Bjóða upp á langlægsta verðið en samkeppnisaðilar óttast ekkert Bjarki Sigurðsson skrifar 9. ágúst 2024 22:00 Martin Tansøy, rekstrarstjóri Bolt á Íslandi, og Sæunn Ósk Unnsteinsdóttir, framkvæmdastjóri Hopp Reykjavík. Vísir/Ívar Fannar Bolt, eitt stærsta deilirafskútufyrirtæki heims, hefur hafið starfsemi á Íslandi. Leiguverðið er mun lægra en það sem þekkist hér á landi, þó það gæti breyst á næstu mánuðum. Samkeppnisaðili óttast ekki innkomu risans á markað. Bolt er með starfsemi í tæplega fimmtíu löndum um allan heim og leigja út um 250 þúsund farartæki. Í gær var rafskútum frá þeim dreift um götur Reykjavíkurborgar og innreið þeirra á íslenskan markað hafin. „Borgin er góð, hún er flöt og með góða innviði, það er þokkalegur fólksfjöldi. Svo er ekki svo mikil samkeppni svo það var kominn tími til að við kæmum hingað,“ segir Martin Tansøy, rekstrarstjóri Bolt á Íslandi. Martin Tansø er rekstrarstjóri Bolt í Noregi og Íslandi.Vísir/Ívar Fannar Leiguverðið hjá Bolt er töluvert lægra en hjá samkeppnisaðilunum Zolo og Hopp. Til að mynda er startgjaldið hjá þeim 110 og 115 krónur en hjá Bolt núll krónur. Hver mínúta hjá hinum kostar 38 og 39 krónur en hjá Bolt fimmtán krónur. „Þetta er sennilega ekki sjálfbært verð allt árið en til að byrja með, til að fá fólk til að nota þjónustu okkar, byrja að nota rafhlaupahjólin, hlaða niður appinu, er rétt að gera þetta. Og í framtíðinni, þótt við verðum kannski ekki með þetta verð eftir tvö ár, þá viljum við alltaf vera ódýrasta fyrirtækið,“ segir Martin. En eru allir ánægðir með þessa komu Bolt á markaðinn? „Við erum klárlega að fíla þetta. Við höfum alltaf talað fyrir því að góð og heilbrigð samkeppni sé það besta fyrir neytendann, sama hvort það sé á leigubílamarkaði eða öðru, þannig við erum alveg kampakát. Við trúðum á þennan markað þegar við komum hérna fyrir fjórum árum og að fá svona stóran aðila, sem trúir á hann líka, styrkir okkur. Við lítum mjög björtum augum á þetta,“ segir Sæunn Ósk Unnsteinsdóttir, framkvæmdastjóri Hopp. Sæunn Ósk Unnsteinsdóttir er framkvæmdastjóri Hopp Reykjavík.Vísir/Ívar Fannar Hún segir viðbrögð Hopp fara alfarið eftir því hvernig hlutirnir þróast. „Þannig við munum aldrei fara eitthvað að taka niður okkar þjónustustig bara til þess að bregðast við einhverri bólu sem þeir ætla að koma með í einhvern tíma, það er bara ekki þannig. Þetta er ekki fyrsti aðilinn sem reynir fyrir sér á þessum markaði,“ segir Sæunn. Samgöngur Rafhlaupahjól Neytendur Mest lesið Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Viðskipti innlent Vélmenni leysir afgreiðslufólk Sante af hólmi Neytendur Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Viðskipti innlent Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Viðskipti innlent Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Viðskipti innlent Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Viðskipti innlent „Ég gríp eiginlega strax í hina heilögu tvennu“ Atvinnulíf Jensens Bøfhus lokað Viðskipti erlent Bankasamningur JJB Sport kostar 1,.5 milljarð kr. aukalega Viðskipti erlent SFS vilja margfalda fiskeldi og fagna erlendri fjárfestingu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Grafalvarleg staða Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Bein útsending: Umræður á seinni degi Sjávarútvegsráðstefnunnar Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Telja viðgerð geta tekið allt að ár Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Bein útsending: Nýsköpunarverðlaun Samorku Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Bein útsending: Leiðir til að efla hlutabréfamarkaðinn Ómögulegt sé fyrir fólk á Eflingarlaunum að komast á húsnæðismarkað Bein útsending: Kanónur ræða sjávarútveginn í Hörpu Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Steinunn frá UNICEF til Festu Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Sýn tapaði 239 milljónum Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Segja fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðu efnahags og vinnumarkaðar „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Sækja á fjórða milljarð króna Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Sjá meira
