Vildu að Navalní yrði hluti af fangaskiptunum sögulegu Kjartan Kjartansson skrifar 2. ágúst 2024 09:36 Evan Gershkovich faðmar móður sína, Ellu Milman, á meðan Joe Biden Bandaríkjaforseti stendur álengdar á Andrews-herflugvellinum í gærkvöldi. AP/Manuel Balce Ceneta Þrír Bandaríkjamenn sem losnuðu úr rússneskri prísund í sögulegum fangaskiptum lentu í heimalandinu í gærkvöldi. Þjóðaröryggisráðgjafi Bandaríkjaforseti segir að viðræður hafi verið um að Alexei Navalní yrði frelsaður í skiptunum áður en hann lést skyndilega. Fangaskiptin í gær eru þau umfangsmestu á milli Rússlands og vestrænna ríkja frá lokum kalda stríðsins. Sextán fangar í rússneskum fangelsum fengu þá frelsi í skiptum fyrir átta Rússa sem sátu í fangelsum í Bandaríkjunum og Evrópu. Skiptin fóru fram í Tyrklandi en þarlend stjórnvöld eru sögð hafa átt milligöngu um þau. Á meðal þeirra sem var sleppt voru Evan Gershkovich, blaðamaður Wall Street Journal, sem var handtekinn í fyrra og síðar dæmdur fyrir njósnir í Rússlandi. Hann lenti ásamt Paul Whelan, fyrrverandi sjóliða sem hafði verið í haldi frá 2018, og Alsu Kurmashevu, rússneskum-bandarískum blaðamanni, á Andrews-herflugvellinum í Maryland í Bandaríkjunum í gærkvöldi. Joe Biden Bandaríkjaforseti og Kamala Harris, varaforseti, tóku á móti þremenningunum ásamt fjölskyldum þeirra á flugvellinum. Fagnaðarfundir urðu á flugbrautinni. Þremenningarnir tóku myndir með fjölskyldu og vinum og föðmuðu Biden og Harris, að sögn AP-fréttastofunnar. Til stóð að færa þau til læknisskoðunar í kjölfarið, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Paul Whelan, sem hafði dúsað í sex ár í Rússlandi, veifar til fólks á meðan Kamala Harris varaforseti fylgist með.AP/Alex Brandon Hélt að hann dæi í fangelsi Á meðal annarra sem hlutu frelsi sitt í gær var Vladímír Kara-Murza, rússneskur andófsmaður sem afplánaði tuttugu og fimm ára fangelsisdóm fyrir meint landráð í Rússland. Í myndbandi sem Biden birti á samfélagsmiðlum af því þegar hann hringdi, umkringdur fjölskyldunum, í frelsuðu fangana þegar þeir voru á leið í flugvél heim heyrist Kara-Murza segja að engin orð fengju reynslu hans lýst. „Ég var viss um að ég ætti eftir að deyja í fangelsi því ég trúi ekki því sem er að gerast. Ég held að ég sé ennþá sofandi í fangaklefanum mínum í Omsk í staðinn fyrir að heyra röddina í ykkur,“ sagði Kara-Murza og þakkaði Biden fyrir að bjarga lífum fanganna sem var sleppt. „Við ætlum að hitta ykkur á Andrews [flugvellinum]. Ekki láta eins og þú þekkir okkur ekki,“ sagði Biden í léttum dúr. Every parent, child, spouse, and loved one who joined me in the Oval Office today has been praying for this day for a long time. In just a few short hours when our fellow Americans return home, those prayers will be answered. pic.twitter.com/2xglu30HE9— President Biden (@POTUS) August 2, 2024 Ekki voru allir eins heppnir. Jake Sullivan, þjóðaröryggisráðgjafi Biden, staðfesti í gær að viðræður hefðu verið um að fá Alexei Navalní, einn helsta leiðtoga rússnesku stjórnarandstöðunnar, lausan í fangaskiptunum áður en hann lést við grunsamlegar aðstæður í rússnesku fangelsi í febrúar. Júlía Navalnaja, ekkja Alexei, fagnaði engu að síður fangaskiptunum og sagði þau mikið gleðiefni. Alsu Kurmasheva faðmar dætur sínar og eiginmann við komuna til Bandaríkjanna. Stjórnvöld í Kreml sakfelldu hana fyrir að dreifa meintum röngum upplýsingum um herinn.AP/Alex