Kanada komst áfram þrátt fyrir að missa sex stig vegna njósnaskandalsins Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 31. júlí 2024 21:18 Leikmenn kanadíska kvennalandsliðsins í fótbolta fagna sigurmarki Vanessu Gilles gegn Kólumbíu. getty/Marc Atkins Riðlakeppni fótboltakeppni kvenna á Ólympíuleikunum lauk í dag. Þrátt fyrir að hafa misst sex stig vegna njósnaskandalsins komst Kanada áfram í átta liða úrslit. Cloe Eyja Lacasse var í byrjunarliði Kanada sem sigraði Kólumbíu, 0-1. Vanessa Gilles, leikmaður Lyon, skoraði markið eftir rúmlega klukkutíma. Kanada vann alla leiki sína í A-riðlinum en endaði samt með þrjú stig í 2. sæti hans. Sex stig voru dregin af liðinu eftir að upp komst að starfsmenn þess höfðu njósnað um æfingu Nýja-Sjálands með dróna. Frakkland, sem sigraði Nýja-Sjáland með tveimur mörkum gegn einu, vann riðilinn með sex stig. Kólumbía endaði í 3. sæti en komst samt áfram. Liðið var með besta árangur liðanna í 3. sæti riðlanna. Marie-Antoinette Katoto skoraði bæði mörk Frakka og er markahæst á Ólympíuleikunum með fimm mörk. Kate Taylor gerði mark Ný-Sjálendinga. Rodman á skotskónum Bandaríkin unnu B-riðilinn með fullu húsi stiga en þær sigruðu Ástralíu, 1-2. Trinity Rodman og Korbin Albert skoruðu mörk bandaríska liðsins en Alanna Kennedy gerði mark þess ástralska sem endaði í 3. sæti B-riðils og situr eftir. Þýskaland vann öruggan sigur á Sambíu, 1-4, og endaði í 2. sæti riðilsins. Lea Schuller skoraði tvö mörk fyrir Þjóðverja og Klara Buhl og Elisa Senss sitt markið hvor. Barbra Banda skoraði mark Sambíu en hún gerði fjögur mörk í riðlakeppninni. Sambíska liðið lauk samt keppni án stiga. Marta sá rautt Heimsmeistarar Spánar sigruðu Brasilíu, 0-2, og unnu C-riðilinn með fullu húsi. Ofurstjarnan Marta var rekin af velli í uppbótartíma fyrri hálfleiks og Spánverjar gengu á lagið í þeim seinni. Athenea del Castillo kom spænska liðinu yfir á 68. mínútu og Alexia Putellas gulltryggði svo sigurinn þegar hún skoraði er sautján mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma. Brasilía endaði í 3. sæti C-riðilsins en komst samt áfram í átta liða úrslit. Brasilíska liðið verður samt án Mörtu í leiknum gegn því franska. Maika Hamano, Mina Tanaka og Hikaru Kitagawa skoruðu mörk Japans í 3-1 sigri á Nígeríu. Japanska liðið lenti í 2. sæti C-riðils en það nígeríska í því fjórða og síðasta. Onyi Echegini skoraði mark Nígeríu. Átta liða úrslitin á Ólympíuleikunum 3. ágúst: Bandaríkin - Japan 3. ágúst: Spánn - Kólumbía 4. ágúst: Kanada - Þýskaland 4. ágúst: Frakkland - Brasilía Fótbolti Ólympíuleikar 2024 í París Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Sport Tímabært að breyta til Handbolti Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Sport Tólf leikmenn komnir til KR Íslenski boltinn Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Fótbolti Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Fleiri fréttir Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Tólf leikmenn komnir til KR Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool Geir fer aftur í Vesturbæinn Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Dagur Dan og félagar í undanúrslit eftir sigur á liðinu sem stoppaði Messi „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ FH-ingar kynntu Birki og Braga „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Atli og Eiður í KR Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Framarar sótt fjóra bita í næstu deild „Hefurðu enga sómakennd?“ Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Sjá meira
Cloe Eyja Lacasse var í byrjunarliði Kanada sem sigraði Kólumbíu, 0-1. Vanessa Gilles, leikmaður Lyon, skoraði markið eftir rúmlega klukkutíma. Kanada vann alla leiki sína í A-riðlinum en endaði samt með þrjú stig í 2. sæti hans. Sex stig voru dregin af liðinu eftir að upp komst að starfsmenn þess höfðu njósnað um æfingu Nýja-Sjálands með dróna. Frakkland, sem sigraði Nýja-Sjáland með tveimur mörkum gegn einu, vann riðilinn með sex stig. Kólumbía endaði í 3. sæti en komst samt áfram. Liðið var með besta árangur liðanna í 3. sæti riðlanna. Marie-Antoinette Katoto skoraði bæði mörk Frakka og er markahæst á Ólympíuleikunum með fimm mörk. Kate Taylor gerði mark Ný-Sjálendinga. Rodman á skotskónum Bandaríkin unnu B-riðilinn með fullu húsi stiga en þær sigruðu Ástralíu, 1-2. Trinity Rodman og Korbin Albert skoruðu mörk bandaríska liðsins en Alanna Kennedy gerði mark þess ástralska sem endaði í 3. sæti B-riðils og situr eftir. Þýskaland vann öruggan sigur á Sambíu, 1-4, og endaði í 2. sæti riðilsins. Lea Schuller skoraði tvö mörk fyrir Þjóðverja og Klara Buhl og Elisa Senss sitt markið hvor. Barbra Banda skoraði mark Sambíu en hún gerði fjögur mörk í riðlakeppninni. Sambíska liðið lauk samt keppni án stiga. Marta sá rautt Heimsmeistarar Spánar sigruðu Brasilíu, 0-2, og unnu C-riðilinn með fullu húsi. Ofurstjarnan Marta var rekin af velli í uppbótartíma fyrri hálfleiks og Spánverjar gengu á lagið í þeim seinni. Athenea del Castillo kom spænska liðinu yfir á 68. mínútu og Alexia Putellas gulltryggði svo sigurinn þegar hún skoraði er sautján mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma. Brasilía endaði í 3. sæti C-riðilsins en komst samt áfram í átta liða úrslit. Brasilíska liðið verður samt án Mörtu í leiknum gegn því franska. Maika Hamano, Mina Tanaka og Hikaru Kitagawa skoruðu mörk Japans í 3-1 sigri á Nígeríu. Japanska liðið lenti í 2. sæti C-riðils en það nígeríska í því fjórða og síðasta. Onyi Echegini skoraði mark Nígeríu. Átta liða úrslitin á Ólympíuleikunum 3. ágúst: Bandaríkin - Japan 3. ágúst: Spánn - Kólumbía 4. ágúst: Kanada - Þýskaland 4. ágúst: Frakkland - Brasilía
3. ágúst: Bandaríkin - Japan 3. ágúst: Spánn - Kólumbía 4. ágúst: Kanada - Þýskaland 4. ágúst: Frakkland - Brasilía
Fótbolti Ólympíuleikar 2024 í París Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Sport Tímabært að breyta til Handbolti Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Sport Tólf leikmenn komnir til KR Íslenski boltinn Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Fótbolti Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Fleiri fréttir Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Tólf leikmenn komnir til KR Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool Geir fer aftur í Vesturbæinn Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Dagur Dan og félagar í undanúrslit eftir sigur á liðinu sem stoppaði Messi „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ FH-ingar kynntu Birki og Braga „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Atli og Eiður í KR Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Framarar sótt fjóra bita í næstu deild „Hefurðu enga sómakennd?“ Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Sjá meira