Segir stöðuna auka líkur á að kjarasamningum verði sagt upp Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 18. júlí 2024 13:10 Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR. Stöð 2/Arnar Leiguverð hefur hækkað um þrettán prósent síðastliðið ár og hefur hækkað meira en almennt verðlag og íbúðaverð. Staðan á húsnæðismarkaði og langvarandi hátt vaxtastig er algjör forsendubrestur og eykur líkur á að nýgerðum kjarasamningum verði sagt upp við endurskoðun þeirra á næsta ári að sögn formanns VR. Vísitala leiguverðs á höfuðborgarsvæðinu hækkaði í júní um 2,5 prósent á milli mánaða samkvæmt tölum Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar. Á ársgrundvelli hefur vísitala leiguverðs hækkað um 13 prósent frá því í júní í fyrra. Á sama tíma mældist verðbólga 5,8 prósent og íbúðaverð hækkaði um 9,1 prósent. Þannig hefur leiguverð á síðastliðnu ári hækkað nokkuð umfram bæði almennt verðlag og hækkun íbúðaverðs. Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, segir þróunina því miður ekki koma á óvart. „Þetta er auðvitað þróun sem að er fyrirsjáanleg og ég hef bent á þetta í mjög langan tíma að það sem vofir yfir leigumarkaðnum er ákveðin snjóhengja sem að er brostin,“ segir Ragnar. Hann telur ljóst að nú sé markaðurinn farinn að fylgja þeim félögum sem hafi leitt „gríðarlega miklar og ósanngjarnar hækkanir“ á síðustu árum. „Þetta í rauninni endurspeglar í rauninni vandann og það hrikalega ástand sem fólk á leigumarkaði býr við. Þar sem að öll sú framfærsluaukning og kaupmáttaraukning sem við erum að semja um í kjarasamningum hún er fokin út um gluggann nánast einhverjum vikum eða mánuðum seinna og gott betur,“ segir Ragnar. Hann segir stöðuna á húsnæðismarkaði og langvarandi hátt vaxtastig vera forsendubrest nýgerða kjarasamninga á almennum vinnumarkaði. Sú staða sem uppi er auki líkur á því „til mikilla muna“ að þeim verði sagt upp þegar til endurskoðunar kemur á næsta ári. Ragnar vill meina að einnig sé við ríki og sveitarfélög að sakast, en hann er jafnframt stjórnarformaður óhagnaðardrifna íbúðafélagsins Bjargs. Brask með lóðir ýti verði upp „Við höfum ekki þurft að hækka leiguna. Við höfum verið með svona um það bil tvö til þrjú hundruð íbúðir í byggingu á hverjum tíma en nú erum við með um sjötíu íbúðir í byggingu og það endurspeglar í rauninni grundvallarvandann, það er bara lóðaskortur. Við fáum ekki lóðir til að byggja hagkvæmt, þær fara bara á markað, þær eru seldar bröskurum og hæstbjóðendum og einhverjum byggingarþróunarfélögum sem eru ekkert að fara að byggja,“ segir Ragnar. Hann kveðst vita um mýmörg dæmi þess að byggingarlóðir á þéttingarreitum hafi gengið kaupum og sölu og skipt um eigendur sem ýti verðinu upp. „Ef við tökum til dæmis Höfðabakkann sem var seldur nýlega, byggingarreitur þar, það voru yfir þrír milljarðar sem bættust við á verðmiðann á milli eigendaskipta og það er ekki farin skófla ofan í jörðu,“ segir Ragnar. Þetta sé vandamál og því verði að setja skorður. „Sveitarfélögin þau horfa á þetta sem tekjustofn og selja hæstbjóðendum án þess að það séu sýnilega settar miklar kvaðir á það að þeir sem fá úthlutað raunverulega byggi á lóðunum. Í dag er þetta þannig að verktakarnir þeir stjórna algjörlega þessum markaði.“ Þá sakar Ragnar stjórnvöld, bæði ríki og sveitarfélög, fyrir skort á hugrekki til að setja skorður á skammtímaleigu til ferðamanna. Í nýrri mánaðarskýrslu Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar er bent á að kólnun í ferðaþjónustu gæti dregið úr skorti á framboði. Hins vegar ríki áfram ójafnvægi milli framboðs og eftirspurnar á leigumarkaði. Húsnæðismál Kjaramál Kjaraviðræður 2023-24 Leigumarkaður Mest lesið Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Erlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Ísland rampar upp Úkraínu Innlent Drógu vélarvana togara í land Innlent Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Innlent Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Innlent Segir lítið til í orðum ráðherra Innlent Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Innlent Fleiri fréttir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól Sjá meira
