Drukkinn Íslendingur sagður hafa kýlt leigubílstjóra í Taílandi Jón Ísak Ragnarsson skrifar 12. ágúst 2024 11:15 Mynd af taílenskri lögreglu úr safni. Getty Drukkinn Íslendingur á sextugs- eða sjötugsaldri er sagður hafa hlotið talsverða áverka þegar hann lenti í slagsmálum við leigubílstjóra og lögreglu í Taílandi á laugardaginn. Frá þessu er greint í Bangkok post. Þar segir að lögregla og sjúkraliðar hafi verið kallaðir til að Soi Chalermphrakiat 19 í Bang Lamung héraði, þar sem þau komu að íslenskum manni sem gaf upp nafnið Paul. Lögreglan taldi hann vera á sextugs- eða sjötugsaldri. Á vettvangi voru einnig 52 ára lögreglusjálfboðaliði og 43 ára leigubílstjóri. Paul hafði hlotið höfuðáverka og var andlit hans þakið blóði. Áreitti bílstjórann Leigubílstjórinn sagði lögreglunni að hann hefði sótt Paul og taílenska konu í Soi Bua Khao og keyrt þau að Soi Chalermphrakiat 19. Þá kom í ljós að Paul hefði skrifað vitlaust heimilisfang þegar hann pantaði bílinn, en bílstjórinn ætlaði þá að keyra þau að réttu heimilisfangi. Bílstjórinn sagði að Paul hefði verið mjög drukkinn og áreitt hann allan tímann meðan akstrinum stóð. Hann hafi einu sinni lamið hann í hausinn. Sló bílstjórann og sleit keðjuna Þá hafi bílstjórinn stöðvað bílinn og skipað Paul að fara úr bílnum. Þá snöggreiddist Paul, skellti hurðinni og öskraði á bílstjórann. Svo réðst hann að honum, greip um hálsmálið hans, sló hálsinn, og togaði svo fast í keðju sem hann hafði um hálsinn að hún slitnaði. Þá kýldi leigubílstjórinn Paul í andlitið og slagsmál brutust út. Taílenskur lögreglusjálfboðaliði skarst í leikinn, en Paul kýldi hann í rot. Taíland Íslendingar erlendis Mest lesið Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Erlent Selenskí mun funda með Trump Erlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Fleiri fréttir Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði Sjá meira
Frá þessu er greint í Bangkok post. Þar segir að lögregla og sjúkraliðar hafi verið kallaðir til að Soi Chalermphrakiat 19 í Bang Lamung héraði, þar sem þau komu að íslenskum manni sem gaf upp nafnið Paul. Lögreglan taldi hann vera á sextugs- eða sjötugsaldri. Á vettvangi voru einnig 52 ára lögreglusjálfboðaliði og 43 ára leigubílstjóri. Paul hafði hlotið höfuðáverka og var andlit hans þakið blóði. Áreitti bílstjórann Leigubílstjórinn sagði lögreglunni að hann hefði sótt Paul og taílenska konu í Soi Bua Khao og keyrt þau að Soi Chalermphrakiat 19. Þá kom í ljós að Paul hefði skrifað vitlaust heimilisfang þegar hann pantaði bílinn, en bílstjórinn ætlaði þá að keyra þau að réttu heimilisfangi. Bílstjórinn sagði að Paul hefði verið mjög drukkinn og áreitt hann allan tímann meðan akstrinum stóð. Hann hafi einu sinni lamið hann í hausinn. Sló bílstjórann og sleit keðjuna Þá hafi bílstjórinn stöðvað bílinn og skipað Paul að fara úr bílnum. Þá snöggreiddist Paul, skellti hurðinni og öskraði á bílstjórann. Svo réðst hann að honum, greip um hálsmálið hans, sló hálsinn, og togaði svo fast í keðju sem hann hafði um hálsinn að hún slitnaði. Þá kýldi leigubílstjórinn Paul í andlitið og slagsmál brutust út. Taílenskur lögreglusjálfboðaliði skarst í leikinn, en Paul kýldi hann í rot.
Taíland Íslendingar erlendis Mest lesið Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Erlent Selenskí mun funda með Trump Erlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Fleiri fréttir Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði Sjá meira