Bruna yfir hálendið á buggy-bíl: „Þetta er með því skemmtilegasta sem ég hef gert“ Ágúst Orri Arnarson skrifar 9. ágúst 2024 10:31 Guðni Freyr Ómarsson og Kristján Einar Kristjánsson unnu Can-Am Hill Rally á síðasta ári. vísir / arnar halldórsson Þolaksturskeppnin Can-Am Hill Rally hófst í gær. Þrjátíu keppendur munu yfir helgina aka 490 kílómetra leið yfir hálendi Íslands á fjallajeppum og buggybílum. Keppendur verða undir sunnanverðum Langjökli í dag, auk þess að heimsækja Heklu. Á laugardag og sunnudag verður rallað kringum Eyjafjalla- og Mýrdalsjökla áður en komið er í endamark á Hótel Kötlu við Vík í Mýrdal. Kappaksturinn gengur þannig fyrir sig að ekið er í tveimur hlutum hvern dag og bílar færðir milli staða í millitíðinni. Tíminn er mældur og keppendur fá að nýta forskotið sem þeir vinna sér inn og leggja fyrr af stað en næsti maður á eftir. Allt saman hófst þetta í gær á keppnissvæði Kvartmíluklúbbsins, þar sem eknar voru tvær stuttar sérleiðir til að ákveða niðurröðun fyrir ræsingu í dag. Sigurvegari keppninnar í fyrra er fyrrum atvinnuökumaðurinn Kristján Einar Kristjánsson, sem keppti meðal annars í Formúlu 3 og starfar í dag sem sérfræðingur Vodafone Sport í Formúlu 1 og heldur úti hlaðvarpinu Pitturinn. „Ég væri að ljúga ef ég segði að það væri ekki kominn smá fiðringur, pínu stress alltaf fyrir keppni en þetta er með því skemmtilegasta sem ég hef gert þannig að ég hef engar áhyggjur,“ sagði Kristján þegar hann mætti á keppnisstað í gær. „Við mætum í keppni til þess að sigra en þetta er langt og erfitt rallý, við stefnum fyrst og fremst á að keyra alla kílómetrana og komast í mark, en auðvitað reynum við að keyra eins þétt og við getum. Við ætlum ekki að gefa neitt eftir,“ sagði aðstoðarökumaður hans, Guðni Freyr Ómarsson, fjórfaldur Íslandsmeistari í rallakstri. Kristján og Guðni keppa á Can-Am Maverick X3 Turbo RR Gjörsamlega galin græja Þeir félagar keppa fyrir BRP-Ellingsen og eru á kraftmeiri Can-Am bíl, tveggja sæta í stað fjögurra, en þeir keyrðu þegar keppnin vannst í fyrra. Myndskeið innan úr bílnum má sjá hér fyrir neðan. „Þetta er galið skemmtileg græja, en það sem er svo magnað við þetta rall, hann er bara úr umboðinu, nýr og óbreyttur að eiginlega öllu leyti. Við förum bara af stað þannig, þessi keppni er svo falleg með það að gera að það er hægt að taka þátt í henni án þess að vera djúpt í öllu. En græjan er náttúrulega gjörsamlega galin, nokkrar sekúndur í hundrað og fjöðrunin étur hvað sem er. Gaman að vera komin á tveggja manna bíl sem er hraðari og þá erum við með færri afsakanir ef þetta klúðrast hjá okkur um helgina,“ sagði Kristján léttur í lund að lokum. View this post on Instagram A post shared by Kristján Einar Kristjánsson (@kristjaneinar) Allar helstu upplýsingar um Can-Am Hill Rally má finna á heimasíðunni. Úrslitum má fylgjast með hér. Keppnin verður svo í beinni útsendingu alla helgina á YouTube rás Kappaksturs. Streymi af undanrásunum í gær má sjá hér fyrir neðan. Akstursíþróttir Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Svona var blaðamannafundur Arnars Fótbolti Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Enski boltinn Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Mál Alberts truflar landsliðið ekki Fótbolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Fótbolti „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fótbolti Besta tenniskona heims tekur þátt í nýrri „Baráttu kynjanna“ Sport Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Enski boltinn Fleiri fréttir Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Dældi fyrri afrekum inn á Instagram eftir vonbrigðin Valdi Isak en ekki Gyökeres í fyrsta landsliðshópinn sinn Leiðir Breiðabliks og Damir skilja Mál Alberts truflar landsliðið ekki Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Vonar að Jóhann og Hörður gefi jafn mikið af sér og Aron Orri Steinn lengra frá því að ná þessum leikjum en þeim í síðasta glugga Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Svona var blaðamannafundur Arnars „Hann plataði mig algerlega“ Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Ánægð með að mæta Íslandi „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Tom Brady klónaði uppáhaldshundinn sinn Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Besta tenniskona heims tekur þátt í nýrri „Baráttu kynjanna“ Sjáðu sigurmark Liverpool á móti Real Madrid og mörkin hjá Arsenal í Prag „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Kristófer Acox kallar sig glæpamann Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Dagskráin í dag: Meistaradeildin heldur áfram Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Sjá meira
