Standa enn í harðvítugum deilum átta árum eftir sambandsslitin Hólmfríður Gísladóttir skrifar 18. júlí 2024 12:24 Pitt og Jolie þegar allt lék í lyndi. Getty/PA Images/Justin Tallis Angelina Jolie og Brad Pitt eiga enn í harðvítugum deilum, átta árum eftir að Jolie sótti um skilnað og þremur árum eftir að skilnaðurinn gekk í gegn. Deilan snýst aðallega um Château Miraval, vínbúgarð sem Jolie og Pitt áttu í Frakklandi, en Pitt heldur því fram að Jolie hafi brotið gegn munnlegu samkomulagi þeirra þegar hún seldi sinn helming í búgarðinum fyrir 67 milljónir dala árið 2021. Jolie hefur nú farið fram á að Pitt afhendi persónuleg samskipti hans við þriðja aðila í kjölfar atviks sem átti sér stað í einkaþotu árið 2016 og er sagt hafa orðið til þess að Jolie sótti um skilnað. Pitt var í kjölfarið sakaður um að hafa lagt hendur á eitt barna þeirra. Lögmenn Jolie segja hana hafa hafnað tilboði Pitt um að kaupa af henni hlutinn í Château Miraval þar sem hann hafi krafist þess að hún undirritaði samhliða trúnaðarsamkomulag, til að tryggja að hún tjáði sig ekki um misgjörðir hans. Þannig snúist málið í raun um hegðun Pitt. Lögmenn Pitt hafa neitað að láta umbeðin gögn af hendi, enda fjalli þau um viðkvæm mál, svo sem meðferð sem hann gekkst undir í kjölfar atviksins í einkaþotunni. Þá komi „hans nánustu ráðgjafar“ við sögu í samskiptunum. Segja talsmenn Pitt gagnabeiðni Jolie snúast um að draga skilnaðarmál hjónanna aftur fram í sviðsljósið. Dómari úrskurðaði í maí síðastliðnum að Jolie bæri að láta af hendi alla þá trúnaðarsamninga sem hún hefði látið aðra undirrita á síðustu átta árum. Eru lögmenn Pitt sagðir vilja sýna fram á að slíkir samningar séu alvanalegir í viðskiptum. Lögmenn Jolie segjast munu verða við beiðninni, enda sé þeir samningar sem Jolie hefur átt aðild að á engan hátt sambærilegir við þann sem Pitt krafðist í tengslum við Château Miraval. Umfjöllun People. Skilnaður Angelinu Jolie og Brad Pitt Hollywood Mest lesið „Mig langar ekki lengur að deyja“ Lífið „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Lífið Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Lífið Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Lífið Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Lífið Egill, Valgeir og Sigurður Bjóla saman á sviði í fyrsta sinn síðan 1976 Lífið samstarf Terry Reid látinn Lífið Loni Anderson er látin Lífið Áferðarfallegir en óeftirminnilegir fjórmenningar Gagnrýni Samsæri tóbaksframleiðenda í reykfylltum bakherbergjum Lífið Fleiri fréttir Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Terry Reid látinn Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Samsæri tóbaksframleiðenda í reykfylltum bakherbergjum „Mig langar ekki lengur að deyja“ Loni Anderson er látin „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Calvin Harris orðinn faðir Rod Stewart sýnir Ozzy taka sjálfur í himnaríki Myndaveisla: Ærandi pollagallastemming í Eyjum Skoðanabræður hætta göngu sinni: „Takk fyrir okkur“ Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Krakkatían: Litla hafmeyjan, Pollapönk og lundar Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Robert Wilson er látinn Gary Busey játar kynferðisbrot Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Einar og Milla eignuðust dreng Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Sjá meira
Deilan snýst aðallega um Château Miraval, vínbúgarð sem Jolie og Pitt áttu í Frakklandi, en Pitt heldur því fram að Jolie hafi brotið gegn munnlegu samkomulagi þeirra þegar hún seldi sinn helming í búgarðinum fyrir 67 milljónir dala árið 2021. Jolie hefur nú farið fram á að Pitt afhendi persónuleg samskipti hans við þriðja aðila í kjölfar atviks sem átti sér stað í einkaþotu árið 2016 og er sagt hafa orðið til þess að Jolie sótti um skilnað. Pitt var í kjölfarið sakaður um að hafa lagt hendur á eitt barna þeirra. Lögmenn Jolie segja hana hafa hafnað tilboði Pitt um að kaupa af henni hlutinn í Château Miraval þar sem hann hafi krafist þess að hún undirritaði samhliða trúnaðarsamkomulag, til að tryggja að hún tjáði sig ekki um misgjörðir hans. Þannig snúist málið í raun um hegðun Pitt. Lögmenn Pitt hafa neitað að láta umbeðin gögn af hendi, enda fjalli þau um viðkvæm mál, svo sem meðferð sem hann gekkst undir í kjölfar atviksins í einkaþotunni. Þá komi „hans nánustu ráðgjafar“ við sögu í samskiptunum. Segja talsmenn Pitt gagnabeiðni Jolie snúast um að draga skilnaðarmál hjónanna aftur fram í sviðsljósið. Dómari úrskurðaði í maí síðastliðnum að Jolie bæri að láta af hendi alla þá trúnaðarsamninga sem hún hefði látið aðra undirrita á síðustu átta árum. Eru lögmenn Pitt sagðir vilja sýna fram á að slíkir samningar séu alvanalegir í viðskiptum. Lögmenn Jolie segjast munu verða við beiðninni, enda sé þeir samningar sem Jolie hefur átt aðild að á engan hátt sambærilegir við þann sem Pitt krafðist í tengslum við Château Miraval. Umfjöllun People.
Skilnaður Angelinu Jolie og Brad Pitt Hollywood Mest lesið „Mig langar ekki lengur að deyja“ Lífið „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Lífið Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Lífið Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Lífið Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Lífið Egill, Valgeir og Sigurður Bjóla saman á sviði í fyrsta sinn síðan 1976 Lífið samstarf Terry Reid látinn Lífið Loni Anderson er látin Lífið Áferðarfallegir en óeftirminnilegir fjórmenningar Gagnrýni Samsæri tóbaksframleiðenda í reykfylltum bakherbergjum Lífið Fleiri fréttir Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Terry Reid látinn Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Samsæri tóbaksframleiðenda í reykfylltum bakherbergjum „Mig langar ekki lengur að deyja“ Loni Anderson er látin „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Calvin Harris orðinn faðir Rod Stewart sýnir Ozzy taka sjálfur í himnaríki Myndaveisla: Ærandi pollagallastemming í Eyjum Skoðanabræður hætta göngu sinni: „Takk fyrir okkur“ Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Krakkatían: Litla hafmeyjan, Pollapönk og lundar Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Robert Wilson er látinn Gary Busey játar kynferðisbrot Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Einar og Milla eignuðust dreng Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Sjá meira