„Fólkið verður hreinlega að rísa upp“ Vésteinn Örn Pétursson skrifar 29. júlí 2024 21:01 Ragnar Þór Ingólfsson er formaður VR. Vísir/Arnar Formaður VR hyggst boða til mótmælaaðgerða með haustinu, og krefjast þess að boðað verði til kosninga. Hann segir stjórnmálin, bankakerfið og fyrirtækin hafa brugðist fólkinu í landinu. Ekki sé hægt að sitja aðgerðarlaus fram að endurskoðun kjarasamninga Verðlag á matvöru hækkaði um 0,65 prósent milli mánaða, og 9,2 prósent á ársgrundvelli, samkvæmt nýjust könnun verðlagseftirlits ASÍ. Formaður VR segir þetta slá sig afar illa. Hann segir engan virðast ætla að axla ábyrgð á mikilli verðbólgu, háu vaxtastigi og ástandinu á húsnæðismarkaði. „Stjórnmálin hafa brugðist, sveitarfélögin hafa brugðist, atvinnulífið hefur brugðist og bankakerfið auðvitað líka. Hér stjórnast allt af taumlausri græðgi, fólkið mætir algjörum afgangi og það er ekkert sem er gert til þess að bregðast við hinum raunverulega grundvallarvanda,“ segir Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR. Vanskil aukist með slæmum afleiðingum Ragnar Þór vísar ábyrgð á hækkandi matvörðuverði á Samtök atvinnulífsins. „Það var sameiginlegt verkefni okkar að leggja okkar af mörkum til þess að ná niður verðbólgu og reyna þannig að þrýsta á mjög hraða og snemmbæra íhlutun seðlabankans í að lækka vexti. Ekkert af þessu hefur raungerst.“ Hér að neðan má sjá umfjöllun úr kvöldfréttum Stöðvar 2 frá síðustu viku, um hækkandi matvöruverð. Ragnar segir að alltaf sé eitthvað sem knýi verðbólguna áfram. Vanskil séu að aukast, sem muni hafa slæmar afleiðingar. „Sem munu birtast í gjaldþroti heimila og fjölda fyrirtækja, með tilheyrandi atvinnuleysi og svo framvegis. Ég veit að þetta er mjög svartsýnt tal en ég hef varað við þessu árum saman, að þetta muni raungerast, og það er að gerast.“ Bíði ekki fram á haustið 25 Nýjustu tölur gefi til kynna að SA og fyrirtækin í landinu ætli sér ekki að leggja sitt af mörkum. „Það getur ekki endað nema á einn veg. Það gerist ekki með endurskoðun kjarasamninga á næsta ári. Það gerist einfaldlega með því að fólkið verður hreinlega að rísa upp,“ segir Ragnar. Ragnar reiknar með því að boða til mótmælaaðgerða með haustinu. Of langt sé í endurskoðun kjarasamninga í nóvember á næsta ári. „Það er fátt sem gerir það að verkum að ég hafi trú á því að þetta ástand muni að nokkru breytast á komandi vikum eða mánuðum og því sé ég fátt annað í stöðunni en að verkalýðshreyfingin verði hreinlega að fá fólkið til að rísa upp og þrýsta á að hér verði boðað til kosninga sem allra fyrst.“ Kjaramál Verðlag Kjaraviðræður 2023-24 Mest lesið Tjáðu sig bréfleiðis við fullorðna dóttur sem krafðist þagnar Innlent „Ísland þarf að vakna“ Innlent Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Innlent Flensan orðin að faraldri Innlent „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Innlent Skrifstofustjóri tapaði kortinu í París og situr í súpunni Innlent Breytingar á kvöldfréttum Sýnar Innlent „Verður svona þjóðhátíðarstemmning nema bara margföld“ Innlent Nýju sánurnar opnaðar á sögulegum degi í Vesturbænum Innlent Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Innlent Fleiri fréttir Þörf neytendavernd eða aðför að eignarrétti? Kynnir stóran pakka um fjölmiðla í næstu viku Lækningastjóri undirbýr starfsemi nýs Landspítala Skrifstofustjóri tapaði kortinu í París og situr í súpunni Tjáðu sig bréfleiðis við fullorðna dóttur sem krafðist þagnar „Verður svona þjóðhátíðarstemmning nema bara margföld“ Flensan orðin að faraldri Nú má heita Jörvaldi, Aþanasíus, Fjörður, Ai, Kalix og Ríma Flensufaraldur skollinn á og styttist í sólmyrkvann mikla Bein útsending: Aðferðir til að líða sem best í skammdeginu Nýju sánurnar opnaðar á sögulegum degi í Vesturbænum Skipa stýri- og aðgerðahóp vegna almyrkvans en eiga ekki fyrir verkefnastjóra Snjókoma í vændum og kuldinn bítur í kinnar Breytingar á kvöldfréttum Sýnar „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Einhleypir líklegri til að leggja sig á daginn Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar „Ísland þarf að vakna“ Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Sjá meira
