„Þetta er 150 prósent algjör skandall“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 3. ágúst 2024 21:06 Shelly-Ann Fraser-Pryce var hvergi sjáanleg og hlaupabrautin hennar tóm þegar undanúrslitahlaupið fór fram i kvöld. Getty/Hannah Peters Ekkert varð úr því að Shelly-Ann Fraser-Pryce ynni til verðlauna í 100 metra hlaupi á fimmtu Ólympíuleikunum í röð. Hún keppti ekki einu sinni í undanúrslitahlaupinu og ástæðan er furðuleg. Ein mesta goðsögnin í sögu frjálsíþróttakeppni Ólympíuleikanna lenti nefnilega í skrautlegum kringumstæðum í aðdraganda undanúrslita 100 metra hlaups kvenna á Ólympíuleikunum í París í kvöld. Þetta varð til þess að Fraser-Pryce, sem var með annan besta tímann í undanrásunum, keppti ekki í undanúrslitahlaupinu. Ekki hleypt inn á upphitunarsvæði Ari Bragi Kárason, Íslandsmethafinn í 100 metra hlaupi, er sérfræðingur RÚV í frjálsum íþróttum á þessum Ólympíuleikum. Ari tjáði sig í kvöld um allt vesenið í kringum þetta 100 metra hlaup kvenna. Ari er í hópi þeirra sem skilja ekki hvernig það kom til að tveimur af stærstu stjörnum 100 metra hlaups kvenna var ekki hleypt inn um hlið á upphitunarsvæði. Þetta gerðist fyrir undanúrslitahlaupið. Þetta varð til þess að hin jamaíska Shelly-Ann Fraser-Pryce hætti við þátttöku og hin bandaríska Sha'Carri Richardson var ólík sjálfri sér. Hin sigurstranglega Richardson vann silfur en átti litla möguleika í Julien Alfred sem vann öruggan sigur. Hún er stórmótamanneskja „Ef hún er mætt á upphitunarsvæðið þá er hún tilbúin. Hún er þannig og hefur sýnt það að hún er stórmótamanneskja. Hún elskar ekkert meira held ég en að keppa á stóra sviðinu,“ sagði Ari Bragi í Ólympíukvöldinu í kvöld. Það voru því ekki meiðsli sem voru að trufla hana. „Hún myndi aldrei vera mætt við rangt hlið viljandi. Maður sér það að hún er greinilega í uppnámi,“ sagði Ari Bragi og vísaði þar í myndband af Fraser-Pryce að tala við rútubílstjóra fyrir framan lokaða hliðið. Ari Bragi Kárason. „Það er ekki gott að koma inn á Ólympíuupphitunarsvæði í uppnámi. Þetta hefur bara sett allt úr skorðum. Það má ekki gleyma því að hún á líka 4 x 100 metra hlaupið eftir og allir möguleikar á gulli eru því ekki farnir,“ sagði Ari. Auðvitað á að hleypa þessu fólki bara beint inn Gunnar Birgisson spurði hann þá hreint út hvort þetta mál flokkist undir skandal. „Þetta er 150 prósent algjör skandall. Auðvitað á að hleypa þessu fólki bara beint inn. Það á ekki að vera að breyta svona einföldum skipulagsreglum degi fyrir mót. Þetta er ekkert nema skandall. Þið sjáið að svona einfalt mál, eins og að breyta þessu, getur bara tekið út stærstu stjörnunnar á Ólympíuleikunum,“ sagði Ari. Gat unnið á fimmtu leikunum í röð Shelly-Ann Fraser-Pryce hafði unnið verðlaun í 100 metra hlaupinu á síðustu fjórum leikum. Hún vann gull á ÓL í Peking 2008 og gull á ÓL í London 2012, fékk brons á ÓL í Ríó 2016 og silfur á síðustu leikum í Tókýó. Frjálsar íþróttir Ólympíuleikar 2024 í París Mest lesið „Þá sér maður að það brestur margur og klökknar“ Sport Heimi fannst Arnar byrja of bratt með Ísland Fótbolti Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Enski boltinn Newcastle loks að fá leikmann Enski boltinn Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum Íslenski boltinn Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Enski boltinn Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Enski boltinn Mun Jake Paul mæta Anthony Joshua í hringnum? Sport Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Enski boltinn Palace stefnir á að selja fyrirliðann fyrir gluggalok Enski boltinn Fleiri fréttir Enska augnablikið: Hlaupið út úr húsinu Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Klappað fyrir fyrstu konunni sem dæmdi í MLB Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar „Þá sér maður að það brestur margur og klökknar“ Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Vilja dæma skíðastökkvarana í bann vegna saumaskandalsins Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Newcastle loks að fá leikmann Heimi fannst Arnar byrja of bratt með Ísland Delap með tvö í öruggum sigri í síðasta leik fyrir mót Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum Palace stefnir á að selja fyrirliðann fyrir gluggalok Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Viðbeinsbrotnaði þegar hann fagnaði sigri í Nascar Mun Jake Paul mæta Anthony Joshua í hringnum? Dagskráin í dag: Besta deild karla á sviðið Glasner: Myndi ekki skipta á skildinum fyrir sæti í Evrópukeppni félagsliða „Brugðumst vel við þeim aðstæðum sem leikurinn henti í okkur“ Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena „Rýr stigasöfnun í deildinni vissulega áhyggjuefni“ Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Barcelona rúllaði yfir Como Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Uppgjörið: KA - ÍBV 1-0 | Dagur Ingi tryggði KA mikilvæg stig Pólland missir NBA stjörnu fyrir Eurobasket Hallgrímur: Ef þú slakar á 1-3% er þetta fljótt að breytast Slot: Sá sem truflaði hafði örugglega ekkert illt í hyggju Guðrún Brá Íslandsmeistari eftir spennandi umspil Stelpurnar töpuðu þrátt fyrir frábæra byrjun Sjá meira
