu Lúxusferðaforstjóri og kaupmaður selja í gamla Vesturbænum Þú færð ekki leikskólapláss en svona á að halda barnaafmæli Sólveig Anna greinir woke-ið Bergþór og Laufey selja slotið Svona sjá Pétur og Heiða leikskólavandann Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Rosalia komin með skvísu upp á arminn „Og leynigesturinn er enginn annar en…“ Inga Tinna selur höllina í Borgartúni Kiefer Sutherland handtekinn grunaður um líkamsárás Sjóðheit trend sem taka yfir á nýju ári Innflytjendamálin eru fíllinn í stofunni Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Skóli við rætur Vatnajökuls Faðir Dilberts allur Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Diddy selur svörtu einkaþotuna Gummi Tóta og Guðbjörg eiga von á öðru barni Ragnheiður fékk heilablóðfall á Spáni „Hvaða rugl er þetta?“ „Besti tími lífs míns hingað til“ Spá Ísrael sigri marga mánuði fram í tímann „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Fannar og Jói böðuðu hvor annan Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá „Litlu kóngarnir“ sjaldan verið heitari Þessi nældu sér í verðlaun á Golden Globe Sjá meira