„Auðvitað mjög margir sem eru óttaslegnir“ Tómas Arnar Þorláksson skrifar 24. júlí 2024 12:20 Framkvæmdir í bænum munu hefjast eftir verslunarmannahelgi. Vísir/Arnar Enn er stefnt að umfangsmiklum framkvæmdum í Grindavík þrátt fyrir uppfært hættumat Veðurstofunnar sem segir mikla hættu á eldgosi innan bæjarmarkanna. Þetta segir formaður Grindavíkurnefndar en kostnaður hleypur á hundruðum milljóna. Viðgerðir við götur og lagnir í Grindavík munu hefjast að öllu óbreyttu eftir verslunarmannahelgi. Árni Þór Sigurðsson, formaður Grindavíkurnefndar, segir ekki koma til skoðunar að fresta framkvæmdunum vegna nýs hættumats Veðurstofunnar en að mikilvægt sé að tryggja viðunandi öryggisferla og verkferla áður en ráðist er í framkvæmdirnar. Hann segir marga Grindvíkinga óttaslegna vegna ástandsins. „Við erum búin að halda undirbúningsfund og setja á laggirnar ákveðið teymi sem mun halda utan um það sem farið verður í. Þar eru fulltrúar frá bænum og Vegagerðinni og verkfræðistofunum og líka fulltrúi úr framkvæmdanefndinni.“ Náttúran geti alltaf tekið völdin Árni ítrekar að mikilvægt sé að hafa til hliðsjónar sífelldar breytingar á svæðinu og að undirbúa sig vel fyrir næsta gos sem mun hefjast á næstu tveimur til þremur vikum. Í síðustu viku áttu framkvæmdir að hefjast á allra næstu dögum en Árni tekur fram að uppfært hættumat sem segir til um að mikil hætta sé á gosi innan Grindavíkur valdi ekki drætti á starfseminni heldur spili undirbúningur, efniskaup og sumarfrí þar inn í. „Það eru svona hlutir sem þarf að setja í gang og auglýsa eftir því. Svo það er hægt að fara í þannig undirbúning en beinlínis verklegar framkvæmdir við að fylla í sprungur, mér finnst ósennilegt að það verði ekki fyrr en eftir verslunarmannahelgi en ég ætla ekki að útiloka það. Síðan getur náttúran alltaf tekið af manni völdin og ákveðið að gera eitthvað og sett strik í reikninginn. Ég tala nú ekki um ef að einhver atburðarás fer af stað þá náttúrulega breyta menn áætlunum.“ Margir óttaslegnir Eldgos á svæðinu muni þó ekki alfarið útiloka framkvæmdir í bænum og bendir Árni á að ef það gýs fyrir utan varnargarðanna í öruggri fjarlægð hafi það ekki áhrif. Hann segir Grindvíkinga hafa blendnar tilfinningar gagnvart núverandi ástandi á svæðinu. „Það eru auðvitað mjög margir sem eru óttaslegnir yfir því hvernig þróunin verður en svo eru kannski aðrir sem eru rólegri yfir þessari atburðarás“ Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Innlent Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Erlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Innlent Stöðug virkni í einum gýg og gosmengun spáð á Suðurlandi Innlent Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Innlent Ozzy Osbourne allur Erlent Fleiri fréttir Umferð beint um Þrengslin í dag Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Stöðug virkni í einum gýg og gosmengun spáð á Suðurlandi Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sækja mann sem datt af hestbaki Lögregla afþakkar þjónustu Skjaldar Íslands og Guðni boðar brennu Félagið Ísland-Palestína harmar skvettuna Rán og frelsissvipting í Árbæ Mótmælandi skvetti málningu á ljósmyndara Morgunblaðsins Brottfararstöð dómsmálaráðherra komin í samráðsgátt Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Tveir af þremur ánægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“ Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjálfsagt að taka málið fyrir: „Leysist ekkert sjálfkrafa við að ganga inn í Evrópusambandið“ Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Play tekur dýfu í skugga afkomuviðvörunar og Njáll Trausti vill funda Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Sjá meira
Viðgerðir við götur og lagnir í Grindavík munu hefjast að öllu óbreyttu eftir verslunarmannahelgi. Árni Þór Sigurðsson, formaður Grindavíkurnefndar, segir ekki koma til skoðunar að fresta framkvæmdunum vegna nýs hættumats Veðurstofunnar en að mikilvægt sé að tryggja viðunandi öryggisferla og verkferla áður en ráðist er í framkvæmdirnar. Hann segir marga Grindvíkinga óttaslegna vegna ástandsins. „Við erum búin að halda undirbúningsfund og setja á laggirnar ákveðið teymi sem mun halda utan um það sem farið verður í. Þar eru fulltrúar frá bænum og Vegagerðinni og verkfræðistofunum og líka fulltrúi úr framkvæmdanefndinni.“ Náttúran geti alltaf tekið völdin Árni ítrekar að mikilvægt sé að hafa til hliðsjónar sífelldar breytingar á svæðinu og að undirbúa sig vel fyrir næsta gos sem mun hefjast á næstu tveimur til þremur vikum. Í síðustu viku áttu framkvæmdir að hefjast á allra næstu dögum en Árni tekur fram að uppfært hættumat sem segir til um að mikil hætta sé á gosi innan Grindavíkur valdi ekki drætti á starfseminni heldur spili undirbúningur, efniskaup og sumarfrí þar inn í. „Það eru svona hlutir sem þarf að setja í gang og auglýsa eftir því. Svo það er hægt að fara í þannig undirbúning en beinlínis verklegar framkvæmdir við að fylla í sprungur, mér finnst ósennilegt að það verði ekki fyrr en eftir verslunarmannahelgi en ég ætla ekki að útiloka það. Síðan getur náttúran alltaf tekið af manni völdin og ákveðið að gera eitthvað og sett strik í reikninginn. Ég tala nú ekki um ef að einhver atburðarás fer af stað þá náttúrulega breyta menn áætlunum.“ Margir óttaslegnir Eldgos á svæðinu muni þó ekki alfarið útiloka framkvæmdir í bænum og bendir Árni á að ef það gýs fyrir utan varnargarðanna í öruggri fjarlægð hafi það ekki áhrif. Hann segir Grindvíkinga hafa blendnar tilfinningar gagnvart núverandi ástandi á svæðinu. „Það eru auðvitað mjög margir sem eru óttaslegnir yfir því hvernig þróunin verður en svo eru kannski aðrir sem eru rólegri yfir þessari atburðarás“
Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Innlent Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Erlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Innlent Stöðug virkni í einum gýg og gosmengun spáð á Suðurlandi Innlent Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Innlent Ozzy Osbourne allur Erlent Fleiri fréttir Umferð beint um Þrengslin í dag Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Stöðug virkni í einum gýg og gosmengun spáð á Suðurlandi Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sækja mann sem datt af hestbaki Lögregla afþakkar þjónustu Skjaldar Íslands og Guðni boðar brennu Félagið Ísland-Palestína harmar skvettuna Rán og frelsissvipting í Árbæ Mótmælandi skvetti málningu á ljósmyndara Morgunblaðsins Brottfararstöð dómsmálaráðherra komin í samráðsgátt Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Tveir af þremur ánægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“ Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjálfsagt að taka málið fyrir: „Leysist ekkert sjálfkrafa við að ganga inn í Evrópusambandið“ Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Play tekur dýfu í skugga afkomuviðvörunar og Njáll Trausti vill funda Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Sjá meira