Borgi sig ekki að reisa nýja varnargarða nær Grindavík Tómas Arnar Þorláksson skrifar 23. júlí 2024 12:18 Verkfræðingur hjá Verkís segir það ekki vera til skoðunar að reisa nýja varnargarða norðan við Grindavík að svo stöddu. Vísir/Vilhelm Kvikusöfnun undir Svartsengi hefur verið stöðug síðustu vikur en nú er gert ráð fyrir að rúmlega tvær vikur séu í næsta gos. Verkfræðingur hjá Verkís segir það ekki borga sig að reisa nýja varnargarða fyrir innan þá sem eru þar nú þegar. Landris undir Svartsengi heldur stöðugt áfram en nú hafa safnast rúmlega 16 milljón rúmmetrar af kviku undir Svartsengi sem er innan marka þess sem þarf svo það hefjist eldgos. Þetta staðfestir Ingibjörg Andrea Bergþórsdóttir, náttúruvársérfræðingur Veðurstofu Íslands, í samtali við fréttastofu. „Það er áætlað að séu svona tvær og hálf, þrjár til fjórar vikur. Miðað við taktinn í þessu núna. Við vitum við aldrei nákvæmlega hverju jörðin tekur upp á en við fylgjumst mjög vel með en þetta gæti skeð hvað úr hverju.“ Ingibjörg segir að skjálftavirkni á Reykjanesinu sé búin að vera tiltölulega róleg síðustu daga en að jafnaði mælast um tíu til tuttugu skjálftar á sólarhring á svæðinu. Í aðdraganda síðasta goss mældust rúmlega 50 skjálftar á sólarhring sem bendir til að það sé enn nokkuð í næsta gos. Varnargarður fyrir varnargarðinn Hörn Hrafnsdóttir, verkfræðingur hjá Verkís, segir að allt kapp sé lagt á undirbúning fyrir næsta gos. Verið sé að reisa nýjan varnargarð norðan við Sýlingarfell og hækka varnargarð við Hofsfell til að auka varnir Svartsengis enn frekar. „Nýi garðurinn norðan við Sýlingarfell ætti að vera tilbúinn fyrir verslunarmannahelgi. Honum er ætlað að taka þunnfljótandi upphafsfasa í næsta gosi ef hraun nær að streyma að Sýlingarfelli.“ Þetta er svona varnargarður fyrir varnargarðinn næstum því? „Já í rauninni.“ Áhrifalítið að reisa nýja garða Hættumat Veðurstofunnar segir að auknar líkur séu á að næsta gos verði nær Grindavík en áður en Hörn segir það ekki borga sig að reisa varnargarð fyrir innan þá varnargarða sem eru nú þegar við bæinn. „Það er alveg smá svæði þarna innan við garða og í áttina að Grindavík. Þannig við erum þá að vona að ef við verðum óheppin og þetta komi þarna í gegn að það verði þá meira magn utan við heldur en innan við garða. Það að gera garð þarna neðan við þá garða er mjög erfitt útaf því að landinu hallar til Grindavíkur. Þannig að tíminn sem við kaupum okkur getur verið mjög lítill. Áhrifin eru miklu minni en af leiðigörðum en þetta er alltaf stanslaust í skoðun. Þannig það getur vel verið að við breytum eitthvað til síðar ef við metum stöðuna þannig.“ Enn er talið að upptök gossins verði fyrir ofan garðanna þó svo að ekki sé hægt að útiloka að kvika komi upp fyrir innan garðanna, nær Grindavík, að sögn Harnar. Grindavík Eldgos á Reykjanesskaga Eldgos og jarðhræringar Varnargarðar á Reykjanesskaga Mest lesið „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum Innlent Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Innlent Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Innlent Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Innlent Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Innlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Innlent Fleiri fréttir Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Sjá meira
Landris undir Svartsengi heldur stöðugt áfram en nú hafa safnast rúmlega 16 milljón rúmmetrar af kviku undir Svartsengi sem er innan marka þess sem þarf svo það hefjist eldgos. Þetta staðfestir Ingibjörg Andrea Bergþórsdóttir, náttúruvársérfræðingur Veðurstofu Íslands, í samtali við fréttastofu. „Það er áætlað að séu svona tvær og hálf, þrjár til fjórar vikur. Miðað við taktinn í þessu núna. Við vitum við aldrei nákvæmlega hverju jörðin tekur upp á en við fylgjumst mjög vel með en þetta gæti skeð hvað úr hverju.“ Ingibjörg segir að skjálftavirkni á Reykjanesinu sé búin að vera tiltölulega róleg síðustu daga en að jafnaði mælast um tíu til tuttugu skjálftar á sólarhring á svæðinu. Í aðdraganda síðasta goss mældust rúmlega 50 skjálftar á sólarhring sem bendir til að það sé enn nokkuð í næsta gos. Varnargarður fyrir varnargarðinn Hörn Hrafnsdóttir, verkfræðingur hjá Verkís, segir að allt kapp sé lagt á undirbúning fyrir næsta gos. Verið sé að reisa nýjan varnargarð norðan við Sýlingarfell og hækka varnargarð við Hofsfell til að auka varnir Svartsengis enn frekar. „Nýi garðurinn norðan við Sýlingarfell ætti að vera tilbúinn fyrir verslunarmannahelgi. Honum er ætlað að taka þunnfljótandi upphafsfasa í næsta gosi ef hraun nær að streyma að Sýlingarfelli.“ Þetta er svona varnargarður fyrir varnargarðinn næstum því? „Já í rauninni.“ Áhrifalítið að reisa nýja garða Hættumat Veðurstofunnar segir að auknar líkur séu á að næsta gos verði nær Grindavík en áður en Hörn segir það ekki borga sig að reisa varnargarð fyrir innan þá varnargarða sem eru nú þegar við bæinn. „Það er alveg smá svæði þarna innan við garða og í áttina að Grindavík. Þannig við erum þá að vona að ef við verðum óheppin og þetta komi þarna í gegn að það verði þá meira magn utan við heldur en innan við garða. Það að gera garð þarna neðan við þá garða er mjög erfitt útaf því að landinu hallar til Grindavíkur. Þannig að tíminn sem við kaupum okkur getur verið mjög lítill. Áhrifin eru miklu minni en af leiðigörðum en þetta er alltaf stanslaust í skoðun. Þannig það getur vel verið að við breytum eitthvað til síðar ef við metum stöðuna þannig.“ Enn er talið að upptök gossins verði fyrir ofan garðanna þó svo að ekki sé hægt að útiloka að kvika komi upp fyrir innan garðanna, nær Grindavík, að sögn Harnar.
Grindavík Eldgos á Reykjanesskaga Eldgos og jarðhræringar Varnargarðar á Reykjanesskaga Mest lesið „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum Innlent Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Innlent Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Innlent Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Innlent Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Innlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Innlent Fleiri fréttir Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Sjá meira