Að minnsta kosti 973 börn frumbyggja létust á heimavistarskólum Hólmfríður Gísladóttir skrifar 31. júlí 2024 07:52 Donovan Archambault segir frá reynslu sinni. AP/Matthew Brown Að minnsta kosti 973 börn frumbyggja dóu í heimavistarskólum í Bandaríkjunum sem reknir voru af yfirvöldum eða trúarstofnunum. Markmiðið með vistun barnanna var að aðlaga þau hvítu samfélagi. Þetta eru niðurstöður rannsóknar sem innanríkisráðherrann Deb Haaland fyrirskipaði en Haaland tilheyrir Laguna Pueblo-ættbálkinum í Nýju-Mexíkó og er fyrsti frumbygginn til að verða ráðherra í ríkisstjórn Bandaríkjanna. Rannsóknin leiddi í ljós merktar og ómerktar grafir við 65 af yfir 400 skólum sem reknir voru á 150 ára tímabili en nokkrir skólar voru enn starfræktir fram til 1969. Börnin eru talin hafa látist af völdum illrar meðferðar og sjúkdóma og fleiri börn kunna að hafa dáið eftir að hafa verið send veik heim. Að sögn Haaland var um að ræða kerfisbundna tilraun til að útrýma „frumbyggjavandamálinu“ með því að einangra börnin, neita þeim um að læra um uppruna sinn og banna þeim að tala tungumálið sitt, svo eitthvað sé nefnt. Flest börnin voru látin vinna, til að mynda í iðnaði og landbúnaði. Rannsóknarnefndin efndi til funda þar sem þolendur gátu mætt og tjáð sig. Einn þeirra, Donovan Archambault, 85 ára, sagðist hafa verið sendur í skólana allt frá því að hann var aðeins ellefu ára gamall. Þar var hann neyddur til að klippa hár sitt og bannað að tala tungumálið sitt. Lífsreynslan leiddi Archambault út í drykkju, áður en honum tókst að snúa blaðinu við eftir tvo áratugi. „Afsökunarbeiðni er þörf. Þeir ættu að biðjast afsökunar,“ sagði Archambault í samtali við Associated Press. „En það þarf líka að fræða fólk um það hvað kom fyrir okkur. Fyrir mér er þetta partur af gleymdri sögu.“ Guardian fjallaði um málið. Bandaríkin Ofbeldi gegn börnum Mest lesið Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Veðurvaktin: Biðja fólk að halda sig heima í kvöld Veður Hlýni á föstudag og snjórinn geti horfið í næstu viku Veður Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Erlent Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Innlent Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Erlent Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Fleiri fréttir Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Sjá meira
Þetta eru niðurstöður rannsóknar sem innanríkisráðherrann Deb Haaland fyrirskipaði en Haaland tilheyrir Laguna Pueblo-ættbálkinum í Nýju-Mexíkó og er fyrsti frumbygginn til að verða ráðherra í ríkisstjórn Bandaríkjanna. Rannsóknin leiddi í ljós merktar og ómerktar grafir við 65 af yfir 400 skólum sem reknir voru á 150 ára tímabili en nokkrir skólar voru enn starfræktir fram til 1969. Börnin eru talin hafa látist af völdum illrar meðferðar og sjúkdóma og fleiri börn kunna að hafa dáið eftir að hafa verið send veik heim. Að sögn Haaland var um að ræða kerfisbundna tilraun til að útrýma „frumbyggjavandamálinu“ með því að einangra börnin, neita þeim um að læra um uppruna sinn og banna þeim að tala tungumálið sitt, svo eitthvað sé nefnt. Flest börnin voru látin vinna, til að mynda í iðnaði og landbúnaði. Rannsóknarnefndin efndi til funda þar sem þolendur gátu mætt og tjáð sig. Einn þeirra, Donovan Archambault, 85 ára, sagðist hafa verið sendur í skólana allt frá því að hann var aðeins ellefu ára gamall. Þar var hann neyddur til að klippa hár sitt og bannað að tala tungumálið sitt. Lífsreynslan leiddi Archambault út í drykkju, áður en honum tókst að snúa blaðinu við eftir tvo áratugi. „Afsökunarbeiðni er þörf. Þeir ættu að biðjast afsökunar,“ sagði Archambault í samtali við Associated Press. „En það þarf líka að fræða fólk um það hvað kom fyrir okkur. Fyrir mér er þetta partur af gleymdri sögu.“ Guardian fjallaði um málið.
Bandaríkin Ofbeldi gegn börnum Mest lesið Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Veðurvaktin: Biðja fólk að halda sig heima í kvöld Veður Hlýni á föstudag og snjórinn geti horfið í næstu viku Veður Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Erlent Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Innlent Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Erlent Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Fleiri fréttir Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Sjá meira