Tekjur stærsta gagnaversins jukust um milljarð en rekstrarafkoman versnaði
![Eyjólfur Magnús Kristinsson er forstjóri atNorth sem starfrækir gagnaver á öllum Norðurlöndunum.](https://www.visir.is/i/BBE129DEFCB780D5A99B03EBB06053EEA4DA81D97C6C84E7CD587F025148528B_713x0.jpg)
Umsvif atNorth, sem starfrækir meðal annars þrjú gagnaver á Íslandi, héldu áfram að aukast á liðnu ári sem birtist meðal annars í liðlega sextán prósenta veltuaukningu en rekstrarhagnaður félagsins minnkaði hins vegar lítillega á sama tíma. Gagnaverið hefur höfðað mál á hendur íslenska ríkinu í því skyni að fá hnekkt þeirri ákvörðun Skattsins að atNorth beri að greiða virðisaukaskatt hér á landi af þjónustu sem félagið veitir erlendum viðskiptavinum.
Tengdar fréttir
![](https://www.visir.is/i/93E1AC42C659EE7CF04C2D41FD74311BEA9386E03E5E45348A33ED8FA6580152_308x200.jpg)
Ardian hyggst fjórfalda umsvif Verne og leggja gagnaverunum til 163 milljarða
Franska sjóðastýringarfyrirtækið Ardian mun leggja gagnaverum Verne, sem meðal annars er með starfsemi á Íslandi, til 1,2 milljarða Bandaríkjadala, jafnvirði 163 milljarða króna, til að vaxa í Norður-Evrópu og fjórfalda þannig umsvifin. Eftir kaupin hefur Ardian, sem á Mílu, fjárfest fyrir jafnvirði um það bil 120 milljarða á Íslandi. „Við erum einn stærsti erlendi fjárfestir á Íslandi og höfum mikla trú á landinu,“ segir framkvæmdastjóri hjá félaginu.