Blaðamaður sektaður fyrir að segja Meloni litla Hólmfríður Gísladóttir skrifar 19. júlí 2024 08:35 Giorgia Meloni er forsætisráðherra Ítaliu en sat í stjórnarandstöðunni þegar blaðakonan tísti um hana. Getty/Corbis/Alessandra Benedetti Ítalskur blaðamaður hefur verið dæmdur til að greiða Giorgiu Meloni, forsætisráðherra Ítalíu, 5.000 evrur í miskabætur eftir að hafa gert grín að hæð hennar. Dómari komst að þeirri niðurstöðu að tvö tíst blaðakonunnar Giuliu Cortese hefðu verið meiðandi og jafngilt líkamssmánun. Málið má rekja aftur til ársins 2021, þegar Meloni sat enn í stjórnarandstöðu. Cortese birti þá mynd af Meloni þar sem hún stóð fyrir framan bókahillu og hafði mynd af Benito Mussolini verið klippt inn á myndina. Meloni tjáði sig um málið á Facebook, sagði það alvarlegt og að hún myndi grípa til lagalegra úrræða. Seinna sama dag sagði Cortese að hún hefði eytt myndinni þegar hún áttaði sig á því að hún var fölsuð en sakaði Meloni á sama tíma um ófrægingarherferð gegn sér og að Facebook-færsla hennar sýndi að hún væri „lítil kona“. „Þú hræðir mig ekki, Giorgia Meloni. Eftir allt þá ertu bara 1,2 m. Ég get ekki einu sinni séð þig,“ sagði Cortese svo í annarri færslu. Hið rétta er að Meloni er 1,63 m á hæð. Cortese hefur ekki gefið út hvort hún hyggst áfrýja dómnum. Hún sagði hins vegar á X að stjórnvöld ættu afar erfitt með tjáningar- og fjölmiðlafrelsið. Italy's government has a serious problem with freedom of expression and journalistic dissent. This country seems to get closer to Orbán's Hungary: these are bad times for independent Journalists and opinion leaders. Let's hope for better days ahead. We won't give up!@Reuters https://t.co/sWojOlMJz1— Giulia Cortese (@GiuliaCortese1) July 18, 2024 Ítalía Tjáningarfrelsi Fjölmiðlar Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Erlent Hraun rann yfir Grindavíkurveg Innlent Fleiri fréttir Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Stofnandi World Wrestling Entertainment verður menntamálaráðherra Úkraínuforseti hvetur Vesturlönd til einbeittari stuðnings Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Þúsund dagar af grimmd og eyðileggingu Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Hjálpargögnum stolið af tæplega hundrað flutningabifreiðum Tugur lýðræðissinna í Hong Kong dæmdur í fangelsi Segist ætla að siga hernum á farand- og flóttafólk Segir Biden „hella olíu á eldinn“ Verða fyrst í heimi til að skattleggja losun frá búfénaði Stefnir í slag við samfélagsmiðla og sjónvarpsstöðvar Sjá meira
Dómari komst að þeirri niðurstöðu að tvö tíst blaðakonunnar Giuliu Cortese hefðu verið meiðandi og jafngilt líkamssmánun. Málið má rekja aftur til ársins 2021, þegar Meloni sat enn í stjórnarandstöðu. Cortese birti þá mynd af Meloni þar sem hún stóð fyrir framan bókahillu og hafði mynd af Benito Mussolini verið klippt inn á myndina. Meloni tjáði sig um málið á Facebook, sagði það alvarlegt og að hún myndi grípa til lagalegra úrræða. Seinna sama dag sagði Cortese að hún hefði eytt myndinni þegar hún áttaði sig á því að hún var fölsuð en sakaði Meloni á sama tíma um ófrægingarherferð gegn sér og að Facebook-færsla hennar sýndi að hún væri „lítil kona“. „Þú hræðir mig ekki, Giorgia Meloni. Eftir allt þá ertu bara 1,2 m. Ég get ekki einu sinni séð þig,“ sagði Cortese svo í annarri færslu. Hið rétta er að Meloni er 1,63 m á hæð. Cortese hefur ekki gefið út hvort hún hyggst áfrýja dómnum. Hún sagði hins vegar á X að stjórnvöld ættu afar erfitt með tjáningar- og fjölmiðlafrelsið. Italy's government has a serious problem with freedom of expression and journalistic dissent. This country seems to get closer to Orbán's Hungary: these are bad times for independent Journalists and opinion leaders. Let's hope for better days ahead. We won't give up!@Reuters https://t.co/sWojOlMJz1— Giulia Cortese (@GiuliaCortese1) July 18, 2024
Ítalía Tjáningarfrelsi Fjölmiðlar Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Erlent Hraun rann yfir Grindavíkurveg Innlent Fleiri fréttir Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Stofnandi World Wrestling Entertainment verður menntamálaráðherra Úkraínuforseti hvetur Vesturlönd til einbeittari stuðnings Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Þúsund dagar af grimmd og eyðileggingu Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Hjálpargögnum stolið af tæplega hundrað flutningabifreiðum Tugur lýðræðissinna í Hong Kong dæmdur í fangelsi Segist ætla að siga hernum á farand- og flóttafólk Segir Biden „hella olíu á eldinn“ Verða fyrst í heimi til að skattleggja losun frá búfénaði Stefnir í slag við samfélagsmiðla og sjónvarpsstöðvar Sjá meira