Ólympíunefndin skýtur föstum skotum á hnefaleikasambandið Ólafur Björn Sverrisson skrifar 1. ágúst 2024 22:07 Hin ítalska Carini hætti keppni eftir tvö högg frá Khelif í dag. getty Alþjóðaólympíunefndin (IOC) hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem nefndir harmar þá umræðu og svívirðingar sem hafa flogið eftir að hin alsírska Imane Khelif vann einvígi í hnefaleikum á Ólympíuleikum í dag. Khelif bar sigur úr býtum í kvennaflokki gegn hinni ítölsku Angela Carini, sem bað um að bardaginn yrði stöðvaður eftir aðeins tvö högg, þegar 46 sekúndur voru liðnar. Í kjölfarið fóru af stað miklar umræður um þátttöku Khelif. Alþjóðahnefaleikasambandið (IBA) meinaði henni þáttöku á heimsmeistaramótinu í boxi eftir að of mikið testósetrón mældist í líkama hennar að mati IBA. Hún má hins vegar enn taka þátt í Ólympíuleikunum. Á síðustu leikum í Tókýó árið 2021 féll hún úr keppni í 8-manna úrslitum. Sömuleiðis var hinni taívönsku Lin Yu‑ting meinuð þátttaka af IBA þegar nokkuð var liðið á mótið, en í hennar líkama mældist sömuleiðis of mikið magn testósteróns. „Hver manneskja á rétt á að stunda sína íþrótt án mismununar,“ segir í upphafi yfirlýsingar Ólympíunefndarinnar. Allir keppendur í boxi á ólympíuleikum hafi uppfyllt öll skilyrði til þess að taka þátt, samkvæmt reglum sem boxnefnd Ólympíuleikanna í París (PBU) hafi sett, þar sem kyn og aldur keppenda miðast við það sem fram kemur á vegabréfi. Joint Paris 2024 Boxing Unit/IOC Statementhttps://t.co/22yVzxFuLd pic.twitter.com/fZvgsW8OOi— IOC MEDIA (@iocmedia) August 1, 2024 Einhliða ákvörðun um brottvísun „Þessir tveir íþróttamenn (Khelif og Yu-ting) máttu þola afleiðingar skyndilegrar og tilviljanakenndrar ákvörðunar hnefaleikasambandsins, þegar heimsmeistaramótið 2023 var langt komið, þegar þeim var vísað úr keppni án viðeigandi verklags,“ segir í tilkynningunni. Ákvörðun Alþjóðahnefaleikasambandsins hafi verið tekin einhliða af framkvæmdastjóra keppninnar og aðalritara, og stjórnin samþykkt hana eftir á. „Sá yfirgangur sem þessir tveir íþróttamenn þurfa nú að þola byggist aðeins á þessari tilviljanakenndu ákvörðun, sem var tekin án viðeigandi verklags - sérstaklega í ljósi þess að þessir íþróttamenn hafa keppt í fremstu röð í mörg ár. Slík nálgun samræmist ekki góðum stjórnunarháttum. Þáttökuskilyrðum skal ekki breyta á meðan mót er í gangi, og hver reglubreyting skal gerð eftir viðeigandi ferli og byggð á vísindalegum grunni.“ Verði að koma sér saman um regluverk Þá kveðst ólympíunefndin staðráðin í að vernda mannréttindi allra íþróttamanna og harmar yfirganginn sem þau Khelif og Yu-ting hafi mátt þola. Ólympíunefndin hafi tekið ákvörðun um að viðurkenna ekki Alþjóðahnefaleikasambandið árið 2023, eftir að hafa vísað sambandinu úr nefndinni árið 2019. Sú ákvörðun hafi fengist staðfest af Alþjóðaíþróttadómstólnum. Loks segir að boxsambönd heims verði að koma sér saman um regluverk fyrir næstu ólympíuleika, eigi box að vera áfram á leikunum. Box Ólympíuleikar 2024 í París Mest lesið Hópurinn gegn Grikkjum: Nítján ára nýliði í markinu Handbolti Rauðu djöflarnir verja ekki bikarinn Enski boltinn Ung skíðaskotfimikona lömuð eftir slys á æfingu Sport Tilkynnti að hún væri hætt í