Vísitala leiguverðs á höfuðborgarsvæðinu hækkaði í júní um 2,5 prósent á milli mánaða samkvæmt tölum Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar. Á ársgrundvelli hefur vísitala leiguverðs hækkað um 13 prósent frá því í júní í fyrra. Á sama tíma mældist verðbólga 5,8 prósent og íbúðaverð hækkaði um 9,1 prósent. Þannig hefur leiguverð á síðastliðnu ári hækkað nokkuð umfram bæði almennt verðlag og hækkun íbúðaverðs. Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, segir þróunina því miður ekki koma á óvart. „Þetta er auðvitað þróun sem að er fyrirsjáanleg og ég hef bent á þetta í mjög langan tíma að það sem vofir yfir leigumarkaðnum er ákveðin snjóhengja sem að er brostin,“ segir Ragnar. Hann telur ljóst að nú sé markaðurinn farinn að fylgja þeim félögum sem hafi leitt „gríðarlega miklar og ósanngjarnar hækkanir“ á síðustu árum. „Þetta í rauninni endurspeglar í rauninni vandann og það hrikalega ástand sem fólk á leigumarkaði býr við. Þar sem að öll sú framfærsluaukning og kaupmáttaraukning sem við erum að semja um í kjarasamningum hún er fokin út um gluggann nánast einhverjum vikum eða mánuðum seinna og gott betur,“ segir Ragnar. Hann segir stöðuna á húsnæðismarkaði og langvarandi hátt vaxtastig vera forsendubrest nýgerða kjarasamninga á almennum vinnumarkaði. Sú staða sem uppi er auki líkur á því „til mikilla muna“ að þeim verði sagt upp þegar til endurskoðunar kemur á næsta ári. Ragnar vill meina að einnig sé við ríki og sveitarfélög að sakast, en hann er jafnframt stjórnarformaður óhagnaðardrifna íbúðafélagsins Bjargs. Brask með lóðir ýti verði upp „Við höfum ekki þurft að hækka leiguna. Við höfum verið með svona um það bil tvö til þrjú hundruð íbúðir í byggingu á hverjum tíma en nú erum við með um sjötíu íbúðir í byggingu og það endurspeglar í rauninni grundvallarvandann, það er bara lóðaskortur. Við fáum ekki lóðir til að byggja hagkvæmt, þær fara bara á markað, þær eru seldar bröskurum og hæstbjóðendum og einhverjum byggingarþróunarfélögum sem eru ekkert að fara að byggja,“ segir Ragnar. Hann kveðst vita um mýmörg dæmi þess að byggingarlóðir á þéttingarreitum hafi gengið kaupum og sölu og skipt um eigendur sem ýti verðinu upp. „Ef við tökum til dæmis Höfðabakkann sem var seldur nýlega, byggingarreitur þar, það voru yfir þrír milljarðar sem bættust við á verðmiðann á milli eigendaskipta og það er ekki farin skófla ofan í jörðu,“ segir Ragnar. Þetta sé vandamál og því verði að setja skorður. „Sveitarfélögin þau horfa á þetta sem tekjustofn og selja hæstbjóðendum án þess að það séu sýnilega settar miklar kvaðir á það að þeir sem fá úthlutað raunverulega byggi á lóðunum. Í dag er þetta þannig að verktakarnir þeir stjórna algjörlega þessum markaði.“ Þá sakar Ragnar stjórnvöld, bæði ríki og sveitarfélög, fyrir skort á hugrekki til að setja skorður á skammtímaleigu til ferðamanna. Í nýrri mánaðarskýrslu Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar er bent á að kólnun í ferðaþjónustu gæti dregið úr skorti á framboði. Hins vegar ríki áfram ójafnvægi milli framboðs og eftirspurnar á leigumarkaði.
Húsnæðismál Kjaramál Kjaraviðræður 2023-24 Leigumarkaður Mest lesið Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Erlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Ísland rampar upp Úkraínu Innlent Drógu vélarvana togara í land Innlent Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Innlent Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Innlent Segir lítið til í orðum ráðherra Innlent Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Innlent Fleiri fréttir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól Sjá meira