Ætla að ameríkuvæða „Húsafellshelluna“ á þessum heimsleikum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 2. ágúst 2024 08:30 Keppendur þurfa að burðast með sandpokann ákveðna vegalengd og það getur reynt verulega á. Hér má sjá nýja sandpokann sem heitir Happy Star eða Ánægða stjarnan. @thedavecastro/@crossfitgames Það styttist í heimsleikana í CrossFit og að venju hafa lekið út upplýsingar um hvaða og hvernig greinar bíða besta CrossFit fólks heims í baráttunni um heimsmeistaratitilinn í ár. Leikarnir færa sig nú suður til Texas fylkis eftir að hafa verið haldnir í Madison i Wisconsin fylki undanfarin ár. Nýr sandpoki í ár Dave Castro, íþróttastjóri heimsleikanna, gaf það út á dögunum að það verði notaður nýr sandpoki á þessum heimsleikum. Pokann þurfa keppendur að burðast með ákveðna vegalengd og hann verður notaður í sjöttu grein leikanna. Í grein sex eiga keppendur að spretta, hvíla og svo hlaupa 1600 metra og þessi keppni verður utanhúss á Farrington Field á föstudagskvöldinu. Það er ekki ljóst hvernig sandpokinn kemur við sögu en hann gæti vissulega gert keppendum lífið leitt. Skiptu Húsafellshellunni út Það er aftur á móti komið í ljós að það er búið að skipta Húsafellshellunni út. Það er í raun búið að ameríkuvæða „Húsafellshelluna“ á þessum heimsleikum. Í fyrra var notaður sandpoki sem var eftirmynd af hinni frægu Húsafellshellu. Að þessu sinni munu keppendur burðast með svipaða sandpoka en hann verður í líki Texas stjörnunnar í tilefni að því að heimsleikarnir eru nú haldnir í Forth Worth í Texas. Húsafellshellan er steinn við Húsafell sem vegur 186 kíló og er líklegast frægasti aflraunasteinn í heimi. Eftirlíkingar af steininum notaðar víða í aflraunakeppnum erlendis og hann var meira að segja búinn að komast að á heimsleikunum en þó í gerði sandpokans. Heppnaðist mjög vel í fyrra Greinin með „Húsafellshelluna“ heppnaðist frábærlega í Madison og var hápunktur leikanna fyrir framan þinghúsið. Nú verður fróðlegt að sjá hvort að Hamingjustjarnan eða „The Happy Star“ á ensku komi eins vel út og „Húsafellshellan“. View this post on Instagram A post shared by Morning Chalk Up (@morningchalkup) CrossFit Mest lesið Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann Enski boltinn „Ef einhver segir að hann viti eitthvað þá er hann að ljúga“ Enski boltinn Real Madrid áfram eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti Lýsandi talaði um að Trump vildi eignast Ísland Körfubolti Aston Villa og Arsenal fóru bæði örugglega áfram Fótbolti „Við endum í þessu þriðja sæti og þannig er bara lífið“ Handbolti Uppgjör: Fram-Haukar 26-23 | Hefndu fyrir tap í bikarúrslitaleiknum Handbolti Helena Ósk tryggði Valskonum sæti í undanúrslitunum Íslenski boltinn Tinna Guðrún: Þetta er ógeðslega gaman Körfubolti „Finnst við hafa sýnt hversu góðir við erum“ Handbolti Fleiri fréttir Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann „Ef einhver segir að hann viti eitthvað þá er hann að ljúga“ Real Madrid áfram eftir vítaspyrnukeppni Aston Villa og Arsenal fóru bæði örugglega áfram „Við endum í þessu þriðja sæti og þannig er bara lífið“ Helena Ósk tryggði Valskonum sæti í undanúrslitunum Tinna Guðrún: Þetta er ógeðslega gaman Gróttukonur gerðu aftur góða ferð á Selfoss Uppgjör: Fram-Haukar 26-23 | Hefndu fyrir tap í bikarúrslitaleiknum Áttundi sigurleikur Njarðvíkurkvenna í röð Hákon nálægt því að skora og leggja upp en úti er ævintýri „Frábært að fá fleiri gaura inn í systemið“ Tryggvi komst í kvöld í undanúrslit Evrópubikarsins „Finnst við hafa sýnt hversu góðir við erum“ Hálfleiksræða Dags kveikti á króatíska liðinu Uppgjör, myndir og viðtöl: Haukar - Þór Ak. 97-73 | Haukar deildarmeistari í Bónus deild kvenna Ronaldo dregur forsetaframboð sitt til baka Gísli og Ómar gerðir útlægir vegna skautasýningar Uppgjörið: Grikkland - Ísland 25-34 | Sannfærandi hjá strákaunum okkar þrátt fyrir forföll Orri leiðtogi nýrrar gullkynslóðar KR á flesta í U21-hópi Íslands Lýsandi talaði um að Trump vildi eignast Ísland Þjálfari Martins látinn fjúka Forseti PSG spjallaði við van Dijk eftir leik | Á leið til Parísar? Ljónin staðfesta komu Hauks rétt fyrir landsleik „Það dugar yfirleitt til að spila handboltaleik“ Ómögulegt fyrir Arnar að velja Gylfa Orri nýr fyrirliði Íslands Aron Einar og Lúkas í fyrsta hópi Arnars Svona var fyrsti blaðamannafundur Arnars Sjá meira
