Makaði tómatsósu á útidyrahurð nágranna sinna Jón Ísak Ragnarsson skrifar 12. ágúst 2024 16:36 „Það leit út fyrir að hér hefði verið framið morð“ segir Rawad. Rawad Nouman Rawad Nouman vissi ekki hvaðan á sig stóð veðrið þegar nágranni hans á Selfossi hafði uppi hótanir við hann og litla bróður hans, og makaði svo tómatsósu á hurðina að íbúð þeirra. Rawad segist ekkert hafa á móti manninum en vill vera látinn í friði. Rawad kom með fjölskyldu sinni til Íslands sem flóttamaður frá Sýrlandi árið 2017. Hann veltir því fyrir sér hvort fordómar hafi verið að baki, en kveðst þó ekkert vita um það. „Þessi maður býr í sömu blokk og við, hann býr einn. Við höfum ekki lent í neinu svona áður, en nágrannar okkar sem eru íslenskir hafa líka lent í einhverju veseni með hann, en ekki því sama og við,“ segir Rawad. „Hann er óvenjulegur þessi gæi, hef heyrt að hann sé kannski eitthvað veikur en ég veit það ekki,“ segir hann. Dinglaði bjöllunni og talaði „á óvirðulegan hátt“ Upphaf málsins má rekja til þess að Rawad og litli bróðir hans fóru heim til Selfoss 30. júlí, eftir að hafa verið í Reykjavík í tvær vikur. Foreldrar þeirra höfðu þá einnig verið erlendis í tvær vikur. Þá hringdi einhver bjöllunni og Rawad kom til dyra. Þá horfði maðurinn reiður á hann og sagði „þú slærð alltaf fast á hurðirnar og af hverju dregurðu búnaðinn á gólfið á ganginum í byggingunni?“ Rawad hváði og innti hann eftir frekari útskýringum. „Já, og mamma þín og pabbi hafa líka verið með hávaða síðustu tvo daga!“. Rawad hélt ró sinni og spurði um hvað hann væri að tala, foreldrar hans hafi ekki verið heima. Þá hafi maðurinn farið að tala „á óvirðulegan hátt.“ Makaði tómatsósu á hurðina en neitaði sök Daginn vaknaði Rawad svo þegar litli bróðir hans kom heim að kvöldi til, og sýndi honum hurðina að íbúðinni. „Það leit út fyrir að hér hefði verið framið morð,“ segir Rawad, og að litli bróðir hans hafi orðið hræddur. Rawad fór rakleiðis til mannsins sem hafði verið með leiðindi daginn áður, en hann neitaði sök fyrst um sinn. Svo þegar litli bróðir hans sagði að þetta væri eins og pítsusósa hafi maðurinn undarlegi sagt „þetta er reyndar tómatsósa.“ Svona leit hurðin út.Rawad Nouman Hefur ekkert á móti manninum Rawad segist ekki hafa neitt á móti þessum manni, en hann vilji vera látinn í friði. „Maður kemur heim til að hafa hlutina þægilega. Ef hann hættir þessu þá er ég alveg til í að láta hann bara í friði,“ segir hann. Hann ætli að láta þetta bara eiga sig í bili, og vonar að maðurinn láti ekki frekar til sín taka. Rawad vakti fyrst athygli á þessu á Facebook-síðu íbúa Selfoss. Árborg Mest lesið Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Innlent Ozzy Osbourne allur Erlent Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Innlent Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Erlent Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Innlent Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Erlent Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Innlent Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Innlent Fleiri fréttir Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sækja mann sem datt af hestbaki Lögregla afþakkar þjónustu Skjaldar Íslands og Guðni boðar brennu Félagið Ísland-Palestína harmar skvettuna Rán og frelsissvipting í Árbæ Mótmælandi skvetti málningu á ljósmyndara Morgunblaðsins Brottfararstöð dómsmálaráðherra komin í samráðsgátt Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Tveir af þremur ánægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“ Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjálfsagt að taka málið fyrir: „Leysist ekkert sjálfkrafa við að ganga inn í Evrópusambandið“ Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Play tekur dýfu í skugga afkomuviðvörunar og Njáll Trausti vill funda Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Með vesen í miðborginni og á bráðamóttöku og síðar handtekinn vegna þjófnaðar Virknin bundin við einn gíg: Gasmengunar gæti orðið vart á Suðurlandi Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Hvalreki í Vogum Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Sjá meira
