Sex vilja stýra Jafnréttisstofu Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 7. ágúst 2024 11:59 Katrín Björg Ríkarðsdóttir hefur starfað sem framkvæmdastjóri hjá Jafnréttisstofu frá árinu 2017. Arftaka hennar er leitað. Daníel Starrason Sex umsækjendur eru um embætti framkvæmdastjóra Jafnréttisstofu sem forsætisráðherra auglýsti um miðjan júní. Umsóknarfrestur rann út 1. ágúst en stofan er staðsett á Akureyri. Þetta kemur fram á vef Stjórnarráðsins. Umsækjendur um embætti framkvæmdastjóra Jafnréttisstofu eru í stafrófsröð: Arnrún Halla Arnórsdóttir, aðjúnkt Bryndís Elfa Valdemarsdóttir, sérfræðingur Elinóra Guðmundsdóttir, fjölmiðlafræðingur Jón Fannar Kolbeinsson, lögfræðingur Marcin Zembrowski, viðskiptafræðingur Martha Lilja Olsen, skrifstofustjóri Katrín Björg Ríkarðsdóttir hefur gengt embættinu frá árinu 2017 en hún var nýlega ráðin sem sérfræðingur í kjara- og réttindamálum hjá Visku - stéttarfélagi. Jafnréttisstofa annast stjórnsýslu á sviði jafnréttismála í samræmi við lög um jafna stöðu og jafnan rétt kynjanna, lög um jafna meðferð utan vinnumarkaðar og lög um jafna meðferð á vinnumarkaði. Ráðherra skipar framkvæmdastjóra Jafnréttisstofu til fimm ára í senn. Framkvæmdastjóri annast daglega stjórn stofnunarinnar og ræður starfsfólk hennar. Meðal verkefna Jafnréttisstofu er að hafa eftirlit með framkvæmd laga á sviði jafnréttismála, sjá um fræðslu og upplýsingastarfsemi, veita ráðgjöf og aðstoð á sviði jafnréttismála, koma á framfæri ábendingum og tillögum til að ná fram auknu jafnrétti og fylgjast með þróun jafnréttismála í þjóðfélaginu og á alþjóðavettvangi, m.a. með upplýsingaöflun og rannsóknum. Einnig að vinna að forvörnum gegn kynbundnu ofbeldi í samvinnu við hlutaðeigandi stjórnvöld og samtök. Þá sinnir stofnunin eftirfylgni með jafnlaunavottun og jafnlaunastaðfestingu. Jafnréttisstofa er staðsett á Akureyri. Sérstök hæfnisnefnd skipuð þremur einstaklingum mun meta hæfni umsækjenda og skila greinargerð til Bjarna Benediktssonar forsætisráðherra. Eftirfarandi kröfur eru gerðar til umsækjenda: Háskólapróf sem nýtist í starfi Gerð er krafa um reynslu af stjórnun og mannauðsmálum Gott vald á íslensku og færni til að koma fram og tjá sig í ræðu og riti Góð kunnátta í ensku og kunnátta í einu Norðurlandamáli er kostur Leiðtogahæfileikar Samskiptafærni og hæfni til að miðla upplýsingum Þekking og reynsla á sviði jafnréttismála Framsýni, metnaður og vilji til að ná árangri Frumkvæði, sjálfstæði í vinnubrögðum og skipulagshæfni Þekking og reynsla af stefnumótun, stjórnun og rekstri á sviði opinberrar stjórnsýslu sem nýtist á starfssviði stofnunarinnar. Jafnréttismál Vistaskipti Mest lesið Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Innlent Hviður yfir 40 metra á sekúndu á morgun Veður Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Innlent Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Hættir sem formaður Siðmenntar Innlent Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Innlent Óbreytt staða í Karphúsinu Innlent Fleiri fréttir Óbreytt staða í Karphúsinu Hættir sem formaður Siðmenntar Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Um 500 nýjar íbúðir byggðar í Árnesi í Skeiða- og Gnúpverjahreppi Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Hvað þýðir tollastríð Trumps fyrir Ísland? Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Sjá meira
Þetta kemur fram á vef Stjórnarráðsins. Umsækjendur um embætti framkvæmdastjóra Jafnréttisstofu eru í stafrófsröð: Arnrún Halla Arnórsdóttir, aðjúnkt Bryndís Elfa Valdemarsdóttir, sérfræðingur Elinóra Guðmundsdóttir, fjölmiðlafræðingur Jón Fannar Kolbeinsson, lögfræðingur Marcin Zembrowski, viðskiptafræðingur Martha Lilja Olsen, skrifstofustjóri Katrín Björg Ríkarðsdóttir hefur gengt embættinu frá árinu 2017 en hún var nýlega ráðin sem sérfræðingur í kjara- og réttindamálum hjá Visku - stéttarfélagi. Jafnréttisstofa annast stjórnsýslu á sviði jafnréttismála í samræmi við lög um jafna stöðu og jafnan rétt kynjanna, lög um jafna meðferð utan vinnumarkaðar og lög um jafna meðferð á vinnumarkaði. Ráðherra skipar framkvæmdastjóra Jafnréttisstofu til fimm ára í senn. Framkvæmdastjóri annast daglega stjórn stofnunarinnar og ræður starfsfólk hennar. Meðal verkefna Jafnréttisstofu er að hafa eftirlit með framkvæmd laga á sviði jafnréttismála, sjá um fræðslu og upplýsingastarfsemi, veita ráðgjöf og aðstoð á sviði jafnréttismála, koma á framfæri ábendingum og tillögum til að ná fram auknu jafnrétti og fylgjast með þróun jafnréttismála í þjóðfélaginu og á alþjóðavettvangi, m.a. með upplýsingaöflun og rannsóknum. Einnig að vinna að forvörnum gegn kynbundnu ofbeldi í samvinnu við hlutaðeigandi stjórnvöld og samtök. Þá sinnir stofnunin eftirfylgni með jafnlaunavottun og jafnlaunastaðfestingu. Jafnréttisstofa er staðsett á Akureyri. Sérstök hæfnisnefnd skipuð þremur einstaklingum mun meta hæfni umsækjenda og skila greinargerð til Bjarna Benediktssonar forsætisráðherra. Eftirfarandi kröfur eru gerðar til umsækjenda: Háskólapróf sem nýtist í starfi Gerð er krafa um reynslu af stjórnun og mannauðsmálum Gott vald á íslensku og færni til að koma fram og tjá sig í ræðu og riti Góð kunnátta í ensku og kunnátta í einu Norðurlandamáli er kostur Leiðtogahæfileikar Samskiptafærni og hæfni til að miðla upplýsingum Þekking og reynsla á sviði jafnréttismála Framsýni, metnaður og vilji til að ná árangri Frumkvæði, sjálfstæði í vinnubrögðum og skipulagshæfni Þekking og reynsla af stefnumótun, stjórnun og rekstri á sviði opinberrar stjórnsýslu sem nýtist á starfssviði stofnunarinnar.
Jafnréttismál Vistaskipti Mest lesið Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Innlent Hviður yfir 40 metra á sekúndu á morgun Veður Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Innlent Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Hættir sem formaður Siðmenntar Innlent Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Innlent Óbreytt staða í Karphúsinu Innlent Fleiri fréttir Óbreytt staða í Karphúsinu Hættir sem formaður Siðmenntar Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Um 500 nýjar íbúðir byggðar í Árnesi í Skeiða- og Gnúpverjahreppi Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Hvað þýðir tollastríð Trumps fyrir Ísland? Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Sjá meira