„Glæsilegur forystumaður sem hreif fólk með sér“ Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 31. júlí 2024 18:57 Sveinn Rúnar er heiðursborgari í Palestínu og þekkti Ismail Haniyeh persónulega. AP Sveinn Rúnar Hauksson læknir og heiðursborgari í Palestínu minnist Ismail Haniyeh, pólitísks leiðtoga Hamas sem var ráðinn af dögum í Íran í nótt, í samfélagsmiðlafærslu. Þar segir hann Haniyeh hafa verið öflugan leiðtoga andspyrnuhreyfingar en í leið maður sátta og friðar. Haniyeh var staddur í Tehran til að vera viðstaddur innsetningarathöfn forsetans Masoud Pezehkian þegar hann var drepinn. Drápið hefur vakið hörð viðbrögð í Mið-Austurlöndum og víðar og óttast er að stigmögnun átaka í tengslum við stríð Ísrael gegn Hamas fari vaxandi vegna þess. Stjarna samkvæmisins „Ég kynntist Ismail persónulega í október 2010 og átti við hann langt, upplýsandi og ánægjulegt samtal. Ismail var einstaklega kurteis, hlýr og viðræðugóður. Ég hafði þá um árabil eignast að vinum og kunningjum menn úr hinum ólíku flokkum og vildi reyna að skilja hvað stæði í vegi fyrir samvinnu þeirra. Ég hitti Ismail stuttu síðar í garðveislu sem haldin var til heiðurs alþjóðlegum hópi sjálfboðaliða, Viva Palestina, sem komið höfðu í 150 sjúkra- og sendibílum, hlöðnum hjálpartækjum og lyfjum. Ismail var stjarna samkvæmisins,“ skrifar Sveinn Rúnar á Facebook. Þá fer hann yfir feril Haniyeh í andspyrnuhreyfingu Palestínumanna, sem teygir sig aftur til árs 2006, þegar hann leiddi Breytingar og umbætur, lista Hamas í þingkosningunum. Listinn hlaut 44 prósent atkvæða, og myndaði stóran þingmeirihluta. Að auki var Haniyeh falið að mynda ríkisstjórn. Morðið muni efla styrk Hamas „Um leið og Haniyeh var öflugur leiðtogi andspyrnuhreyfingar, var hann maður sátta og friðar. Hann reyndi að mynda þjóðstjórn og lagði sig alla tíð fram um að fá hinar ólíku stjórnmálafylkingar til samstarfs. Haniyeh var friðarins maður, réttláts friðar og líkt og forveri hans, Sheik Yassin stofnandi Hamas-samtakanna (desember 1987), var hann reiðubúinn að viðurkenna Ísrael innan landamæranna frá 1967,“ segir í færslu Sveins. „Illvirki Ísraelsstjórna virðast óendanleg. Það eru ekki margir mánuðir síðan tveir synir Ismails og tvö barnabörn sem voru í leið í jólaboð til frænku sinnar voru sprengdir í loft upp. Hann segir Haniyeh hafi haldið áfram að þjóna sinni þjóð til síðasta dags þrátt fyrir áföll eins og þetta. Hugur hans hafi greinilega verið bundinn við örlög alþýðumanna á Gasa, þar sem tugir þúsunda hafa verið myrtir af Ísraelsher og enn fleiri verið særðir. „Haniyeh lagði sig allan fram í friðarumleitunum í því skyni að stöðva mætti blóðbaðið á Gaza. Nú hefur hann fallið fyrir hendi þeirra sem vilja ekki varanlegt vopnahlé, vilja ekki réttlátan frið, og ætla ekkert að sætta sig við minna en yfirráð yfir allri sögulegri Palestínu, frá ánni Jórdan til Miðjarðarhafs. Dauði Haniyeh er mikið áfall fyrir friðarumleitanir á svæðinu. Hann var glæsilegur forystumaður sem hreif fólk með sér. En eins og segir í yfirlýsingu Hamas í morgun: „Morðið á Haniyeh mun aðeins efla okkar styrk“.“ segir í færslu Sveins. Átök í Ísrael og Palestínu Íran Palestína Ísrael Mest lesið Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Fleiri fréttir Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Sjá meira