Brandon Lögðu allt kapp á að fá morðingja frá Þýskalandi Á meðan vestræn ríki fengu blaðamenn og andófsfólk frelsað í fangaskiptunum lögðu rússnesk stjórnvöld sérstaka áherslu á að fá Vadím Krasikov, sem myrti téténskan uppreisnarmann í almenningsgarði í Berlín um hábjartan dag, lausan. Vladímír Pútín forseti eru sagður hafa beitt sér persónulega fyrir hönd Krasikov sem er talinn hafa framið morðið að skipan rússnesku leyniþjónustunnar. Pútín tók á móti rússnesku föngunum átta á Vnukovo-flugvellinum í gær. Faðmaði hann fólkið að sér og hét því að sæma það allt heiðursorðum í framhaldinu. Aðrir sem Rússar fengu til baka voru Roman Seleznev sem sat í fangelsi fyrir tölvuárásir á bandaríska banka, hjón sem voru sökuð um njósnir í Slóveníu og rússneskur leyniþjónustumaður sem lést vera brasilískur fræðimaður í Tromsö í Noregi. Níu þeirra sextán sem Rússar létu laus í gær. Frá vintri efst: Vladímír Kara-Murza, Paul Whelan, Lilia Chanysheva, fv. starfsmaður samtaka Navalní, Miðröð frá vinstri: Andrei Pivovarov, fyrrverandi yfirmaður mannréttindasamtaka, Evan Gershkovich og Oleg Orlov, mannréttindafrömuður. Neðsta röð frá vinstri: Alsu Kurmasheva, Ilya Yashin, stjórnarandstæðingur, og Sasha Skochilenko, listakona.AP Undirstriki mikilvægi bandamanna og vina Biden lofaði þátt þýskra og slóvenskra stjórnvalda í að koma fangaskiptunum á koppinn. Það hafi verið diplómatískt þrekvirki að tryggja lausn fanganna. Sjálfur hafði hann sett fangaskiptin efst á lista þess sem hann vildi áorka í utanríkismálum áður en hann lætur af embætti í janúar, að sögn AP-fréttastofunnar. „Dagurinn í dag er áhrifamikið dæmi um hvers vegna það er lífsnauðsynlegt að eiga vini í þessum heimi,“ sagði Bandaríkjaforseti. Þó að stjórnvöld í Berlín hafi þurft að kyngja því að sleppa dæmdum launmorðingja eru nokkrir þeirra sem hlutu frelsi sitt í gær þýskir ríkisborgarar eða fólk með tvöfalt þýskt-rússneskt ríkisfang. Fangaskipti sem þessi eru ekki óumdeild. Gagnrýnendur segja þau gefa ríkjum eins og Rússlandi frekari hvata til þess að taka vestræna borgara í gíslingu og nota sem skiptimynt til að fá útsendara sína lausa. Stjórn Biden hefur á móti vísað til þess að Bandaríkjamönnum sem eru fangelsaðir á ólögmætan hátt hafi fækkað á sama tíma og samið hefur verið um lausn fleiri en sjötíu Bandaríkjamanna undanfarin ár. „Samningum sem þessum fylgja erfiðar ákvarðanir. Það er ekkert sem er mér mikilvægara en að verja Bandaríkjamann heima og erlendis,“ sagði Biden. Ekki eru heldur allir lausir allra mála þótt þeir sleppi úr rússneskum fangelsum. Í síðustu stóru fangaskiptum Rússlands og vestrænna ríkja árið 2010 var rússneski gagnnjósnarinn Sergei Skrípal. Útsendarar rússnesku leyniþjónustunnar reyndu að ráða hann af dögum með taugaeitri á Englandi árið 2018. Rússland Bandaríkin Mál Alexei Navalní Tengdar fréttir Umfangsmestu fangaskipti frá tímum kalda stríðsins Umfangsmestu fangaskipti Vesturlanda og Rússlands frá tímum kalda stríðsins áttu sér stað í dag, þegar skipts var á tuttugu og fjórum föngum. Rússar slepptu sextán úr haldi og átta manns var sleppt úr haldi frá fangelsum í Bandaríkjunum, Noregi, Þýskalandi, Póllandi og Slóveníu. Með þeim fylgdu tvö börn. 1. ágúst 2024 23:59 Umfangsmikil fangaskipti gætu verið á næsta leiti Merki eru um umfangsmikil fangaskipti á milli Rússlands og Hvíta-Rússlands annars vegar og Bandaríkjanna, Þýskalands og Slóveníu hins vegar. Hermt er að blaðamaður Wall Street Journal sem Rússar handtóku í fyrra verði hluti af skiptunum. 