Mikil ánægja með nýju styttuna af Kobe og Gigi Bryant Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 3. ágúst 2024 10:01 Vanessa Bryant ásamt dætrum sínum Nataliu, Biönku og Capri en þær eru fyrir framan nýju styttuna af Kobe og Gigi. @lakers Ný stytta af bandaríska körfuboltamanninum Kobe Bryant og dóttur hans Gianna „Gigi“ Bryant var afhjúpuð við einkaathöfn í Los Angeles í gær. Hún verður síðan fyrst aðgengileg almenningi í dag. Styttan er fyrir utan Crypto.com Arena, heimavallar NBA körfuboltaliðsins Los Angeles Lakers, og var frumsýnd 2. ágúst 2024 eða 8/2/24 eins og Bandaríkjamenn segja dagsetninguna. Mikilvægi 2, 8 og 24 Kobe spilaði í treyjum númer 8 og 24 á sínum ferli en Gigi var alltaf númer 2. Eins og flestir vita þá fórust feðginin í þyrluslysi í janúar 2020 ásamt sjö öðrum en í þyrlunni voru körfuboltastelpur og foreldrar þeirra á leið á körfuboltamót. View this post on Instagram A post shared by SportsCenter (@sportscenter) Þetta er önnur af þremur styttum af Los Angeles Lakers goðsögninni. Fyrsta styttan var tæplega sex metra há stytta af honum til að minnast leiksins á móti Toronto Raptors þegar hann skoraði 81 stig. Táknræn fyrir samband feðginanna Mikil ánægja er með styttuna eftir að myndir af henni komust á flug á netmiðlum. Vanessa Bryant segir að hún sé mjög táknræn fyrir samband feðginanna. „Við sameinuðum tvö móment af Kobe og Gigi. Gianna er þarna með yndisfagra brosið sitt og Kobe er að kyssa hana á höfuðið. Hann er með Philadelphia Eagles húfuna sem Gigi gaf honum í jólagjöf. Hann er líka í appelsínugulu WNBA hettupeysunni sem hann var í á leik sem þau fóru á saman, sagði Vanessa Bryant, ekkja Kobe, í fréttatilkynningu. Í WNBA hettupeysu „Kobe var fyrsti NBA leikmaðurinn til að vera í þessari WNBA peysu en það gerði hann til að styðja við drauminn hennar Gigi og til sýna öllum kvennaíþróttum stuðning. Þetta var falleg stund sem þau tvö áttu saman en er líka táknræn fyrir gildin í okkar fjölskyldu þar sem jöfnuður er okkur svo mikilvægur, sagði Vanessa Þriðja og síðasta styttan verður frumsýnd á næsta tímabili en Vanessa segir að þar verðir Kobe í Lakers treyju númer 24. View this post on Instagram A post shared by Los Angeles Lakers (@lakers) NBA Andlát Kobe Bryant Mest lesið Ógeðslega erfitt og ógeðslega vont en brosir oft í viku á eftir Sport Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Enski boltinn „Nú er nóg komið“ Fótbolti Sádar eru ekki að fara að byggja HM-leikvang ofan á skýjakljúfi Fótbolti „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ Körfubolti Hetja Englands á EM sleit krossband Enski boltinn Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Íslenski boltinn NBA-leikmaður með krabbamein Körfubolti Eldgos og brjósklos skapa óvissu: „Vonum bara að móðir náttúra leyfi þetta“ Sport Lofar frekari fjárfestingum Enski boltinn Fleiri fréttir NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Íslandsmeistararnir frá því fyrir sextíu árum heiðursgestir í kvöld „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 85-84| Njarðvík fyrstar til að leggja Grindavík af velli Ótrúleg dramatík í Garðabæ og á Sauðárkróki Landsliðsmennirnir öflugir í Evrópu Jordan gagnrýnir álagsstjórnun í NBA: Þú hefur skyldu til að láta sjá þig Skiptiborð hjá stelpunum í kvöld Var með skattinn á hælunum þegar hann fór í veðmálabraskið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Martin öflugur í góðum sigri Öllum leikjum Bónus-deildar kvenna í kvöld frestað Stólarnir ekki í vandræðum á Egilsstöðum Enginn Lakers-maður hafði náð þessu í meira en 52 ár Veðmál rædd í Körfuboltakvöldi: „Bara ævintýralega heimskulegt“ Kvöddu húsið og Nablinn klifraði í kveðjuskyni Martin naut sín í fræknum sigri á meisturum Bayern Tryggvi lykilmaður í sigri Bilbao Elvar skoraði tólf í naumu tapi Tilþrifin: Varin skot og ótrúlegar körfur Valsmanna Þriðja tapið í röð hjá Jóni og félögum Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Sjá meira
