Mikill meirihluti landsmanna mótfallinn sjókvíaeldi Jakob Bjarnar skrifar 22. júlí 2024 11:25 Samkvæmt nýrri könnun vilja sextíu prósent landsmanna hreinlega banna sjókvíaeldi. vísir/einar Í nýrri könnun Gallups kemur fram að rúm sextíu og fimm prósent þjóðarinnar er andsnúin sjókvíaeldi meðan tæp fjórtán prósent eru jákvæð. Í helstu niðurstöðum kemur fram að 65,4 prósent eru neikvæð gagnvart sjókvíaeldi en 13,9 segjast jákvæð. Tæp sextíu prósent vilja ganga svo langt að banna sjókvíaeldi og þá telja tæp 62 prósent velferð eldislaxa í sjókvíaeldi slæma. Andstaðan hefur ekki mælst hærri í könnunum Gallups, fleiri vilja bann en áður og þessi nýja spurning um velferðarvandann í sjókvíaeldi sýnir að fólk er orðið vel meðvitað um að þá skuggahlið iðnaðarins. Þetta segir Jón Kaldal en könnunin er unnin að ósk Íslenska náttúruverndarsjóðsins. Úrtak könnunarinnar var 1948, fjöldi svarenda var 915 sem þýðir að þátttökuhlutfall mælist 47 prósent. Könnunina má finna í viðtengdum skjölum hér neðar. Jón fagnar niðurstöðu könnunarinnar og telur hana meðal annars lýsa því að auglýsingaherferð SFS nái ekki máli. Jón telur engan vafa leika á um að staða baráttu gegn laxeldi í opnum sjókvíum sé ótrúlega sterk. En óttast hann ekki að þeir sem eru hlynntir sjókvíaeldi muni afskrifa niðurstöðurnar á altari þess að könnunin er gerð að undirlagi Íslenska náttúruverndarsjóðsins. „Nei. Ég hef engar áhyggjur af því. Gallup vinnur könnunina eftir sinni viðurkenndu vísindalegu aðferðarfræði. Því til viðbótar hafa önnur könnunarfyrirtæki líka kannað afstöðu þjóðarinnar í þessum efnum að eigin frumkvæði og niðurstöðurnar nánast eins. Fjórum til fimm sinnum fleiri eru á móti þessum skaðlega iðnaði en styðja hann,“ segir Jón. Í könnuninni má lesa ríka andstöðu við sjókvíaeldi: Andstaðan við sjókvíaeldi er afgerandi - í öllum aldurs- og tekjuhópum - meðal karla og kvenna - í öllum kjördæmum - meðal kjósenda allra flokka Afstaða greind eftir flokkapólitík Neikvæðni í garð sjókvíaeldis er yfir 50 prósent meðal stuðningsfólks allra flokka nema Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks, en þar er þó andstaðan mun meiri en stuðningurinn: Sjálfstæðisflokkur 43% neikvæð 22% jákvæð 35% hvorki né Framsóknarflokkur 39% neikvæð 32% jákvæð 29% hvorki né Mest er andstaðan meðal þeirra sem styðja Pírata og Samfylkinguna: Píratar 97% neikvæð 0% jákvæð 3% hvorki né Samfylkingin: 78% neikvæð 11% jákvæð 11%% hvorki né Auglýsingaherferð SFS skilar litlu Jón segir niðurstöðurnar sérlega gleðilegar í ljósi þess að Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi hefur rekið nokkuð harða ímyndarauglýsingabaráttu að undanförnu. „SFS er líklega búið að láta framleiða og birta sjónvarps- og netauglýsingar sem kosta um það bil tvöfalt það sem kostar að reka Íslenska náttúruverndarsjóðinn á ári. Ánægjulegt að fá staðfest að þjóðin sér í gegnum þennan glansmyndar áróður SFS,“ segir Jón. Tengd skjöl 4035840_Sjókvíaeldi_170724PDF358KBSækja skjal Sjókvíaeldi Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Lax Fiskeldi Stjórnsýsla Mest lesið Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Innlent Líkamsárás í farþegaskipi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Fleiri fréttir Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Sjá meira