Leikarnir færa sig nú suður til Texas fylkis eftir að hafa verið haldnir í Madison i Wisconsin fylki undanfarin ár. Nýr sandpoki í ár Dave Castro, íþróttastjóri heimsleikanna, gaf það út á dögunum að það verði notaður nýr sandpoki á þessum heimsleikum. Pokann þurfa keppendur að burðast með ákveðna vegalengd og hann verður notaður í sjöttu grein leikanna. Í grein sex eiga keppendur að spretta, hvíla og svo hlaupa 1600 metra og þessi keppni verður utanhúss á Farrington Field á föstudagskvöldinu. Það er ekki ljóst hvernig sandpokinn kemur við sögu en hann gæti vissulega gert keppendum lífið leitt. Skiptu Húsafellshellunni út Það er aftur á móti komið í ljós að það er búið að skipta Húsafellshellunni út. Það er í raun búið að ameríkuvæða „Húsafellshelluna“ á þessum heimsleikum. Í fyrra var notaður sandpoki sem var eftirmynd af hinni frægu Húsafellshellu. Að þessu sinni munu keppendur burðast með svipaða sandpoka en hann verður í líki Texas stjörnunnar í tilefni að því að heimsleikarnir eru nú haldnir í Forth Worth í Texas. Húsafellshellan er steinn við Húsafell sem vegur 186 kíló og er líklegast frægasti aflraunasteinn í heimi. Eftirlíkingar af steininum notaðar víða í aflraunakeppnum erlendis og hann var meira að segja búinn að komast að á heimsleikunum en þó í gerði sandpokans. Heppnaðist mjög vel í fyrra Greinin með „Húsafellshelluna“ heppnaðist frábærlega í Madison og var hápunktur leikanna fyrir framan þinghúsið. Nú verður fróðlegt að sjá hvort að Hamingjustjarnan eða „The Happy Star“ á ensku komi eins vel út og „Húsafellshellan“. View this post on Instagram A post shared by Morning Chalk Up (@morningchalkup)
CrossFit Mest lesið Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann Enski boltinn „Ef einhver segir að hann viti eitthvað þá er hann að ljúga“ Enski boltinn Real Madrid áfram eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti Lýsandi talaði um að Trump vildi eignast Ísland Körfubolti Aston Villa og Arsenal fóru bæði örugglega áfram Fótbolti „Við endum í þessu þriðja sæti og þannig er bara lífið“ Handbolti Uppgjör: Fram-Haukar 26-23 | Hefndu fyrir tap í bikarúrslitaleiknum Handbolti Helena Ósk tryggði Valskonum sæti í undanúrslitunum Íslenski boltinn Tinna Guðrún: Þetta er ógeðslega gaman Körfubolti „Finnst við hafa sýnt hversu góðir við erum“ Handbolti Fleiri fréttir Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann „Ef einhver segir að hann viti eitthvað þá er hann að ljúga“ Real Madrid áfram eftir vítaspyrnukeppni Aston Villa og Arsenal fóru bæði örugglega áfram „Við endum í þessu þriðja sæti og þannig er bara lífið“ Helena Ósk tryggði Valskonum sæti í undanúrslitunum Tinna Guðrún: Þetta er ógeðslega gaman Gróttukonur gerðu aftur góða ferð á Selfoss Uppgjör: Fram-Haukar 26-23 | Hefndu fyrir tap í bikarúrslitaleiknum Áttundi sigurleikur Njarðvíkurkvenna í röð Hákon nálægt því að skora og leggja upp en úti er ævintýri „Frábært að fá fleiri gaura inn í systemið“ Tryggvi komst í kvöld í undanúrslit Evrópubikarsins „Finnst við hafa sýnt hversu góðir við erum“ Hálfleiksræða Dags kveikti á króatíska liðinu Uppgjör, myndir og viðtöl: Haukar - Þór Ak. 97-73 | Haukar deildarmeistari í Bónus deild kvenna Ronaldo dregur forsetaframboð sitt til baka Gísli og Ómar gerðir útlægir vegna skautasýningar Uppgjörið: Grikkland - Ísland 25-34 | Sannfærandi hjá strákaunum okkar þrátt fyrir forföll Orri leiðtogi nýrrar gullkynslóðar KR á flesta í U21-hópi Íslands Lýsandi talaði um að Trump vildi eignast Ísland Þjálfari Martins látinn fjúka Forseti PSG spjallaði við van Dijk eftir leik | Á leið til Parísar? Ljónin staðfesta komu Hauks rétt fyrir landsleik „Það dugar yfirleitt til að spila handboltaleik“ Ómögulegt fyrir Arnar að velja Gylfa Orri nýr fyrirliði Íslands Aron Einar og Lúkas í fyrsta hópi Arnars Svona var fyrsti blaðamannafundur Arnars Sjá meira