1. ágúst 2024 12:21 Þurfa ekki að rannsaka eiturtilræði við rússneskan andófsmann Dómstóll í Moskvu komst að þeirri niðurstöðu að rússneska rannsóknarlögreglan þurfi ekki að rannsaka tvær tilraunir til þess að ráða fangelsaðan stjórnarandstæðing af dögum í dag. Hann segir það lygi að lögregla hafi þegar rannsakað tilræðin. 21. maí 2024 15:46 Mest lesið „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent Vaktin: Opinbera nöfn gíslanna sem sleppt verður í dag Erlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Innlent Landið mest allt gult í dag Innlent Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum Innlent Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Fleiri fréttir Vaktin: Opinbera nöfn gíslanna sem sleppt verður í dag Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Segir miklar líkur á að Tiktok banni verði frestað Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Deila um ákvæði um fangaskipti Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Biden varar við fáveldi í Bandaríkjunum Sjá meira
Fangaskiptin í gær eru þau umfangsmestu á milli Rússlands og vestrænna ríkja frá lokum kalda stríðsins. Sextán fangar í rússneskum fangelsum fengu þá frelsi í skiptum fyrir átta Rússa sem sátu í fangelsum í Bandaríkjunum og Evrópu. Skiptin fóru fram í Tyrklandi en þarlend stjórnvöld eru sögð hafa átt milligöngu um þau. Á meðal þeirra sem var sleppt voru Evan Gershkovich, blaðamaður Wall Street Journal, sem var handtekinn í fyrra og síðar dæmdur fyrir njósnir í Rússlandi. Hann lenti ásamt Paul Whelan, fyrrverandi sjóliða sem hafði verið í haldi frá 2018, og Alsu Kurmashevu, rússneskum-bandarískum blaðamanni, á Andrews-herflugvellinum í Maryland í Bandaríkjunum í gærkvöldi. Joe Biden Bandaríkjaforseti og Kamala Harris, varaforseti, tóku á móti þremenningunum ásamt fjölskyldum þeirra á flugvellinum. Fagnaðarfundir urðu á flugbrautinni. Þremenningarnir tóku myndir með fjölskyldu og vinum og föðmuðu Biden og Harris, að sögn AP-fréttastofunnar. Til stóð að færa þau til læknisskoðunar í kjölfarið, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Paul Whelan, sem hafði dúsað í sex ár í Rússlandi, veifar til fólks á meðan Kamala Harris varaforseti fylgist með.AP/Alex Brandon Hélt að hann dæi í fangelsi Á meðal annarra sem hlutu frelsi sitt í gær var Vladímír Kara-Murza, rússneskur andófsmaður sem afplánaði tuttugu og fimm ára fangelsisdóm fyrir meint landráð í Rússland. Í myndbandi sem Biden birti á samfélagsmiðlum af því þegar hann hringdi, umkringdur fjölskyldunum, í frelsuðu fangana þegar þeir voru á leið í flugvél heim heyrist Kara-Murza segja að engin orð fengju reynslu hans lýst. „Ég var viss um að ég ætti eftir að deyja í fangelsi því ég trúi ekki því sem er að gerast. Ég held að ég sé ennþá sofandi í fangaklefanum mínum í Omsk í staðinn fyrir að heyra röddina í ykkur,“ sagði Kara-Murza og þakkaði Biden fyrir að bjarga lífum fanganna sem var sleppt. „Við ætlum að hitta ykkur á Andrews [flugvellinum]. Ekki láta eins og þú þekkir okkur ekki,“ sagði Biden í léttum dúr. Every parent, child, spouse, and loved one who joined me in the Oval Office today has been praying for this day for a long time. In just a few short hours when our fellow Americans return home, those prayers will be