Rawad kom með fjölskyldu sinni til Íslands sem flóttamaður frá Sýrlandi árið 2017. Hann veltir því fyrir sér hvort fordómar hafi verið að baki, en kveðst þó ekkert vita um það. „Þessi maður býr í sömu blokk og við, hann býr einn. Við höfum ekki lent í neinu svona áður, en nágrannar okkar sem eru íslenskir hafa líka lent í einhverju veseni með hann, en ekki því sama og við,“ segir Rawad. „Hann er óvenjulegur þessi gæi, hef heyrt að hann sé kannski eitthvað veikur en ég veit það ekki,“ segir hann. Dinglaði bjöllunni og talaði „á óvirðulegan hátt“ Upphaf málsins má rekja til þess að Rawad og litli bróðir hans fóru heim til Selfoss 30. júlí, eftir að hafa verið í Reykjavík í tvær vikur. Foreldrar þeirra höfðu þá einnig verið erlendis í tvær vikur. Þá hringdi einhver bjöllunni og Rawad kom til dyra. Þá horfði maðurinn reiður á hann og sagði „þú slærð alltaf fast á hurðirnar og af hverju dregurðu búnaðinn á gólfið á ganginum í byggingunni?“ Rawad hváði og innti hann eftir frekari útskýringum. „Já, og mamma þín og pabbi hafa líka verið með hávaða síðustu tvo daga!“. Rawad hélt ró sinni og spurði um hvað hann væri að tala, foreldrar hans hafi ekki verið heima. Þá hafi maðurinn farið að tala „á óvirðulegan hátt.“ Makaði tómatsósu á hurðina en neitaði sök Daginn vaknaði Rawad svo þegar litli bróðir hans kom heim að kvöldi til, og sýndi honum hurðina að íbúðinni. „Það leit út fyrir að hér hefði verið framið morð,“ segir Rawad, og að litli bróðir hans hafi orðið hræddur. Rawad fór rakleiðis til mannsins sem hafði verið með leiðindi daginn áður, en hann neitaði sök fyrst um sinn. Svo þegar litli bróðir hans sagði að þetta væri eins og pítsusósa hafi maðurinn undarlegi sagt „þetta er reyndar tómatsósa.“ Svona leit hurðin út.Rawad Nouman Hefur ekkert á móti manninum Rawad segist ekki hafa neitt á móti þessum manni, en hann vilji vera látinn í friði. „Maður kemur heim til að hafa hlutina þægilega. Ef hann hættir þessu þá er ég alveg til í að láta hann bara í friði,“ segir hann. Hann ætli að láta þetta bara eiga sig í bili, og vonar að maðurinn láti ekki frekar til sín taka. Rawad vakti fyrst athygli á þessu á Facebook-síðu íbúa Selfoss.
Árborg Mest lesið Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Innlent Ozzy Osbourne allur Erlent Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Innlent Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Erlent Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Innlent Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Erlent Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Innlent Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Innlent Fleiri fréttir Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sækja mann sem datt af hestbaki Lögregla afþakkar þjónustu Skjaldar Íslands og Guðni boðar brennu Félagið Ísland-Palestína harmar skvettuna Rán og frelsissvipting í Árbæ Mótmælandi skvetti málningu á ljósmyndara Morgunblaðsins Brottfararstöð dómsmálaráðherra komin í samráðsgátt Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Tveir af þremur ánægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“ Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjálfsagt að taka málið fyrir: „Leysist ekkert sjálfkrafa við að ganga inn í Evrópusambandið“ Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Play tekur dýfu í skugga afkomuviðvörunar og Njáll Trausti vill funda Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Með vesen í miðborginni og á bráðamóttöku og síðar handtekinn vegna þjófnaðar Virknin bundin við einn gíg: Gasmengunar gæti orðið vart á Suðurlandi Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Hvalreki í Vogum Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Sjá meira