Íslensku stelpurnar unnu frækinn 3-0 sigur gegn Þjóðverjum á Laugardalsvelli síðastliðinn föstudag. Sigurinn tryggði íslenska liðinu sæti á EM í Sviss á næsta ári.
Þorsteinn gerir fjórar breytingar á byrjunarliði Íslands frá sigrinum gegn Þjóðverjum. Þær Guðrún Arnardóttir, Selma Sól Magnúsdóttir, Hlín Eiríksdóttir og Emilía Kiær Ásgeirsdóttir koma allar inn í liðið, en þetta verður fyrsti byrjunarliðsleikur Emilíu fyrir íslenska landsliðið.
Þær Sandra María Jessen, Diljá Ýr Zomers, Natasha Moraa Anasi og Hildur Antonsdóttir fá sér hins vegar sæti á bekknum.
Byrjunarlið Íslands:
Fanney Inga Birkisdóttir (m)
Guðrún Arnardóttir
Glódís Perla Viggósdóttir (f)
Ingibjörg Sigurðardóttir
Guðný Árnadóttir
Selma Sól Magnúsdóttir
Alexandra Jóhannsdóttir
Karólína Lea Vilhjálmsdóttir
Emilía Kiær Ásgeirsdóttir
Hlín Eiríksdóttir
Sveindís Jane Jónsdóttir