Dósent við HÍ „óskaði þess að árásarmaðurinn hefði hitt“ Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 17. júlí 2024 14:23 Viðbrögðin við ummælunum hafa verið misjöfn. Vísir/Samsett Erna Magnúsdóttir dósent í læknadeild Háskóla Íslands skrifaði athugasemd við færslu á Facebook þar sem hún sagðist hafa óskað þess að skotmaðurinn sem gerði banatilræði gegn Donaldi Trump forsetaframbjóðanda hefði hæft hann. Erna segist standa við orð sín en að auðvelt sé að taka þau úr samhengi. Erna skrifaði athugasemd við færslu Eiríks Arnar Norðdahl um tilræðinu sem beint var að Donaldi Trump forsetaframbjóðanda. Maður á þrítugsaldri hleypti fleiri skotum af úr riffli sem hæfðu Trump þó ekki. „Ég viðurkenni að ég óskaði í nokkrar sekúndur þess í gær að árásarmaðurinn hefði hitt. En er ansi hrædd um að gjáin hefði víkkað enn meira hefði það gerst,“ skrifar Erna. „Svona eins og þjóðsagan um að ef maður kremji kakkalakka sprautist eggin út um allt og gefi af sér hundrað afkvæmi í stað þessa eina kramda,“ bætir hún þá við. Vandamálið sé pólaríseringin Erna segist alveg hafa hugsað um það hvað það væri gott ef Trump hefði dáið en að hún átti sig á því að það leysi ekki nein vandamál. Trump standi fyrir svo mikið hatur. Hún áréttar þó að það væri talsvert stærri hætta fyrir bandarískt lýðræði að forsetaframbjóðendur séu ráðnir af dögunum en stafar af Trump sjálfum að hennar mati. „Það sem ég vildi segja með þessari athugasemd var aðallega að það er ekki Trump sjálfur sem er vandamálið heldur lýðræðisvitund fólks í bandaríkjunum og þessi pólarísering sem búið er verið að ala á. Það er það sem ég var að hugsa með þessari athugasemd,“ segir Erna. „Það er ekki mín hinsta ósk að Trump verði tekinn af lífi,“ bætir hún við. Segir Ernu svipta Trump mennskunni Hannes Hólmsteinn Gissurarsson prófessor emerítus segir ummælin vera „einhver viðbjóðslegustu hatursskrif“ sem hann hefur séð lengi og segir Ernu með færslunni svipta Trump mennsku sinni. „Ég læt öðrum eftir að rökræða um það, hvort hún hafi sem starfsmaður Háskólans farið út fyrir mörk hins leyfilega,“ skrifar hann þá í eigin færslu þar sem hann vekur athygli á ummælum Ernu. Viðbrögðin við ummælum hennar hafa mörg verið á þennan veg. Ofhvörf frekar en hatursorðræða Erna segir Hannes ekki vera að hugsa um samhengi ummælana og að það sé verið að fara í saumana á færslunni eins og bókstafstrúarmaður án þess að velta því fyrir sér hver meiningin var. „Það sem maður er á móti er hatrið sem hann ýtir undir,“ segir Erna. „Þetta var ekki hugsað svo djúpt að ég væri að líkja Trump við kakkalakka. Við gætum kannski haldið í tvö ár að ef við tökum Trump af lífi að allt lagist. En svo koma bara hundrað manns í staðinn,“ segir Erna þá en viðurkennir að að þetta sé auðvelt að misskilja. Erna fer ekki í felur með það að hún sé ekki stærsti aðdáandi umsvifa Donalds Trumps í bandarískum stjórnmálum en að ummælin feli í sér dæmigerð ofhvörf frekar en hatur. „Ég var í raun bara að segja að þó maður hafi hugsað í tíu sekúndur: „Vá þetta myndi leysa eitthvað í allri þessari hatursorðræðu sem er í gangi og þessari andlýðræðishreyfngu,“ en á móti kemur að við myndum bara fá stærri vandamál í kjölfarið.“ Háskólar Bandaríkin Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Erlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Erlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Innlent Þjófar réðust á starfsmann verslunar Innlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Fleiri fréttir Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Framkvæmdir á hólmanum í fullum gangi Þingmenn slá Íslandsmet Krefst svara frá MAST vegna eftirlits með blóðmerum Kristrún ræddi við Trump og Selenskíj á fundi JEF-ríkja Jákvæður tónn í Norðurþingi um samstarf við Carbfix Sjá meira