Í helstu niðurstöðum kemur fram að 65,4 prósent eru neikvæð gagnvart sjókvíaeldi en 13,9 segjast jákvæð. Tæp sextíu prósent vilja ganga svo langt að banna sjókvíaeldi og þá telja tæp 62 prósent velferð eldislaxa í sjókvíaeldi slæma. Andstaðan hefur ekki mælst hærri í könnunum Gallups, fleiri vilja bann en áður og þessi nýja spurning um velferðarvandann í sjókvíaeldi sýnir að fólk er orðið vel meðvitað um að þá skuggahlið iðnaðarins. Þetta segir Jón Kaldal en könnunin er unnin að ósk Íslenska náttúruverndarsjóðsins. Úrtak könnunarinnar var 1948, fjöldi svarenda var 915 sem þýðir að þátttökuhlutfall mælist 47 prósent. Könnunina má finna í viðtengdum skjölum hér neðar. Jón fagnar niðurstöðu könnunarinnar og telur hana meðal annars lýsa því að auglýsingaherferð SFS nái ekki máli. Jón telur engan vafa leika á um að staða baráttu gegn laxeldi í opnum sjókvíum sé ótrúlega sterk. En óttast hann ekki að þeir sem eru hlynntir sjókvíaeldi muni afskrifa niðurstöðurnar á altari þess að könnunin er gerð að undirlagi Íslenska náttúruverndarsjóðsins. „Nei. Ég hef engar áhyggjur af því. Gallup vinnur könnunina eftir sinni viðurkenndu vísindalegu aðferðarfræði. Því til viðbótar hafa önnur könnunarfyrirtæki líka kannað afstöðu þjóðarinnar í þessum efnum að eigin frumkvæði og niðurstöðurnar nánast eins. Fjórum til fimm sinnum fleiri eru á móti þessum skaðlega iðnaði en styðja hann,“ segir Jón. Í könnuninni má lesa ríka andstöðu við sjókvíaeldi: Andstaðan við sjókvíaeldi er afgerandi - í öllum aldurs- og tekjuhópum - meðal karla og kvenna - í öllum kjördæmum - meðal kjósenda allra flokka Afstaða greind eftir flokkapólitík Neikvæðni í garð sjókvíaeldis er yfir 50 prósent meðal stuðningsfólks allra flokka nema Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks, en þar er þó andstaðan mun meiri en stuðningurinn: Sjálfstæðisflokkur 43% neikvæð 22% jákvæð 35% hvorki né Framsóknarflokkur 39% neikvæð 32% jákvæð 29% hvorki né Mest er andstaðan meðal þeirra sem styðja Pírata og Samfylkinguna: Píratar 97% neikvæð 0% jákvæð 3% hvorki né Samfylkingin: 78% neikvæð 11% jákvæð 11%% hvorki né Auglýsingaherferð SFS skilar litlu Jón segir niðurstöðurnar sérlega gleðilegar í ljósi þess að Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi hefur rekið nokkuð harða ímyndarauglýsingabaráttu að undanförnu. „SFS er líklega búið að láta framleiða og birta sjónvarps- og netauglýsingar sem kosta um það bil tvöfalt það sem kostar að reka Íslenska náttúruverndarsjóðinn á ári. Ánægjulegt að fá staðfest að þjóðin sér í gegnum þennan glansmyndar áróður SFS,“ segir Jón. Tengd skjöl 4035840_Sjókvíaeldi_170724PDF358KBSækja skjal
Sjókvíaeldi Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Lax Fiskeldi Stjórnsýsla Mest lesið Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Innlent Líkamsárás í farþegaskipi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Fleiri fréttir Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Sjá meira