answered. pic.twitter.com/2xglu30HE9— President Biden (@POTUS) August 2, 2024 Ekki voru allir eins heppnir. Jake Sullivan, þjóðaröryggisráðgjafi Biden, staðfesti í gær að viðræður hefðu verið um að fá Alexei Navalní, einn helsta leiðtoga rússnesku stjórnarandstöðunnar, lausan í fangaskiptunum áður en hann lést við grunsamlegar aðstæður í rússnesku fangelsi í febrúar. Júlía Navalnaja, ekkja Alexei, fagnaði engu að síður fangaskiptunum og sagði þau mikið gleðiefni. Alsu Kurmasheva faðmar dætur sínar og eiginmann við komuna til Bandaríkjanna. Stjórnvöld í Kreml sakfelldu hana fyrir að dreifa meintum röngum upplýsingum um herinn.AP/Alex Brandon Lögðu allt kapp á að fá morðingja frá Þýskalandi Á meðan vestræn ríki fengu blaðamenn og andófsfólk frelsað í fangaskiptunum lögðu rússnesk stjórnvöld sérstaka áherslu á að fá Vadím Krasikov, sem myrti téténskan uppreisnarmann í almenningsgarði í Berlín um hábjartan dag, lausan. Vladímír Pútín forseti eru sagður hafa beitt sér persónulega fyrir hönd Krasikov sem er talinn hafa framið morðið að skipan rússnesku leyniþjónustunnar. Pútín tók á móti rússnesku föngunum átta á Vnukovo-flugvellinum í gær. Faðmaði hann fólkið að sér og hét því að sæma það allt heiðursorðum í framhaldinu. Aðrir sem Rússar fengu til baka voru Roman Seleznev sem sat í fangelsi fyrir tölvuárásir á bandaríska banka, hjón sem voru sökuð um njósnir í Slóveníu og rússneskur leyniþjónustumaður sem lést vera brasilískur fræðimaður í Tromsö í Noregi. Níu þeirra sextán sem Rússar létu laus í gær. Frá vintri efst: Vladímír Kara-Murza, Paul Whelan, Lilia Chanysheva, fv. starfsmaður samtaka Navalní, Miðröð frá vinstri: Andrei Pivovarov, fyrrverandi yfirmaður mannréttindasamtaka, Evan Gershkovich og Oleg Orlov, mannréttindafrömuður. Neðsta röð frá vinstri: Alsu Kurmasheva, Ilya Yashin, stjórnarandstæðingur, og Sasha Skochilenko, listakona.AP Undirstriki mikilvægi bandamanna og vina Biden lofaði þátt þýskra og slóvenskra stjórnvalda í að koma fangaskiptunum á koppinn. Það hafi verið diplómatískt þrekvirki að tryggja lausn fanganna. Sjálfur hafði hann sett fangaskiptin efst á lista þess sem hann vildi áorka í utanríkismálum áður en hann lætur af embætti í janúar, að sögn AP-fréttastofunnar. „Dagurinn í dag er áhrifamikið dæmi um hvers vegna það er lífsnauðsynlegt að eiga vini í þessum heimi,“ sagði Bandaríkjaforseti. Þó að stjórnvöld í Berlín hafi þurft að kyngja því að sleppa dæmdum launmorðingja eru nokkrir þeirra sem hlutu frelsi sitt í gær þýskir ríkisborgarar eða fólk með tvöfalt þýskt-rússneskt ríkisfang. Fangaskipti sem þessi eru ekki óumdeild. Gagnrýnendur segja þau gefa ríkjum eins og Rússlandi frekari hvata til þess að taka vestræna borgara í gíslingu og nota sem skiptimynt til að fá útsendara sína lausa. Stjórn Biden hefur á móti vísað til þess að Bandaríkjamönnum sem eru fangelsaðir á ólögmætan hátt hafi fækkað á sama tíma og samið hefur verið um lausn fleiri en sjötíu Bandaríkjamanna undanfarin ár. „Samningum sem þessum fylgja erfiðar ákvarðanir. Það er ekkert sem er mér mikilvægara en að verja Bandaríkjamann heima og erlendis,“ sagði Biden. Ekki eru heldur allir lausir allra mála þótt þeir sleppi úr rússneskum fangelsum. Í síðustu stóru fangaskiptum Rússlands og vestrænna ríkja árið 2010 var rússneski gagnnjósnarinn Sergei Skrípal. Útsendarar rússnesku leyniþjónustunnar reyndu að ráða hann af dögum með taugaeitri á Englandi árið 2018.