hjartnæmu viðtali Handbolti Draumaprinsinn Benoný: „Kannski sá besti hérna í að klára færin“ Enski boltinn Bjóða skaðabætur vegna þess að hitt liðið var án Messi Fótbolti Píla festist í fæti keppanda Sport Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Körfubolti Uppgjörið: Stjarnan - Fram 25-31 | Fram bikarmeistari Handbolti Dóttirin líkamssmánuð: „Þetta eru meiri trúðarnir“ Sport Fleiri fréttir Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst „Urðum okkur sjálfum til skammar“ Breyttist í Messi þegar það vantaði Messi Nottingham Forest vann aftur eftir vítakeppni Juventus nálgast titilbaráttuna óðfluga Aflýstu leik í spænsku deildinni vegna flóðahættu Martin og félagar gulir og glaðir þriðja leikinn í röð Svo nálægt fyrsta sigrinum síðan í ágúst Vinícius Júnior vill nýjan Real Madrid samning strax Fanney Inga og félagar unnu stórsigur í sænska bikarnum Réð son sinn sem forseta félagsins Björn Daníel tryggði FH jafntefli á móti norska úrvalsdeildarfélaginu Man. United má ekki nota unga framherjann sinn í Evrópudeildinni Erlingur tekur aftur við Eyjaliðinu „Niðurdrepandi og leiðinlegar fréttir“ Butler gleymdi að mála og greiða leiguna Dóttirin líkamssmánuð: „Þetta eru meiri trúðarnir“ Thomsen mættur aftur í íslenska boltann Hópurinn gegn Grikkjum: Nítján ára nýliði í markinu Svona var blaðamannafundur Snorra Littler var reiður: „Tap Man. Utd kveikti á mér“ Meistarar mætast í bikarnum Ung skíðaskotfimikona lömuð eftir slys á æfingu Amorim: „Ég er ekki barnalegur“ Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Efnilegur leikmaður lést í bílslysi Bitinn og klóraður af ketti nágrannans Einn sá allra besti á Íslandi samdi við sænsku meistarana Ómetanleg vinátta: „Við munum lifa á þessu vel og lengi“ Kvartar undan boltanum eftir tuttugu skot framhjá Sjá meira
Khelif bar sigur úr býtum í kvennaflokki gegn hinni ítölsku Angela Carini, sem bað um að bardaginn yrði stöðvaður eftir aðeins tvö högg, þegar 46 sekúndur voru liðnar. Í kjölfarið fóru af stað miklar umræður um þátttöku Khelif. Alþjóðahnefaleikasambandið (IBA) meinaði henni þáttöku á heimsmeistaramótinu í boxi eftir að of mikið testósetrón mældist í líkama hennar að mati IBA. Hún má hins vegar enn taka þátt í Ólympíuleikunum. Á síðustu leikum í Tókýó árið 2021 féll hún úr keppni í 8-manna úrslitum. Sömuleiðis var hinni taívönsku Lin Yu‑ting meinuð þátttaka af IBA þegar nokkuð var liðið á mótið, en í hennar líkama mældist sömuleiðis of mikið magn testósteróns. „Hver manneskja á rétt á að stunda sína íþrótt án mismununar,“ segir í upphafi yfirlýsingar Ólympíunefndarinnar. Allir keppendur í boxi á ólympíuleikum hafi uppfyllt öll skilyrði til þess að taka þátt, samkvæmt reglum sem boxnefnd Ólympíuleikanna í París (PBU) hafi sett, þar sem kyn og aldur keppenda miðast við það sem fram kemur á vegabréfi. Joint Paris 2024 Boxing Unit/IOC Statementhttps://t.co/22yVzxFuLd pic.twitter.com/fZvgsW8OOi— IOC MEDIA (@iocmedia) August 1, 2024 Einhliða ákvörðun um brottvísun „Þessir tveir íþróttamenn (Khelif og Yu-ting) máttu þola afleiðingar skyndilegrar og tilviljanakenndrar ákvörðunar hnefaleikasambandsins, þegar heimsmeistaramótið 2023 var langt komið, þegar þeim var vísað úr keppni