Bolt er með starfsemi í tæplega fimmtíu löndum um allan heim og leigja út um 250 þúsund farartæki. Í gær var rafskútum frá þeim dreift um götur Reykjavíkurborgar og innreið þeirra á íslenskan markað hafin. „Borgin er góð, hún er flöt og með góða innviði, það er þokkalegur fólksfjöldi. Svo er ekki svo mikil samkeppni svo það var kominn tími til að við kæmum hingað,“ segir Martin Tansøy, rekstrarstjóri Bolt á Íslandi. Martin Tansø er rekstrarstjóri Bolt í Noregi og Íslandi.Vísir/Ívar Fannar Leiguverðið hjá Bolt er töluvert lægra en hjá samkeppnisaðilunum Zolo og Hopp. Til að mynda er startgjaldið hjá þeim 110 og 115 krónur en hjá Bolt núll krónur. Hver mínúta hjá hinum kostar 38 og 39 krónur en hjá Bolt fimmtán krónur. „Þetta er sennilega ekki sjálfbært verð allt árið en til að byrja með, til að fá fólk til að nota þjónustu okkar, byrja að nota rafhlaupahjólin, hlaða niður appinu, er rétt að gera þetta. Og í framtíðinni, þótt við verðum kannski ekki með þetta verð eftir tvö ár, þá viljum við alltaf vera ódýrasta fyrirtækið,“ segir Martin. En eru allir ánægðir með þessa komu Bolt á markaðinn? „Við erum klárlega að fíla þetta. Við höfum alltaf talað fyrir því að góð og heilbrigð samkeppni sé það besta fyrir neytendann, sama hvort það sé á leigubílamarkaði eða öðru, þannig við erum alveg kampakát. Við trúðum á þennan markað þegar við komum hérna fyrir fjórum árum og að fá svona stóran aðila, sem trúir á hann líka, styrkir okkur. Við lítum mjög björtum augum á þetta,“ segir Sæunn Ósk Unnsteinsdóttir, framkvæmdastjóri Hopp. Sæunn Ósk Unnsteinsdóttir er framkvæmdastjóri Hopp Reykjavík.Vísir/Ívar Fannar Hún segir viðbrögð Hopp fara alfarið eftir því hvernig hlutirnir þróast. „Þannig við munum aldrei fara eitthvað að taka niður okkar þjónustustig bara til þess að bregðast við einhverri bólu sem þeir ætla að koma með í einhvern tíma, það er bara ekki þannig. Þetta er ekki fyrsti aðilinn sem reynir fyrir sér á þessum markaði,“ segir Sæunn.
Samgöngur Rafhlaupahjól Neytendur Mest lesið Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Viðskipti innlent Vélmenni leysir afgreiðslufólk Sante af hólmi Neytendur Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Viðskipti innlent Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Viðskipti innlent Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Viðskipti innlent Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Viðskipti innlent „Ég gríp eiginlega strax í hina heilögu tvennu“ Atvinnulíf Jensens Bøfhus lokað Viðskipti erlent Bankasamningur JJB Sport kostar 1,.5 milljarð kr. aukalega Viðskipti erlent SFS vilja margfalda fiskeldi og fagna erlendri fjárfestingu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Grafalvarleg staða Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Bein útsending: Umræður á seinni degi Sjávarútvegsráðstefnunnar Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Telja viðgerð geta tekið allt að ár Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Bein útsending: Nýsköpunarverðlaun Samorku Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Bein útsending: Leiðir til að efla hlutabréfamarkaðinn Ómögulegt sé fyrir fólk á Eflingarlaunum að komast á húsnæðismarkað Bein útsending: Kanónur ræða sjávarútveginn í Hörpu Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Steinunn frá UNICEF til Festu Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Sýn tapaði 239 milljónum Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Segja fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðu efnahags og vinnumarkaðar „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Sækja á fjórða milljarð króna Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Sjá meira