Erna skrifaði athugasemd við færslu Eiríks Arnar Norðdahl um tilræðinu sem beint var að Donaldi Trump forsetaframbjóðanda. Maður á þrítugsaldri hleypti fleiri skotum af úr riffli sem hæfðu Trump þó ekki. „Ég viðurkenni að ég óskaði í nokkrar sekúndur þess í gær að árásarmaðurinn hefði hitt. En er ansi hrædd um að gjáin hefði víkkað enn meira hefði það gerst,“ skrifar Erna. „Svona eins og þjóðsagan um að ef maður kremji kakkalakka sprautist eggin út um allt og gefi af sér hundrað afkvæmi í stað þessa eina kramda,“ bætir hún þá við. Vandamálið sé pólaríseringin Erna segist alveg hafa hugsað um það hvað það væri gott ef Trump hefði dáið en að hún átti sig á því að það leysi ekki nein vandamál. Trump standi fyrir svo mikið hatur. Hún áréttar þó að það væri talsvert stærri hætta fyrir bandarískt lýðræði að forsetaframbjóðendur séu ráðnir af dögunum en stafar af Trump sjálfum að hennar mati. „Það sem ég vildi segja með þessari athugasemd var aðallega að það er ekki Trump sjálfur sem er vandamálið heldur lýðræðisvitund fólks í bandaríkjunum og þessi pólarísering sem búið er verið að ala á. Það er það sem ég var að hugsa með þessari athugasemd,“ segir Erna. „Það er ekki mín hinsta ósk að Trump verði tekinn af lífi,“ bætir hún við. Segir Ernu svipta Trump mennskunni Hannes Hólmsteinn Gissurarsson prófessor emerítus segir ummælin vera „einhver viðbjóðslegustu hatursskrif“ sem hann hefur séð lengi og segir Ernu með færslunni svipta Trump mennsku sinni. „Ég læt öðrum eftir að rökræða um það, hvort hún hafi sem starfsmaður Háskólans farið út fyrir mörk hins leyfilega,“ skrifar hann þá í eigin færslu þar sem hann vekur athygli á ummælum Ernu. Viðbrögðin við ummælum hennar hafa mörg verið á þennan veg. Ofhvörf frekar en hatursorðræða Erna segir Hannes ekki vera að hugsa um samhengi ummælana og að það sé verið að fara í saumana á færslunni eins og bókstafstrúarmaður án þess að velta því fyrir sér hver meiningin var. „Það sem maður er á móti er hatrið sem hann ýtir undir,“ segir Erna. „Þetta var ekki hugsað svo djúpt að ég væri að líkja Trump við kakkalakka. Við gætum kannski haldið í tvö ár að ef við tökum Trump af lífi að allt lagist. En svo koma bara hundrað manns í staðinn,“ segir Erna þá en viðurkennir að að þetta sé auðvelt að misskilja. Erna fer ekki í felur með það að hún sé ekki stærsti aðdáandi umsvifa Donalds Trumps í bandarískum stjórnmálum en að ummælin feli í sér dæmigerð ofhvörf frekar en hatur. „Ég var í raun bara að segja að þó maður hafi hugsað í tíu sekúndur: „Vá þetta myndi leysa eitthvað í allri þessari hatursorðræðu sem er í gangi og þessari andlýðræðishreyfngu,“ en á móti kemur að við myndum bara fá stærri vandamál í kjölfarið.“
Háskólar Bandaríkin Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Erlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Erlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Innlent Þjófar réðust á starfsmann verslunar Innlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Fleiri fréttir Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Framkvæmdir á hólmanum í fullum gangi Þingmenn slá Íslandsmet Krefst svara frá MAST vegna eftirlits með blóðmerum Kristrún ræddi við Trump og Selenskíj á fundi JEF-ríkja Jákvæður tónn í Norðurþingi um samstarf við Carbfix Sjá meira