Fengu veður af eldingum og þurftu að slaufa tónleikunum Máni Snær Þorláksson skrifar 19. júlí 2024 13:31 Hér sést Dave Grohl ræða við tónleikagesti. Þessi mynd er þó ekki tekin á tónleikunum sem hér um ræðir heldur á Hróarskeldu í Danmörku í sumar. EPA/HELLE ARENSBAK Hættulegt veður olli því að bandaríska hljómsveitin Foo Fighters neyddist til að slaufa tónleikum sínum fyrr en planið var. Hljómsveitin reyndi að spila í gegnum veðrið en að lokum var ákveðið að það gæti ekki gengið lengur. Tónleikarnir fóru fram á miðvikudaginn í New York í Bandaríkjunum. Í myndbandi frá tónleikunum heyrist Dave Grohl, söngvari Foo Fighters, segjast hafa verið að fá veður af því að það væri stormur með eldingum að nálgast. Búist væri við eldingum en Grohl sagði að þeir ætluðu að spila eins lengi og þeir gætu, þar til einhver myndi segja þeim að það væri ekki öruggt fyrir tónleikagesti. Fljótlega eftir það sagði Grohl að þeir ætli að spila eitt lag í viðbót og hætta svo. Planið væri að koma aftur ef það væri mögulegt. „Þið vitið að við munum gera það ef við getum það,“ sagði hann. Skömmu síðar neyddist hljómsveitin til að slaufa tónleikunum. Grohl sagði á sviðinu að þetta væri glötuð staða og að ef hann gæti gert eitthvað í henni þá myndi hann gera það. Þá hvatti hann tónleikagesti til að leita skjóls og passa upp á öryggi sitt í storminum. Aðrir tónleikar í kvöld Í yfirlýsingu sem hljómsveitin birti á samfélagsmiðlum í kjölfarið kemur fram að meðlimir sveitarinnar séu vonsviknir að hafa ekki fengið að klára tónleikana. Öryggi aðdáenda, starfsfólks og allra á svæðinu hafi verið í fyrsta sæti. „Við áttum ekki annarra kosta völ en að segja þessu lokið. Við erum þakklát fyrir hverja sekúndu sem við fengum að spila fyrir ykkur og hlökkum til að sjá ykkur aftur,“ segir í yfirlýsingunni. Í lokin segir að það gæti verið jafn fljótlega og næsta föstudag, það er að segja í dag. Hljómsveitin heldur einmitt aðra tónleika á sama stað í kvöld. Ekki kemur þó fram hvort miðahafar fyrri tónleikana fái að mæta á þá sem eru í kvöld. Í athugasemdum veltir fólk því fyrir sér hvort hljómsveitin ætli að endurgreiða fólki fyrir miðana og kvartað er yfir óljósum upplýsingum. Tónlist Bandaríkin Mest lesið Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Lífið Khalid kemur út úr skápnum Lífið Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Lífið Sykurlausar og dísætar smákökur Lífið Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Jay Leno illa leikinn og með lepp Lífið Skautasvellið opnað í tíunda sinn Lífið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Tónlist „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lífið Fleiri fréttir Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Khalid kemur út úr skápnum Skautasvellið opnað í tíunda sinn Sykurlausar og dísætar smákökur Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Flotinn og amma Andrea hlutu viðurkenningu Barnaheilla Myndir: Þungt yfir stjörnunum við jarðarför Payne Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Snerti taug leikstjóra Forrest Gump á Kjarvalstofu Sjá meira
Tónleikarnir fóru fram á miðvikudaginn í New York í Bandaríkjunum. Í myndbandi frá tónleikunum heyrist Dave Grohl, söngvari Foo Fighters, segjast hafa verið að fá veður af því að það væri stormur með eldingum að nálgast. Búist væri við eldingum en Grohl sagði að þeir ætluðu að spila eins lengi og þeir gætu, þar til einhver myndi segja þeim að það væri ekki öruggt fyrir tónleikagesti. Fljótlega eftir það sagði Grohl að þeir ætli að spila eitt lag í viðbót og hætta svo. Planið væri að koma aftur ef það væri mögulegt. „Þið vitið að við munum gera það ef við getum það,“ sagði hann. Skömmu síðar neyddist hljómsveitin til að slaufa tónleikunum. Grohl sagði á sviðinu að þetta væri glötuð staða og að ef hann gæti gert eitthvað í henni þá myndi hann gera það. Þá hvatti hann tónleikagesti til að leita skjóls og passa upp á öryggi sitt í storminum. Aðrir tónleikar í kvöld Í yfirlýsingu sem hljómsveitin birti á samfélagsmiðlum í kjölfarið kemur fram að meðlimir sveitarinnar séu vonsviknir að hafa ekki fengið að klára tónleikana. Öryggi aðdáenda, starfsfólks og allra á svæðinu hafi verið í fyrsta sæti. „Við áttum ekki annarra kosta völ en að segja þessu lokið. Við erum þakklát fyrir hverja sekúndu sem við fengum að spila fyrir ykkur og hlökkum til að sjá ykkur aftur,“ segir í yfirlýsingunni. Í lokin segir að það gæti verið jafn fljótlega og næsta föstudag, það er að segja í dag. Hljómsveitin heldur einmitt aðra tónleika á sama stað í kvöld. Ekki kemur þó fram hvort miðahafar fyrri tónleikana fái að mæta á þá sem eru í kvöld. Í athugasemdum veltir fólk því fyrir sér hvort hljómsveitin ætli að endurgreiða fólki fyrir miðana og kvartað er yfir óljósum upplýsingum.
Tónlist Bandaríkin Mest lesið Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Lífið Khalid kemur út úr skápnum Lífið Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Lífið Sykurlausar og dísætar smákökur Lífið Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Jay Leno illa leikinn og með lepp Lífið Skautasvellið opnað í tíunda sinn Lífið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Tónlist „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lífið Fleiri fréttir Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Khalid kemur út úr skápnum Skautasvellið opnað í tíunda sinn Sykurlausar og dísætar smákökur Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Flotinn og amma Andrea hlutu viðurkenningu Barnaheilla Myndir: Þungt yfir stjörnunum við jarðarför Payne Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Snerti taug leikstjóra Forrest Gump á Kjarvalstofu Sjá meira