Lét taka af sér puttann svo hann gæti keppt á Ólympíuleikunum í París Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 23. júlí 2024 07:31 Hvernig sem fer þá mun Matthew Dawson alltaf eiga minnisvarða um þessa Ólympíuleika. Hann fórnaði hægri baugfingri fyrir þá. Getty/Alexander Hassenstein Ástralski hokkíleikmaðurinn Matthew Dawson var tilbúinn að fórna miklu fyrir það að keppa á Ólympíuleikunum í París. Eftir að hann meiddist illa á fingri á dögunum var þátttaka hans á leikunum í hættu. Dawson vann silfurverðlaun á Ólympíuleikunum í Tókýó og vildi alls ekki missa af leikunum í París. Dawson er þrítugur varnarmaður sem hefur skorað 13 mörk í 209 landsleikjum. Hann spilar með liði Amsterdam í Hollandi. 🤯Se AMPUTA un DEDO para ir a los JUEGOS OLÍMPICOS.🇦🇺 Matt Dawson (jugador australiano de hockey) y su 'locura' para llegar a París 2024. pic.twitter.com/BeMcWHNdkt— El Chiringuito TV (@elchiringuitotv) July 22, 2024 Dawson hafði hins vegar brotið baugfingur á hægri hendi. Aðgerð hefði líklega kostað hann þátttöku á leikunum en til að flýta fyrir bata þá lét hann bara taka af sér puttann. „Ég tók upplýsta ákvörðun eftir ráð frá lýtalækni, ekki aðeins til að ná leikunum í París heldur einnig fyrir mig sjálfan út lífið,“ sagði Matt Dawson við 7NEWS. „Þetta er svolítil breyting og spennandi áskorun,“ sagði Dawson. Þjálfari hans, Colin Batch, hrósaði lærisveini sínum fyrir staðfestuna. Hann sjálfur er þó ekki viss um að hann gæti tekið þessa ákvörðun sjálfur. Ástralska hokkíliðið, sem er kallað Kookaburras, er sigurstranglegt á Ólympíuleikunum í ár. Ákvörðun Dawson sýnir liðsfélögum hans hversu mikla seiglu hann býr yfir og mikla ástríðu hann hefur fyrir íþróttinni. Hann fórnar að minnsta kosti ansi miklu fyrir hana. View this post on Instagram A post shared by Pubity (@pubity) Ólympíuleikar 2024 í París Mest lesið Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Handbolti Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Enski boltinn Slógu met sem Ísland er fegið að eiga ekki lengur Handbolti Uppgjörið: Ísland - Ítalía 39-26 | Afar öruggur sigur gegn óvenjulegu liði Handbolti Króatar Dags lentu í kröppum dansi í fyrsta leik á EM Handbolti EM í dag: Fullkominn leikur fyrir Gumma Gumm Handbolti Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn Draumabyrjun hjá Carrick Enski boltinn Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Enski boltinn Einar enn í einangrun en aðrir ferskir Handbolti Fleiri fréttir Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Martin framlagshæstur í sigri Alba Berlin Norðmenn áfram í milliriðla Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Átta íslensk mörk í svekkjandi tapi Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Elvar öflugur í mikilvægum sigri Króatar Dags lentu í kröppum dansi í fyrsta leik á EM Salah klúðraði vítaspyrnu er Nígería tók þriðja sætið Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu Valur aftur á topp Olís deildarinnar Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Ísaki fórnað í langþráðum sigri Kölnar Birta hetja Genoa í frumrauninni EM í dag: Draugabærinn Kristianstad og söguleg strætóferð Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Mbappé á skotskónum í fyrsta sigrinum undir stjórn Arbeloa Draumabyrjun hjá Carrick Einar enn í einangrun en aðrir ferskir KR fær tvo unga Ganverja Pólverji dæmdur í tveggja leikja bann og verður ekki með gegn Íslendingum Segir ekkert til í því að Justin James sé á leið á Krókinn Besta sætið: „Alltaf einhver sem skítur á sig í svona leik“ Gamli Framarinn skíthræddur að jöfnunarmarkið yrði dæmt af Sjá meira
