Íslendingar tilnefndir til Emmy-verðlauna Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 17. júlí 2024 18:50 Atli á BAFTA-veðlaununum í apríl. Skjáskot/Youtube Íslenska tónskáldið Atli Örvarsson er tilnefndur til Emmy-verðlauna í flokki framúrskarandi tónverka fyrir sjónvarpsþættina Silo. Tilnefningar til verðlaunanna voru tilkynntar síðdegis. Atli er tilnefndur fyrir tónlist sína í sjónvarpsþáttunum Silo, sem sýndir eru á streymisveitunni Apple TV+. Tónskáld fimm annarra tónverka eru tilnefnd í sama flokki. Þar á meðal fyrir tónlistina í The Crown, Mr. & Mrs. Smith og Shōgun. Í apríl hlaut Atli BAFTA-verðlaunin fyrir tónlist sína í sömu þáttum. Nokkrir í hópi tilnefndra vegna True Detective Fréttastofu barst ábending um að fleiri Íslendingar hafi hlotið tilnefningu, fyrir þættina True Detective: Night Country. Þættirnir voru teknir upp á Íslandi og eru meðal annars sýndir á Stöð 2+. Íslendingarnir eru í hópi fólks sem hljóta sömu tilnefninguna í viðkomandi flokki. Skúli Helgi Sigurgíslason er tilnefndur í flokki framúrskarandi hljóðblöndunar, Alda B. Gudjónsdóttir í flokki leikaravals, Rebekka Jónsdóttir í flokki búninga, Flóra Karítas Buenaño og Hafdís Pálsdóttir í flokki förðunar og Eggert „Eddi“ Ketilsson í flokki tæknibrella. Emmy-sjónvarpsverðlaunin fara fram þann 15. september í Los Angeles. Sjónvarpsþættirnir Shōgun hlutu flestar tilnefningar að þessu sinni, eða 25 tilnefningar. The Bear hlaut næstflestar tilnefningar, 23 talsins. Lista yfir tilnefningar til Emmy-verðlaunanna má nálgast hér. Fréttin hefur verið uppfærð. Emmy-verðlaunin Tónlist Kvikmyndagerð á Íslandi Bíó og sjónvarp Mest lesið Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Lífið Uppfyllti hinstu ósk ömmu sinnar Lífið Erfitt að njóta kynlífs í líkama sem við höfum lært að hata Lífið Greiddi niður 16 milljón króna skuldir á tæpu ári Lífið Alls ekki öll von úti fyrir Væb-bræður Lífið Ítalskur heilafúi dreifir sér um heimsbyggðina Lífið Geimferðin gagnrýnd: „Mér býður við þessu“ Lífið Sexfaldur Íslandsmeistari fékk ráð frá rándýru teymi og fór heim með eina milljón Lífið Páskaleg og fersk marengsbomba Lífið Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Lífið Fleiri fréttir Viðræður hafnar um framhald á Adolescence Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Stjörnum prýdd stikla Black Mirror Nolan sagður stefna á tökur á Íslandi Ljósbrot besta myndin en Snerting með flest verðlaun Happy Gilmore snýr aftur Harpa kvótadrottning aftur á skjáinn Ólafur Darri og félagar framleiða sína fyrstu teiknimynd Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Sjá meira
Tilnefningar til verðlaunanna voru tilkynntar síðdegis. Atli er tilnefndur fyrir tónlist sína í sjónvarpsþáttunum Silo, sem sýndir eru á streymisveitunni Apple TV+. Tónskáld fimm annarra tónverka eru tilnefnd í sama flokki. Þar á meðal fyrir tónlistina í The Crown, Mr. & Mrs. Smith og Shōgun. Í apríl hlaut Atli BAFTA-verðlaunin fyrir tónlist sína í sömu þáttum. Nokkrir í hópi tilnefndra vegna True Detective Fréttastofu barst ábending um að fleiri Íslendingar hafi hlotið tilnefningu, fyrir þættina True Detective: Night Country. Þættirnir voru teknir upp á Íslandi og eru meðal annars sýndir á Stöð 2+. Íslendingarnir eru í hópi fólks sem hljóta sömu tilnefninguna í viðkomandi flokki. Skúli Helgi Sigurgíslason er tilnefndur í flokki framúrskarandi hljóðblöndunar, Alda B. Gudjónsdóttir í flokki leikaravals, Rebekka Jónsdóttir í flokki búninga, Flóra Karítas Buenaño og Hafdís Pálsdóttir í flokki förðunar og Eggert „Eddi“ Ketilsson í flokki tæknibrella. Emmy-sjónvarpsverðlaunin fara fram þann 15. september í Los Angeles. Sjónvarpsþættirnir Shōgun hlutu flestar tilnefningar að þessu sinni, eða 25 tilnefningar. The Bear hlaut næstflestar tilnefningar, 23 talsins. Lista yfir tilnefningar til Emmy-verðlaunanna má nálgast hér. Fréttin hefur verið uppfærð.
Emmy-verðlaunin Tónlist Kvikmyndagerð á Íslandi Bíó og sjónvarp Mest lesið Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Lífið Uppfyllti hinstu ósk ömmu sinnar Lífið Erfitt að njóta kynlífs í líkama sem við höfum lært að hata Lífið Greiddi niður 16 milljón króna skuldir á tæpu ári Lífið Alls ekki öll von úti fyrir Væb-bræður Lífið Ítalskur heilafúi dreifir sér um heimsbyggðina Lífið Geimferðin gagnrýnd: „Mér býður við þessu“ Lífið Sexfaldur Íslandsmeistari fékk ráð frá rándýru teymi og fór heim með eina milljón Lífið Páskaleg og fersk marengsbomba Lífið Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Lífið Fleiri fréttir Viðræður hafnar um framhald á Adolescence Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Stjörnum prýdd stikla Black Mirror Nolan sagður stefna á tökur á Íslandi Ljósbrot besta myndin en Snerting með flest verðlaun Happy Gilmore snýr aftur Harpa kvótadrottning aftur á skjáinn Ólafur Darri og félagar framleiða sína fyrstu teiknimynd Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Sjá meira
Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein