Vegfarendur flúðu mikið eldhaf við bryggju í Hodeidah Kristín Ólafsdóttir skrifar 21. júlí 2024 23:44 Þessi gervihnattarmynd sýnir bruna í olíutönkum á eldsneytisbirgðastöðinni í Hodeidah í Jemen. AP/Maxar Technologies Uppreisnarmenn Húta í Jemen heita því að halda áfram umfangsmiklum árásum á Ísrael, eftir mannskæða árás Ísraelsmanna á mikilvæga, jemenska hafnarborg. Sameinuðu þjóðirnar hafa þungar áhyggjur af stigmögnum átaka á svæðinu. Vegfarendur flúðu mikið eldhaf við bryggju í hafnarborginni Hodeidah eftir fyrstu loftárás Ísraelsmanna á Jemen seint í gær. Fleiri fylgdu svo í kjölfarið; eldsneytisbirgðastöð og orkuver voru á meðal skotmarka Ísraelsmanna og sex liggja í valnum. Árásirnar koma strax í kjölfar mannskæðrar árásar Húta á Tel Aviv fyrir helgi og eru þær fyrstu sem Ísraelsmenn gera á Jemen frá upphafi stríðs 7. október. „Eldarnir sem nú loga í Hodeidah sjást um öll Miðausturlönd og þýðing þeirra er augljós. Hútarnir réðust á okkur oftar en 200 sinnum. Við gerðum árás á þá þegar ríkisborgari Ísrael særðist. Við endurtökum þetta þar sem nauðsyn krefur,“ segir Yoav Gallant, varnarmálaráðherra Ísraels. Skutu niður eldflaug áður en hún komst inn í lofthelgi Hútar hétu strax grimmilegum hefndum líkt og fram kom í orðum Yahya Saree hershöfðingja, talsmanns hers Húta. „Her Jemens staðfestir að þessari ósvífnu árás verður svarað. Við munum með guðs hjálp ekki hika við að gera árásir á mikilvæg skotmörk ísraelska óvinarins og ítrekum fyrri yfirlýsingu um að Jaffa-svæðið sé óöruggt.“ Og þeim virtist ekki til setunnar boðið: Hútar skutu eldflaug að borginni Eilat í suður-Ísrael í morgun sem Ísraelsmenn skutu niður áður en hún náði inn í ísraelska lofthelgi. Þá skutu Hútar einnig á bandarískt skip í Rauðahafi. Aðalritari Sameinuðu þjóðanna lýsti í dag yfir þungum áhyggjum af átökunum og að þau gætu stuðlað að frekari stigmögnun á svæðinu sem þegar er á suðupunkti. Ísrael Jemen Tengdar fréttir Þrír drepnir í árás Ísraela í Jemen Þrír voru drepnir og um 80 manns særðust í loftárásum Ísraela á hafnarborgina Hodeida í Jemen í gær. Árásin er viðbragð við loftárás Húta á Tel Aviv í Ísrael þar sem einn lét lífið og tíu særðust. 21. júlí 2024 07:50 Mest lesið Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Innlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Erlent Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Innlent Veittu eftirför í Árbæ Innlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Innlent „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Innlent Fleiri fréttir Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Yfirvöld Mexíkó kæra Google Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Einhliða vopnahlé Rússa hafið Vesturlönd þurfa að borga milljarðatjón af árás Rússa á Tsjernobyl Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Sjá meira
Vegfarendur flúðu mikið eldhaf við bryggju í hafnarborginni Hodeidah eftir fyrstu loftárás Ísraelsmanna á Jemen seint í gær. Fleiri fylgdu svo í kjölfarið; eldsneytisbirgðastöð og orkuver voru á meðal skotmarka Ísraelsmanna og sex liggja í valnum. Árásirnar koma strax í kjölfar mannskæðrar árásar Húta á Tel Aviv fyrir helgi og eru þær fyrstu sem Ísraelsmenn gera á Jemen frá upphafi stríðs 7. október. „Eldarnir sem nú loga í Hodeidah sjást um öll Miðausturlönd og þýðing þeirra er augljós. Hútarnir réðust á okkur oftar en 200 sinnum. Við gerðum árás á þá þegar ríkisborgari Ísrael særðist. Við endurtökum þetta þar sem nauðsyn krefur,“ segir Yoav Gallant, varnarmálaráðherra Ísraels. Skutu niður eldflaug áður en hún komst inn í lofthelgi Hútar hétu strax grimmilegum hefndum líkt og fram kom í orðum Yahya Saree hershöfðingja, talsmanns hers Húta. „Her Jemens staðfestir að þessari ósvífnu árás verður svarað. Við munum með guðs hjálp ekki hika við að gera árásir á mikilvæg skotmörk ísraelska óvinarins og ítrekum fyrri yfirlýsingu um að Jaffa-svæðið sé óöruggt.“ Og þeim virtist ekki til setunnar boðið: Hútar skutu eldflaug að borginni Eilat í suður-Ísrael í morgun sem Ísraelsmenn skutu niður áður en hún náði inn í ísraelska lofthelgi. Þá skutu Hútar einnig á bandarískt skip í Rauðahafi. Aðalritari Sameinuðu þjóðanna lýsti í dag yfir þungum áhyggjum af átökunum og að þau gætu stuðlað að frekari stigmögnun á svæðinu sem þegar er á suðupunkti.
Ísrael Jemen Tengdar fréttir Þrír drepnir í árás Ísraela í Jemen Þrír voru drepnir og um 80 manns særðust í loftárásum Ísraela á hafnarborgina Hodeida í Jemen í gær. Árásin er viðbragð við loftárás Húta á Tel Aviv í Ísrael þar sem einn lét lífið og tíu særðust. 21. júlí 2024 07:50 Mest lesið Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Innlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Erlent Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Innlent Veittu eftirför í Árbæ Innlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Innlent „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Innlent Fleiri fréttir Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Yfirvöld Mexíkó kæra Google Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Einhliða vopnahlé Rússa hafið Vesturlönd þurfa að borga milljarðatjón af árás Rússa á Tsjernobyl Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Sjá meira
Þrír drepnir í árás Ísraela í Jemen Þrír voru drepnir og um 80 manns særðust í loftárásum Ísraela á hafnarborgina Hodeida í Jemen í gær. Árásin er viðbragð við loftárás Húta á Tel Aviv í Ísrael þar sem einn lét lífið og tíu særðust. 21. júlí 2024 07:50