Rauðu örvarnar leika listir sínar á Íslandi Kristján Már Unnarsson skrifar 15. ágúst 2024 23:25 Rauðu örvarnar, Red Arrows, á æfingu fyrr á árinu í tilefni 60 ára afmælis flugsveitarinnar. Royal Air Force Rauðu örvarnar, listflugsveit breska flughersins, hefur viðdvöl á Íslandi um helgina á leið sinni vestur yfir Atlantshaf. Áformað er að sveitin leiki listir sínar yfir Keflavíkurflugvelli síðdegis á laugardag, þótt flugsýning hérlendis sé ekki á formlegri dagskrá sveitarinnar. Listflugsveitin, sem samanstendur af níu þotum, er á leið í sýningarför til Kanada í tilefni 100 ára afmælis kanadíska flughersins. Jafnframt fagna Rauðu örvarnar 60 ára afmæli í ár og er fyrirhugað að sveitin haldi á annan tug flugsýninga í Kanada næsta mánuðinn. Í tilkynningu frá utanríkisráðuneytinu kemur fram að Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra verði meðal annarra viðstödd á öryggissvæðinu á Keflavíkurflugvelli þegar Rauðu örvarnar leiki listir sínar á laugardag 17. ágúst. Ekki er gefin upp nákvæm tímasetning en fulltrúum fjölmiðla er boðið að mæta á svæðið laust fyrir klukkan 15 og áætlað að dagskrá verði lokið um klukkan 17:30. Í tilkynningu ráðuneytisins er rifjað upp að Rauðu örvarnar hafi áður komið til Íslands og sýnt listir sínar, til dæmis árin 2002 og 2008. Í heimsókninni árið 2002 flaug flugsveitin lágt yfir Reykjavík. Þá muna eflaust margir sem komnir eru yfir miðjan aldur eftir magnaðri flugsýningu Rauðu örvanna yfir Reykjavíkurflugvelli í ágústmánuði árið 1970. Þess má geta að flugsveit konunglega breska flughersins, Royal Air Force, er með aðsetur á öryggissvæðinu á Keflavíkurflugvelli um þessar mundir vegna loftrýmisgæslu Atlantshafsbandalagsins sem nú stendur yfir. Sú flugsveit samanstendur af fjórum F-35 orrustuþotum og 180 liðsmönnum. Fréttir af flugi Keflavíkurflugvöllur Bretland Kanada NATO Öryggis- og varnarmál Mest lesið Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Erlent Áhugi á Valhöll Innlent Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Erlent Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Innlent Tveir ekki í öryggisbelti Innlent Flugumferðarstjórar boða til yfirvinnubanns Innlent Búið að opna Hvalfjarðargöng á ný Innlent Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Innlent Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Innlent Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Erlent Fleiri fréttir Allt tiltækt lið sent vegna elds á hjúkrunarheimili Skotvopnin reyndust eftirlíkingar Grindvískum börnum líður verr en jafnöldrum þeirra Flugumferðarstjórar boða til yfirvinnubanns Búið að opna Hvalfjarðargöng á ný Áhugi á Valhöll Tveir ekki í öryggisbelti Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Leggur til reglur um „rafrænan útivistartíma“ „Þetta er bara heimskulegt, þeir þurfa að setja beltin á sig“ Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Svona fer peningaþvætti fram Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Hættir sem ráðuneytisstjóri Óvenju mörg andlát fíknisjúkra Brotist inn á heilbrigðisstofnun og lyfjum stolið Greinilega um misskilning að ræða sem ber að leiðrétta Reynir aftur við Endurupptökudóm Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Vilja minnismerki um Gunnar í Viðey en ekki í Gunnarsbrekku Vill áfram leiða lista Sjálfstæðismanna á Akureyri Vill á annað hundrað milljóna króna fyrir sólarhringsvakt Lagt til að aldurstakmark á samfélagsmiðlum verði hækkað á Íslandi Þvættuðu tugi milljóna og lögreglan göbbuð í sumarbústað Takast á um kísilmálm og vilja hækka aldurstakmörk á samfélagsmiðlum hér á landi Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Sjá meira
Listflugsveitin, sem samanstendur af níu þotum, er á leið í sýningarför til Kanada í tilefni 100 ára afmælis kanadíska flughersins. Jafnframt fagna Rauðu örvarnar 60 ára afmæli í ár og er fyrirhugað að sveitin haldi á annan tug flugsýninga í Kanada næsta mánuðinn. Í tilkynningu frá utanríkisráðuneytinu kemur fram að Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra verði meðal annarra viðstödd á öryggissvæðinu á Keflavíkurflugvelli þegar Rauðu örvarnar leiki listir sínar á laugardag 17. ágúst. Ekki er gefin upp nákvæm tímasetning en fulltrúum fjölmiðla er boðið að mæta á svæðið laust fyrir klukkan 15 og áætlað að dagskrá verði lokið um klukkan 17:30. Í tilkynningu ráðuneytisins er rifjað upp að Rauðu örvarnar hafi áður komið til Íslands og sýnt listir sínar, til dæmis árin 2002 og 2008. Í heimsókninni árið 2002 flaug flugsveitin lágt yfir Reykjavík. Þá muna eflaust margir sem komnir eru yfir miðjan aldur eftir magnaðri flugsýningu Rauðu örvanna yfir Reykjavíkurflugvelli í ágústmánuði árið 1970. Þess má geta að flugsveit konunglega breska flughersins, Royal Air Force, er með aðsetur á öryggissvæðinu á Keflavíkurflugvelli um þessar mundir vegna loftrýmisgæslu Atlantshafsbandalagsins sem nú stendur yfir. Sú flugsveit samanstendur af fjórum F-35 orrustuþotum og 180 liðsmönnum.
Fréttir af flugi Keflavíkurflugvöllur Bretland Kanada NATO Öryggis- og varnarmál Mest lesið Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Erlent Áhugi á Valhöll Innlent Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Erlent Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Innlent Tveir ekki í öryggisbelti Innlent Flugumferðarstjórar boða til yfirvinnubanns Innlent Búið að opna Hvalfjarðargöng á ný Innlent Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Innlent Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Innlent Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Erlent Fleiri fréttir Allt tiltækt lið sent vegna elds á hjúkrunarheimili Skotvopnin reyndust eftirlíkingar Grindvískum börnum líður verr en jafnöldrum þeirra Flugumferðarstjórar boða til yfirvinnubanns Búið að opna Hvalfjarðargöng á ný Áhugi á Valhöll Tveir ekki í öryggisbelti Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Leggur til reglur um „rafrænan útivistartíma“ „Þetta er bara heimskulegt, þeir þurfa að setja beltin á sig“ Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Svona fer peningaþvætti fram Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Hættir sem ráðuneytisstjóri Óvenju mörg andlát fíknisjúkra Brotist inn á heilbrigðisstofnun og lyfjum stolið Greinilega um misskilning að ræða sem ber að leiðrétta Reynir aftur við Endurupptökudóm Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Vilja minnismerki um Gunnar í Viðey en ekki í Gunnarsbrekku Vill áfram leiða lista Sjálfstæðismanna á Akureyri Vill á annað hundrað milljóna króna fyrir sólarhringsvakt Lagt til að aldurstakmark á samfélagsmiðlum verði hækkað á Íslandi Þvættuðu tugi milljóna og lögreglan göbbuð í sumarbústað Takast á um kísilmálm og vilja hækka aldurstakmörk á samfélagsmiðlum hér á landi Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Sjá meira