Rússland Bandaríkin Mál Alexei Navalní Tengdar fréttir Umfangsmestu fangaskipti frá tímum kalda stríðsins Umfangsmestu fangaskipti Vesturlanda og Rússlands frá tímum kalda stríðsins áttu sér stað í dag, þegar skipts var á tuttugu og fjórum föngum. Rússar slepptu sextán úr haldi og átta manns var sleppt úr haldi frá fangelsum í Bandaríkjunum, Noregi, Þýskalandi, Póllandi og Slóveníu. Með þeim fylgdu tvö börn. 1. ágúst 2024 23:59 Umfangsmikil fangaskipti gætu verið á næsta leiti Merki eru um umfangsmikil fangaskipti á milli Rússlands og Hvíta-Rússlands annars vegar og Bandaríkjanna, Þýskalands og Slóveníu hins vegar. Hermt er að blaðamaður Wall Street Journal sem Rússar handtóku í fyrra verði hluti af skiptunum. 1. ágúst 2024 12:21 Þurfa ekki að rannsaka eiturtilræði við rússneskan andófsmann Dómstóll í Moskvu komst að þeirri niðurstöðu að rússneska rannsóknarlögreglan þurfi ekki að rannsaka tvær tilraunir til þess að ráða fangelsaðan stjórnarandstæðing af dögum í dag. Hann segir það lygi að lögregla hafi þegar rannsakað tilræðin. 21. maí 2024 15:46 Mest lesið „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent Vaktin: Opinbera nöfn gíslanna sem sleppt verður í dag Erlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Innlent Landið mest allt gult í dag Innlent Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum Innlent Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Fleiri fréttir Vaktin: Opinbera nöfn gíslanna sem sleppt verður í dag Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Segir miklar líkur á að Tiktok banni verði frestað Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Deila um ákvæði um fangaskipti Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Biden varar við fáveldi í Bandaríkjunum Sjá meira
Umfangsmestu fangaskipti frá tímum kalda stríðsins Umfangsmestu fangaskipti Vesturlanda og Rússlands frá tímum kalda stríðsins áttu sér stað í dag, þegar skipts var á tuttugu og fjórum föngum. Rússar slepptu sextán úr haldi og átta manns var sleppt úr haldi frá fangelsum í Bandaríkjunum, Noregi, Þýskalandi, Póllandi og Slóveníu. Með þeim fylgdu tvö börn. 1. ágúst 2024 23:59
Umfangsmikil fangaskipti gætu verið á næsta leiti Merki eru um umfangsmikil fangaskipti á milli Rússlands og Hvíta-Rússlands annars vegar og Bandaríkjanna, Þýskalands og Slóveníu hins vegar. Hermt er að blaðamaður Wall Street Journal sem Rússar handtóku í fyrra verði hluti af skiptunum. 1. ágúst 2024 12:21
Þurfa ekki að rannsaka eiturtilræði við rússneskan andófsmann Dómstóll í Moskvu komst að þeirri niðurstöðu að rússneska rannsóknarlögreglan þurfi ekki að rannsaka tvær tilraunir til þess að ráða fangelsaðan stjórnarandstæðing af dögum í dag. Hann segir það lygi að lögregla hafi þegar rannsakað tilræðin. 21. maí 2024 15:46