Ein mesta goðsögnin í sögu frjálsíþróttakeppni Ólympíuleikanna lenti nefnilega í skrautlegum kringumstæðum í aðdraganda undanúrslita 100 metra hlaups kvenna á Ólympíuleikunum í París í kvöld. Þetta varð til þess að Fraser-Pryce, sem var með annan besta tímann í undanrásunum, keppti ekki í undanúrslitahlaupinu. Ekki hleypt inn á upphitunarsvæði Ari Bragi Kárason, Íslandsmethafinn í 100 metra hlaupi, er sérfræðingur RÚV í frjálsum íþróttum á þessum Ólympíuleikum. Ari tjáði sig í kvöld um allt vesenið í kringum þetta 100 metra hlaup kvenna. Ari er í hópi þeirra sem skilja ekki hvernig það kom til að tveimur af stærstu stjörnum 100 metra hlaups kvenna var ekki hleypt inn um hlið á upphitunarsvæði. Þetta gerðist fyrir undanúrslitahlaupið. Þetta varð til þess að hin jamaíska Shelly-Ann Fraser-Pryce hætti við þátttöku og hin bandaríska Sha'Carri Richardson var ólík sjálfri sér. Hin sigurstranglega Richardson vann silfur en átti litla möguleika í Julien Alfred sem vann öruggan sigur. Hún er stórmótamanneskja „Ef hún er mætt á upphitunarsvæðið þá er hún tilbúin. Hún er þannig og hefur sýnt það að hún er stórmótamanneskja. Hún elskar ekkert meira held ég en að keppa á stóra sviðinu,“ sagði Ari Bragi í Ólympíukvöldinu í kvöld. Það voru því ekki meiðsli sem voru að trufla hana. „Hún myndi aldrei vera mætt við rangt hlið viljandi. Maður sér það að hún er greinilega í uppnámi,“ sagði Ari Bragi og vísaði þar í myndband af Fraser-Pryce að tala við rútubílstjóra fyrir framan lokaða hliðið. Ari Bragi Kárason. „Það er ekki gott að koma inn á Ólympíuupphitunarsvæði í uppnámi. Þetta hefur bara sett allt úr skorðum. Það má ekki gleyma því að hún á líka 4 x 100 metra hlaupið eftir og allir möguleikar á gulli eru því ekki farnir,“ sagði Ari. Auðvitað á að hleypa þessu fólki bara beint inn Gunnar Birgisson spurði hann þá hreint út hvort þetta mál flokkist undir skandal. „Þetta er 150 prósent algjör skandall. Auðvitað á að hleypa þessu fólki bara beint inn. Það á ekki að vera að breyta svona einföldum skipulagsreglum degi fyrir mót. Þetta er ekkert nema skandall. Þið sjáið að svona einfalt mál, eins og að breyta þessu, getur bara tekið út stærstu stjörnunnar á Ólympíuleikunum,“ sagði Ari. Gat unnið á fimmtu leikunum í röð Shelly-Ann Fraser-Pryce hafði unnið verðlaun í 100 metra hlaupinu á síðustu fjórum leikum. Hún vann gull á ÓL í Peking 2008 og gull á ÓL í London 2012, fékk brons á ÓL í Ríó 2016 og silfur á síðustu leikum í Tókýó.
Frjálsar íþróttir Ólympíuleikar 2024 í París Mest lesið „Þá sér maður að það brestur margur og klökknar“ Sport Heimi fannst Arnar byrja of bratt með Ísland Fótbolti Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Enski boltinn Newcastle loks að fá leikmann Enski boltinn Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum Íslenski boltinn Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Enski boltinn Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Enski boltinn Mun Jake Paul mæta Anthony Joshua í hringnum? Sport Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Enski boltinn Palace stefnir á að selja fyrirliðann fyrir gluggalok Enski boltinn Fleiri fréttir Enska augnablikið: Hlaupið út úr húsinu Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Klappað fyrir fyrstu konunni sem dæmdi í MLB Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar „Þá sér maður að það brestur margur og klökknar“ Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Vilja dæma skíðastökkvarana í bann vegna saumaskandalsins Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Newcastle loks að fá leikmann Heimi fannst Arnar byrja of bratt með Ísland Delap með tvö í öruggum sigri í síðasta leik fyrir mót Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum Palace stefnir á að selja fyrirliðann fyrir gluggalok Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Viðbeinsbrotnaði þegar hann fagnaði sigri í Nascar Mun Jake Paul mæta Anthony Joshua í hringnum? Dagskráin í dag: Besta deild karla á sviðið Glasner: Myndi ekki skipta á skildinum fyrir sæti í Evrópukeppni félagsliða „Brugðumst vel við þeim aðstæðum sem leikurinn henti í okkur“ Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena „Rýr stigasöfnun í deildinni vissulega áhyggjuefni“ Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Barcelona rúllaði yfir Como Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Uppgjörið: KA - ÍBV 1-0 | Dagur Ingi tryggði KA mikilvæg stig Pólland missir NBA stjörnu fyrir Eurobasket Hallgrímur: Ef þú slakar á 1-3% er þetta fljótt að breytast Slot: Sá sem truflaði hafði örugglega ekkert illt í hyggju Guðrún Brá Íslandsmeistari eftir spennandi umspil Stelpurnar töpuðu þrátt fyrir frábæra byrjun Sjá meira