Eftir að hann meiddist illa á fingri á dögunum var þátttaka hans á leikunum í hættu. Dawson vann silfurverðlaun á Ólympíuleikunum í Tókýó og vildi alls ekki missa af leikunum í París. Dawson er þrítugur varnarmaður sem hefur skorað 13 mörk í 209 landsleikjum. Hann spilar með liði Amsterdam í Hollandi. 🤯Se AMPUTA un DEDO para ir a los JUEGOS OLÍMPICOS.🇦🇺 Matt Dawson (jugador australiano de hockey) y su 'locura' para llegar a París 2024. pic.twitter.com/BeMcWHNdkt— El Chiringuito TV (@elchiringuitotv) July 22, 2024 Dawson hafði hins vegar brotið baugfingur á hægri hendi. Aðgerð hefði líklega kostað hann þátttöku á leikunum en til að flýta fyrir bata þá lét hann bara taka af sér puttann. „Ég tók upplýsta ákvörðun eftir ráð frá lýtalækni, ekki aðeins til að ná leikunum í París heldur einnig fyrir mig sjálfan út lífið,“ sagði Matt Dawson við 7NEWS. „Þetta er svolítil breyting og spennandi áskorun,“ sagði Dawson. Þjálfari hans, Colin Batch, hrósaði lærisveini sínum fyrir staðfestuna. Hann sjálfur er þó ekki viss um að hann gæti tekið þessa ákvörðun sjálfur. Ástralska hokkíliðið, sem er kallað Kookaburras, er sigurstranglegt á Ólympíuleikunum í ár. Ákvörðun Dawson sýnir liðsfélögum hans hversu mikla seiglu hann býr yfir og mikla ástríðu hann hefur fyrir íþróttinni. Hann fórnar að minnsta kosti ansi miklu fyrir hana. View this post on Instagram A post shared by Pubity (@pubity)
Ólympíuleikar 2024 í París Mest lesið Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Handbolti Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Enski boltinn Slógu met sem Ísland er fegið að eiga ekki lengur Handbolti Uppgjörið: Ísland - Ítalía 39-26 | Afar öruggur sigur gegn óvenjulegu liði Handbolti Króatar Dags lentu í kröppum dansi í fyrsta leik á EM Handbolti EM í dag: Fullkominn leikur fyrir Gumma Gumm Handbolti Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn Draumabyrjun hjá Carrick Enski boltinn Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Enski boltinn Einar enn í einangrun en aðrir ferskir Handbolti Fleiri fréttir Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Martin framlagshæstur í sigri Alba Berlin Norðmenn áfram í milliriðla Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Átta íslensk mörk í svekkjandi tapi Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Elvar öflugur í mikilvægum sigri Króatar Dags lentu í kröppum dansi í fyrsta leik á EM Salah klúðraði vítaspyrnu er Nígería tók þriðja sætið Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu Valur aftur á topp Olís deildarinnar Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Ísaki fórnað í langþráðum sigri Kölnar Birta hetja Genoa í frumrauninni EM í dag: Draugabærinn Kristianstad og söguleg strætóferð Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Mbappé á skotskónum í fyrsta sigrinum undir stjórn Arbeloa Draumabyrjun hjá Carrick Einar enn í einangrun en aðrir ferskir KR fær tvo unga Ganverja Pólverji dæmdur í tveggja leikja bann og verður ekki með gegn Íslendingum Segir ekkert til í því að Justin James sé á leið á Krókinn Besta sætið: „Alltaf einhver sem skítur á sig í svona leik“ Gamli Framarinn skíthræddur að jöfnunarmarkið yrði dæmt af Sjá meira