Ummæli Trump vekja áhyggjur af sjálfstæði seðlabanka Kjartan Kjartansson skrifar 9. ágúst 2024 16:00 Trump kemur á blaðamannafund í Mar-a-Lago í gær. AP/Alex Brandon Fullyrðingar Donalds Trump um að Bandaríkjaforseti ætti að hafa áhrif á ákvarðanir Seðlabanka Bandaríkjanna hafa vakið áhyggjur af sjálfstæði bankans komist Trump aftur til valda. Trump telur sig hafa meira vit á peningum en stjórnendur bankans. Ummælin lét Trump falla á sundurlausum blaðamannafundi í Mar-a-Lago í Flórída í gær. Að hans mati ætti forseti að minnsta kosti að hafa eitthvað að segja um stýrivaxtaákvarðanir seðlabankans. „Ég held í mínu tilfelli, þá þénaði ég mikið fé, ég náði miklum árangri og ég held að ég hafi meiri meðfædda hæfileika en í mörgum tilfellum fólk sem ætti sæti í seðlabankanum eða bankastjórinn,“ sagði Trump. Þó að bankastjóri og stjórn seðlabankans sé tilnefnd af forseta og staðfest af öldungadeild Bandaríkjaþings á bankinn að njóta sjálfstæðis frá sitjandi ríkisstjórn hverju sinni. Starfstímabili Jerome Powell, sitjandi seðlabankastjóra, lýkur á miðju næsta kjörtímabili. Þegar Trump var forseti vó hann ítrekað að Powell fyrir ákvarðanir seðlabankans. Á fundinum í gær sagðist Trump hafa tekist hart á við Powell á þeim tíma. „Ég barðist mjög hart gegn honum.“ Reuters-fréttastofan segir að Trump hafi viljað reka Powell en efasemdir um að hann hefði vald til þess hefðu komið í veg fyrir það. Bandamenn Trump hafa lagt drög að tillögum til þess að takmarka sjálfstæðis seðlabankans en fyrrverandi forsetinn hefur reynt að fjarlægja sig hópnum. Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Mest lesið Domino's hækkar verð á þriðjudagstilboðinu Viðskipti innlent Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Viðskipti erlent Vilja selja öll bílastæðahús borgarinnar Viðskipti innlent Ekki brenna út á aðventunni Atvinnulíf Leggja meiri áherslu á Prís og segja upp starfsmönnum Viðskipti innlent Afgangur á viðskiptajöfnuði tæplega helmingi minni milli ára Viðskipti innlent Níu teymi kynntu verkefni sín í Startup Tourism 2024 Viðskipti innlent Gunnars loksins selt Viðskipti innlent Tveimur verslunum Krambúðarinnar lokað Viðskipti innlent Danska ríkið kaupir Kastrup Viðskipti erlent Fleiri fréttir Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sjá meira
Ummælin lét Trump falla á sundurlausum blaðamannafundi í Mar-a-Lago í Flórída í gær. Að hans mati ætti forseti að minnsta kosti að hafa eitthvað að segja um stýrivaxtaákvarðanir seðlabankans. „Ég held í mínu tilfelli, þá þénaði ég mikið fé, ég náði miklum árangri og ég held að ég hafi meiri meðfædda hæfileika en í mörgum tilfellum fólk sem ætti sæti í seðlabankanum eða bankastjórinn,“ sagði Trump. Þó að bankastjóri og stjórn seðlabankans sé tilnefnd af forseta og staðfest af öldungadeild Bandaríkjaþings á bankinn að njóta sjálfstæðis frá sitjandi ríkisstjórn hverju sinni. Starfstímabili Jerome Powell, sitjandi seðlabankastjóra, lýkur á miðju næsta kjörtímabili. Þegar Trump var forseti vó hann ítrekað að Powell fyrir ákvarðanir seðlabankans. Á fundinum í gær sagðist Trump hafa tekist hart á við Powell á þeim tíma. „Ég barðist mjög hart gegn honum.“ Reuters-fréttastofan segir að Trump hafi viljað reka Powell en efasemdir um að hann hefði vald til þess hefðu komið í veg fyrir það. Bandamenn Trump hafa lagt drög að tillögum til þess að takmarka sjálfstæðis seðlabankans en fyrrverandi forsetinn hefur reynt að fjarlægja sig hópnum.
Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Mest lesið Domino's hækkar verð á þriðjudagstilboðinu Viðskipti innlent Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Viðskipti erlent Vilja selja öll bílastæðahús borgarinnar Viðskipti innlent Ekki brenna út á aðventunni Atvinnulíf Leggja meiri áherslu á Prís og segja upp starfsmönnum Viðskipti innlent Afgangur á viðskiptajöfnuði tæplega helmingi minni milli ára Viðskipti innlent Níu teymi kynntu verkefni sín í Startup Tourism 2024 Viðskipti innlent Gunnars loksins selt Viðskipti innlent Tveimur verslunum Krambúðarinnar lokað Viðskipti innlent Danska ríkið kaupir Kastrup Viðskipti erlent Fleiri fréttir Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sjá meira