Keppendur verða undir sunnanverðum Langjökli í dag, auk þess að heimsækja Heklu. Á laugardag og sunnudag verður rallað kringum Eyjafjalla- og Mýrdalsjökla áður en komið er í endamark á Hótel Kötlu við Vík í Mýrdal. Kappaksturinn gengur þannig fyrir sig að ekið er í tveimur hlutum hvern dag og bílar færðir milli staða í millitíðinni. Tíminn er mældur og keppendur fá að nýta forskotið sem þeir vinna sér inn og leggja fyrr af stað en næsti maður á eftir. Allt saman hófst þetta í gær á keppnissvæði Kvartmíluklúbbsins, þar sem eknar voru tvær stuttar sérleiðir til að ákveða niðurröðun fyrir ræsingu í dag. Sigurvegari keppninnar í fyrra er fyrrum atvinnuökumaðurinn Kristján Einar Kristjánsson, sem keppti meðal annars í Formúlu 3 og starfar í dag sem sérfræðingur Vodafone Sport í Formúlu 1 og heldur úti hlaðvarpinu Pitturinn. „Ég væri að ljúga ef ég segði að það væri ekki kominn smá fiðringur, pínu stress alltaf fyrir keppni en þetta er með því skemmtilegasta sem ég hef gert þannig að ég hef engar áhyggjur,“ sagði Kristján þegar hann mætti á keppnisstað í gær. „Við mætum í keppni til þess að sigra en þetta er langt og erfitt rallý, við stefnum fyrst og fremst á að keyra alla kílómetrana og komast í mark, en auðvitað reynum við að keyra eins þétt og við getum. Við ætlum ekki að gefa neitt eftir,“ sagði aðstoðarökumaður hans, Guðni Freyr Ómarsson, fjórfaldur Íslandsmeistari í rallakstri. Kristján og Guðni keppa á Can-Am Maverick X3 Turbo RR Gjörsamlega galin græja Þeir félagar keppa fyrir BRP-Ellingsen og eru á kraftmeiri Can-Am bíl, tveggja sæta í stað fjögurra, en þeir keyrðu þegar keppnin vannst í fyrra. Myndskeið innan úr bílnum má sjá hér fyrir neðan. „Þetta er galið skemmtileg græja, en það sem er svo magnað við þetta rall, hann er bara úr umboðinu, nýr og óbreyttur að eiginlega öllu leyti. Við förum bara af stað þannig, þessi keppni er svo falleg með það að gera að það er hægt að taka þátt í henni án þess að vera djúpt í öllu. En græjan er náttúrulega gjörsamlega galin, nokkrar sekúndur í hundrað og fjöðrunin étur hvað sem er. Gaman að vera komin á tveggja manna bíl sem er hraðari og þá erum við með færri afsakanir ef þetta klúðrast hjá okkur um helgina,“ sagði Kristján léttur í lund að lokum. View this post on Instagram A post shared by Kristján Einar Kristjánsson (@kristjaneinar) Allar helstu upplýsingar um Can-Am Hill Rally má finna á heimasíðunni. Úrslitum má fylgjast með hér. Keppnin verður svo í beinni útsendingu alla helgina á YouTube rás Kappaksturs. Streymi af undanrásunum í gær má sjá hér fyrir neðan.
Akstursíþróttir Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Svona var blaðamannafundur Arnars Fótbolti Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Enski boltinn Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Mál Alberts truflar landsliðið ekki Fótbolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Fótbolti „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fótbolti Besta tenniskona heims tekur þátt í nýrri „Baráttu kynjanna“ Sport Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Enski boltinn Fleiri fréttir Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Dældi fyrri afrekum inn á Instagram eftir vonbrigðin Valdi Isak en ekki Gyökeres í fyrsta landsliðshópinn sinn Leiðir Breiðabliks og Damir skilja Mál Alberts truflar landsliðið ekki Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Vonar að Jóhann og Hörður gefi jafn mikið af sér og Aron Orri Steinn lengra frá því að ná þessum leikjum en þeim í síðasta glugga Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Svona var blaðamannafundur Arnars „Hann plataði mig algerlega“ Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Ánægð með að mæta Íslandi „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Tom Brady klónaði uppáhaldshundinn sinn Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Besta tenniskona heims tekur þátt í nýrri „Baráttu kynjanna“ Sjáðu sigurmark Liverpool á móti Real Madrid og mörkin hjá Arsenal í Prag „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Kristófer Acox kallar sig glæpamann Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Dagskráin í dag: Meistaradeildin heldur áfram Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Sjá meira