án viðeigandi verklags,“ segir í tilkynningunni. Ákvörðun Alþjóðahnefaleikasambandsins hafi verið tekin einhliða af framkvæmdastjóra keppninnar og aðalritara, og stjórnin samþykkt hana eftir á. „Sá yfirgangur sem þessir tveir íþróttamenn þurfa nú að þola byggist aðeins á þessari tilviljanakenndu ákvörðun, sem var tekin án viðeigandi verklags - sérstaklega í ljósi þess að þessir íþróttamenn hafa keppt í fremstu röð í mörg ár. Slík nálgun samræmist ekki góðum stjórnunarháttum. Þáttökuskilyrðum skal ekki breyta á meðan mót er í gangi, og hver reglubreyting skal gerð eftir viðeigandi ferli og byggð á vísindalegum grunni.“ Verði að koma sér saman um regluverk Þá kveðst ólympíunefndin staðráðin í að vernda mannréttindi allra íþróttamanna og harmar yfirganginn sem þau Khelif og Yu-ting hafi mátt þola. Ólympíunefndin hafi tekið ákvörðun um að viðurkenna ekki Alþjóðahnefaleikasambandið árið 2023, eftir að hafa vísað sambandinu úr nefndinni árið 2019. Sú ákvörðun hafi fengist staðfest af Alþjóðaíþróttadómstólnum. Loks segir að boxsambönd heims verði að koma sér saman um regluverk fyrir næstu ólympíuleika, eigi box að vera áfram á leikunum.
Box Ólympíuleikar 2024 í París Mest lesið Hópurinn gegn Grikkjum: Nítján ára nýliði í markinu Handbolti Rauðu djöflarnir verja ekki bikarinn Enski boltinn Ung skíðaskotfimikona lömuð eftir slys á æfingu Sport Tilkynnti að hún væri hætt í hjartnæmu viðtali Handbolti Draumaprinsinn Benoný: „Kannski sá besti hérna í að klára færin“ Enski boltinn Bjóða skaðabætur vegna þess að hitt liðið var án Messi Fótbolti Píla festist í fæti keppanda Sport Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Körfubolti Uppgjörið: Stjarnan - Fram 25-31 | Fram bikarmeistari Handbolti Dóttirin líkamssmánuð: „Þetta eru meiri trúðarnir“ Sport Fleiri fréttir Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst „Urðum okkur sjálfum til skammar“ Breyttist í Messi þegar það vantaði Messi Nottingham Forest vann aftur eftir vítakeppni Juventus nálgast titilbaráttuna óðfluga Aflýstu leik í spænsku deildinni vegna flóðahættu Martin og félagar gulir og glaðir þriðja leikinn í röð Svo nálægt fyrsta sigrinum síðan í ágúst Vinícius Júnior vill nýjan Real Madrid samning strax Fanney Inga og félagar unnu stórsigur í sænska bikarnum Réð son sinn sem forseta félagsins Björn Daníel tryggði FH jafntefli á móti norska úrvalsdeildarfélaginu Man. United má ekki nota unga framherjann sinn í Evrópudeildinni Erlingur tekur aftur við Eyjaliðinu „Niðurdrepandi og leiðinlegar fréttir“ Butler gleymdi að mála og greiða leiguna Dóttirin líkamssmánuð: „Þetta eru meiri trúðarnir“ Thomsen mættur aftur í íslenska boltann Hópurinn gegn Grikkjum: Nítján ára nýliði í markinu Svona var blaðamannafundur Snorra Littler var reiður: „Tap Man. Utd kveikti á mér“ Meistarar mætast í bikarnum Ung skíðaskotfimikona lömuð eftir slys á æfingu Amorim: „Ég er ekki barnalegur“ Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Efnilegur leikmaður lést í bílslysi Bitinn og klóraður af ketti nágrannans Einn sá allra besti á Íslandi samdi við sænsku meistarana Ómetanleg vinátta: „Við munum lifa á þessu vel og lengi“ Kvartar undan boltanum eftir tuttugu skot framhjá Sjá meira