Haniyeh var staddur í Tehran til að vera viðstaddur innsetningarathöfn forsetans Masoud Pezehkian þegar hann var drepinn. Drápið hefur vakið hörð viðbrögð í Mið-Austurlöndum og víðar og óttast er að stigmögnun átaka í tengslum við stríð Ísrael gegn Hamas fari vaxandi vegna þess. Stjarna samkvæmisins „Ég kynntist Ismail persónulega í október 2010 og átti við hann langt, upplýsandi og ánægjulegt samtal. Ismail var einstaklega kurteis, hlýr og viðræðugóður. Ég hafði þá um árabil eignast að vinum og kunningjum menn úr hinum ólíku flokkum og vildi reyna að skilja hvað stæði í vegi fyrir samvinnu þeirra. Ég hitti Ismail stuttu síðar í garðveislu sem haldin var til heiðurs alþjóðlegum hópi sjálfboðaliða, Viva Palestina, sem komið höfðu í 150 sjúkra- og sendibílum, hlöðnum hjálpartækjum og lyfjum. Ismail var stjarna samkvæmisins,“ skrifar Sveinn Rúnar á Facebook. Þá fer hann yfir feril Haniyeh í andspyrnuhreyfingu Palestínumanna, sem teygir sig aftur til árs 2006, þegar hann leiddi Breytingar og umbætur, lista Hamas í þingkosningunum. Listinn hlaut 44 prósent atkvæða, og myndaði stóran þingmeirihluta. Að auki var Haniyeh falið að mynda ríkisstjórn. Morðið muni efla styrk Hamas „Um leið og Haniyeh var öflugur leiðtogi andspyrnuhreyfingar, var hann maður sátta og friðar. Hann reyndi að mynda þjóðstjórn og lagði sig alla tíð fram um að fá hinar ólíku stjórnmálafylkingar til samstarfs. Haniyeh var friðarins maður, réttláts friðar og líkt og forveri hans, Sheik Yassin stofnandi Hamas-samtakanna (desember 1987), var hann reiðubúinn að viðurkenna Ísrael innan landamæranna frá 1967,“ segir í færslu Sveins. „Illvirki Ísraelsstjórna virðast óendanleg. Það eru ekki margir mánuðir síðan tveir synir Ismails og tvö barnabörn sem voru í leið í jólaboð til frænku sinnar voru sprengdir í loft upp. Hann segir Haniyeh hafi haldið áfram að þjóna sinni þjóð til síðasta dags þrátt fyrir áföll eins og þetta. Hugur hans hafi greinilega verið bundinn við örlög alþýðumanna á Gasa, þar sem tugir þúsunda hafa verið myrtir af Ísraelsher og enn fleiri verið særðir. „Haniyeh lagði sig allan fram í friðarumleitunum í því skyni að stöðva mætti blóðbaðið á Gaza. Nú hefur hann fallið fyrir hendi þeirra sem vilja ekki varanlegt vopnahlé, vilja ekki réttlátan frið, og ætla ekkert að sætta sig við minna en yfirráð yfir allri sögulegri Palestínu, frá ánni Jórdan til Miðjarðarhafs. Dauði Haniyeh er mikið áfall fyrir friðarumleitanir á svæðinu. Hann var glæsilegur forystumaður sem hreif fólk með sér. En eins og segir í yfirlýsingu Hamas í morgun: „Morðið á Haniyeh mun aðeins efla okkar styrk“.“ segir í færslu Sveins.
Átök í Ísrael og Palestínu Íran Palestína Ísrael Mest lesið Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Fleiri fréttir Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Sjá meira