Amnesty segir búrkubann Frakka brjóta gegn mannréttindum Ágúst Orri Arnarson skrifar 25. júlí 2024 11:01 Ólympíuleikarnir fara fram í París þetta sumarið. Þar verður frönskum keppendum bannað að klæðast trúartengdum fatnaði. Claudio Villa/Getty Images Mannréttindasamtökin Amnesty International gagnrýna harðlega ákvörðun Frakka að banna keppendum á Ólympíuleikunum að klæðast búrku, hijab eða öðrum trúartengdum klæðnaði. Franskir keppendur þurfa að lúta að frönskum lögum sem banna íþróttafólki að klæðast trúartengdum klæðnaði þegar það kemur fram opinberlega eða keppir fyrir landsliðið. „Vandamálið er að þetta á ekki jafnt við um alla,“ segir aktívistinn Shireen Ahmed og vísaði meðal annars til þess að húðflúr með merki Krists eru leyfð og fótboltamönnum er ekki bannað að signa sig áður en gengið er inn á leikvanginn. Antoine Griezmann, landsliðsmaður Frakklands í knattspyrnu, hefur aldrei verið ávíttur fyrir að húðflúra Krist og krossinn á sig. Amnesty segir Frakkland á skjön við mannréttindasáttmála Sameinuðu Þjóðanna og regluverk Alþjóðaólympíunefndarinnar með því að banna keppendum sínum að klæðast eftir eigin hætti. Reglur eigi að vera settar af viðurkenndum alþjóðlegum samböndum; svosem FIFA og FIBA, ekki sérsamböndum einstakra landa. FIFA og FIBA leyfa trúartengdan klæðnað við keppni og það vakti mikla athygli þegar Nouhalia Benzina varð fyrsta konan til að keppa á HM í fótbolta með hijab. Nouhalia Benzina braut blað í sögunni þegar hún varð fyrsta konan til að klæðast hijab á HM í fótbolta.Maddie Meyer - FIFA/FIFA via Getty Images Alþjóðaólympíunefndin segist ekki ætla að aðhafast í málinu og vísar því til alþjóðasambandanna. „Að neyða konur úr klæðnaði er jafn slæmt og að neyða þær í klæðnað. Ólympíusattmálinn segir að íþróttafólki skuli ekki mismunað út frá kynþætti, trúarbrögðum, menningu eða stjórnmálaskoðunum, en það er nákvæmlega það sem er að gerast,“ segir Shireen Ahmed fyrir daufum eyrum. Ólympíuleikar Ólympíuleikar 2024 í París Mest lesið Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Sport Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Fótbolti Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Körfubolti Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Fótbolti „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ Körfubolti Missti stjórn á sér og gaf stig: „Veit að þetta er ekki mjög sænsk hegðun“ Sport Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Enski boltinn Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Enski boltinn Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Íslenski boltinn Sjöunda og stærsta Icebox-kvöldið: „Klikkað að sjá að Ísland geti þetta“ Sport Fleiri fréttir Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri HM gæti farið úr Ally Pally Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Ekki haft tíma til að spá í EM Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Sjöunda og stærsta Icebox-kvöldið: „Klikkað að sjá að Ísland geti þetta“ Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Missti stjórn á sér og gaf stig: „Veit að þetta er ekki mjög sænsk hegðun“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Dagskráin: Stærsta boxmót ársins á Íslandi Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika NFL varar leikmenn deildarinnar við glæpahópum Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Guardiola samdi til ársins 2027 Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Sædís og félagar fyrstar til að stoppa Bæjara Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM SSÍ: Vantar sem fyrst innisundlaugar á Akranesi og Akureyri Danir vilja halda úrslitakeppni Þjóðadeildarinnar Sjá meira
Franskir keppendur þurfa að lúta að frönskum lögum sem banna íþróttafólki að klæðast trúartengdum klæðnaði þegar það kemur fram opinberlega eða keppir fyrir landsliðið. „Vandamálið er að þetta á ekki jafnt við um alla,“ segir aktívistinn Shireen Ahmed og vísaði meðal annars til þess að húðflúr með merki Krists eru leyfð og fótboltamönnum er ekki bannað að signa sig áður en gengið er inn á leikvanginn. Antoine Griezmann, landsliðsmaður Frakklands í knattspyrnu, hefur aldrei verið ávíttur fyrir að húðflúra Krist og krossinn á sig. Amnesty segir Frakkland á skjön við mannréttindasáttmála Sameinuðu Þjóðanna og regluverk Alþjóðaólympíunefndarinnar með því að banna keppendum sínum að klæðast eftir eigin hætti. Reglur eigi að vera settar af viðurkenndum alþjóðlegum samböndum; svosem FIFA og FIBA, ekki sérsamböndum einstakra landa. FIFA og FIBA leyfa trúartengdan klæðnað við keppni og það vakti mikla athygli þegar Nouhalia Benzina varð fyrsta konan til að keppa á HM í fótbolta með hijab. Nouhalia Benzina braut blað í sögunni þegar hún varð fyrsta konan til að klæðast hijab á HM í fótbolta.Maddie Meyer - FIFA/FIFA via Getty Images Alþjóðaólympíunefndin segist ekki ætla að aðhafast í málinu og vísar því til alþjóðasambandanna. „Að neyða konur úr klæðnaði er jafn slæmt og að neyða þær í klæðnað. Ólympíusattmálinn segir að íþróttafólki skuli ekki mismunað út frá kynþætti, trúarbrögðum, menningu eða stjórnmálaskoðunum, en það er nákvæmlega það sem er að gerast,“ segir Shireen Ahmed fyrir daufum eyrum.
Ólympíuleikar Ólympíuleikar 2024 í París Mest lesið Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Sport Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Fótbolti Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Körfubolti Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Fótbolti „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ Körfubolti Missti stjórn á sér og gaf stig: „Veit að þetta er ekki mjög sænsk hegðun“ Sport Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Enski boltinn Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Enski boltinn Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Íslenski boltinn Sjöunda og stærsta Icebox-kvöldið: „Klikkað að sjá að Ísland geti þetta“ Sport Fleiri fréttir Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri HM gæti farið úr Ally Pally Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Ekki haft tíma til að spá í EM Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Sjöunda og stærsta Icebox-kvöldið: „Klikkað að sjá að Ísland geti þetta“ Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Missti stjórn á sér og gaf stig: „Veit að þetta er ekki mjög sænsk hegðun“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Dagskráin: Stærsta boxmót ársins á Íslandi Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika NFL varar leikmenn deildarinnar við glæpahópum Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Guardiola samdi til ársins 2027 Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Sædís og félagar fyrstar til að stoppa Bæjara Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM SSÍ: Vantar sem fyrst innisundlaugar á Akranesi og Akureyri Danir vilja halda úrslitakeppni Þjóðadeildarinnar Sjá meira