Verðlag á matvöru hækkaði um 0,65 prósent milli mánaða, og 9,2 prósent á ársgrundvelli, samkvæmt nýjust könnun verðlagseftirlits ASÍ. Formaður VR segir þetta slá sig afar illa. Hann segir engan virðast ætla að axla ábyrgð á mikilli verðbólgu, háu vaxtastigi og ástandinu á húsnæðismarkaði. „Stjórnmálin hafa brugðist, sveitarfélögin hafa brugðist, atvinnulífið hefur brugðist og bankakerfið auðvitað líka. Hér stjórnast allt af taumlausri græðgi, fólkið mætir algjörum afgangi og það er ekkert sem er gert til þess að bregðast við hinum raunverulega grundvallarvanda,“ segir Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR. Vanskil aukist með slæmum afleiðingum Ragnar Þór vísar ábyrgð á hækkandi matvörðuverði á Samtök atvinnulífsins. „Það var sameiginlegt verkefni okkar að leggja okkar af mörkum til þess að ná niður verðbólgu og reyna þannig að þrýsta á mjög hraða og snemmbæra íhlutun seðlabankans í að lækka vexti. Ekkert af þessu hefur raungerst.“ Hér að neðan má sjá umfjöllun úr kvöldfréttum Stöðvar 2 frá síðustu viku, um hækkandi matvöruverð. Ragnar segir að alltaf sé eitthvað sem knýi verðbólguna áfram. Vanskil séu að aukast, sem muni hafa slæmar afleiðingar. „Sem munu birtast í gjaldþroti heimila og fjölda fyrirtækja, með tilheyrandi atvinnuleysi og svo framvegis. Ég veit að þetta er mjög svartsýnt tal en ég hef varað við þessu árum saman, að þetta muni raungerast, og það er að gerast.“ Bíði ekki fram á haustið 25 Nýjustu tölur gefi til kynna að SA og fyrirtækin í landinu ætli sér ekki að leggja sitt af mörkum. „Það getur ekki endað nema á einn veg. Það gerist ekki með endurskoðun kjarasamninga á næsta ári. Það gerist einfaldlega með því að fólkið verður hreinlega að rísa upp,“ segir Ragnar. Ragnar reiknar með því að boða til mótmælaaðgerða með haustinu. Of langt sé í endurskoðun kjarasamninga í nóvember á næsta ári. „Það er fátt sem gerir það að verkum að ég hafi trú á því að þetta ástand muni að nokkru breytast á komandi vikum eða mánuðum og því sé ég fátt annað í stöðunni en að verkalýðshreyfingin verði hreinlega að fá fólkið til að rísa upp og þrýsta á að hér verði boðað til kosninga sem allra fyrst.“
Kjaramál Verðlag Kjaraviðræður 2023-24 Mest lesið Tjáðu sig bréfleiðis við fullorðna dóttur sem krafðist þagnar Innlent „Ísland þarf að vakna“ Innlent Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Innlent Flensan orðin að faraldri Innlent „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Innlent Skrifstofustjóri tapaði kortinu í París og situr í súpunni Innlent Breytingar á kvöldfréttum Sýnar Innlent „Verður svona þjóðhátíðarstemmning nema bara margföld“ Innlent Nýju sánurnar opnaðar á sögulegum degi í Vesturbænum Innlent Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Innlent Fleiri fréttir Þörf neytendavernd eða aðför að eignarrétti? Kynnir stóran pakka um fjölmiðla í næstu viku Lækningastjóri undirbýr starfsemi nýs Landspítala Skrifstofustjóri tapaði kortinu í París og situr í súpunni Tjáðu sig bréfleiðis við fullorðna dóttur sem krafðist þagnar „Verður svona þjóðhátíðarstemmning nema bara margföld“ Flensan orðin að faraldri Nú má heita Jörvaldi, Aþanasíus, Fjörður, Ai, Kalix og Ríma Flensufaraldur skollinn á og styttist í sólmyrkvann mikla Bein útsending: Aðferðir til að líða sem best í skammdeginu Nýju sánurnar opnaðar á sögulegum degi í Vesturbænum Skipa stýri- og aðgerðahóp vegna almyrkvans en eiga ekki fyrir verkefnastjóra Snjókoma í vændum og kuldinn bítur í kinnar Breytingar á kvöldfréttum Sýnar „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Einhleypir líklegri til að leggja sig á daginn Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar „Ísland þarf að vakna“ Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Sjá meira