Styttan er fyrir utan Crypto.com Arena, heimavallar NBA körfuboltaliðsins Los Angeles Lakers, og var frumsýnd 2. ágúst 2024 eða 8/2/24 eins og Bandaríkjamenn segja dagsetninguna. Mikilvægi 2, 8 og 24 Kobe spilaði í treyjum númer 8 og 24 á sínum ferli en Gigi var alltaf númer 2. Eins og flestir vita þá fórust feðginin í þyrluslysi í janúar 2020 ásamt sjö öðrum en í þyrlunni voru körfuboltastelpur og foreldrar þeirra á leið á körfuboltamót. View this post on Instagram A post shared by SportsCenter (@sportscenter) Þetta er önnur af þremur styttum af Los Angeles Lakers goðsögninni. Fyrsta styttan var tæplega sex metra há stytta af honum til að minnast leiksins á móti Toronto Raptors þegar hann skoraði 81 stig. Táknræn fyrir samband feðginanna Mikil ánægja er með styttuna eftir að myndir af henni komust á flug á netmiðlum. Vanessa Bryant segir að hún sé mjög táknræn fyrir samband feðginanna. „Við sameinuðum tvö móment af Kobe og Gigi. Gianna er þarna með yndisfagra brosið sitt og Kobe er að kyssa hana á höfuðið. Hann er með Philadelphia Eagles húfuna sem Gigi gaf honum í jólagjöf. Hann er líka í appelsínugulu WNBA hettupeysunni sem hann var í á leik sem þau fóru á saman, sagði Vanessa Bryant, ekkja Kobe, í fréttatilkynningu. Í WNBA hettupeysu „Kobe var fyrsti NBA leikmaðurinn til að vera í þessari WNBA peysu en það gerði hann til að styðja við drauminn hennar Gigi og til sýna öllum kvennaíþróttum stuðning. Þetta var falleg stund sem þau tvö áttu saman en er líka táknræn fyrir gildin í okkar fjölskyldu þar sem jöfnuður er okkur svo mikilvægur, sagði Vanessa Þriðja og síðasta styttan verður frumsýnd á næsta tímabili en Vanessa segir að þar verðir Kobe í Lakers treyju númer 24. View this post on Instagram A post shared by Los Angeles Lakers (@lakers)
NBA Andlát Kobe Bryant Mest lesið Ógeðslega erfitt og ógeðslega vont en brosir oft í viku á eftir Sport Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Enski boltinn „Nú er nóg komið“ Fótbolti Sádar eru ekki að fara að byggja HM-leikvang ofan á skýjakljúfi Fótbolti „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ Körfubolti Hetja Englands á EM sleit krossband Enski boltinn Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Íslenski boltinn NBA-leikmaður með krabbamein Körfubolti Eldgos og brjósklos skapa óvissu: „Vonum bara að móðir náttúra leyfi þetta“ Sport Lofar frekari fjárfestingum Enski boltinn Fleiri fréttir NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Íslandsmeistararnir frá því fyrir sextíu árum heiðursgestir í kvöld „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 85-84| Njarðvík fyrstar til að leggja Grindavík af velli Ótrúleg dramatík í Garðabæ og á Sauðárkróki Landsliðsmennirnir öflugir í Evrópu Jordan gagnrýnir álagsstjórnun í NBA: Þú hefur skyldu til að láta sjá þig Skiptiborð hjá stelpunum í kvöld Var með skattinn á hælunum þegar hann fór í veðmálabraskið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Martin öflugur í góðum sigri Öllum leikjum Bónus-deildar kvenna í kvöld frestað Stólarnir ekki í vandræðum á Egilsstöðum Enginn Lakers-maður hafði náð þessu í meira en 52 ár Veðmál rædd í Körfuboltakvöldi: „Bara ævintýralega heimskulegt“ Kvöddu húsið og Nablinn klifraði í kveðjuskyni Martin naut sín í fræknum sigri á meisturum Bayern Tryggvi lykilmaður í sigri Bilbao Elvar skoraði tólf í naumu tapi Tilþrifin: Varin skot og ótrúlegar körfur Valsmanna Þriðja tapið í röð hjá Jóni og félögum Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Sjá meira