Landsvirkjun gerir 725 milljón króna tilboð í Toppstöðina Hólmfríður Gísladóttir skrifar 16. ágúst 2024 07:32 Toppstöðin var reist árið 1946 með fé úr Marshall-aðstoð Bandaríkjamanna. Vísir/Vilhelm Landsvirkjun hefur lagt fram óskuldbindandi tilboð í Toppstöðina í Elliðaárdal, sem nú er í eigu Reykjavíkurborgar. Um er að ræða tilboð í Toppstöðina sjálfa og lóð undir bílastæði, upp á samtals 725 milljónir króna. Frá þessu greinir Landsvirkjun í Facebook-færslu. Tilboðið er lagt fram með það í huga að færa höfuðstöðvar Landsvirkjunar í Toppstöðina en í færslunni segir að Toppstöðin sé meðal nokkurra kosta sem verið sé að skoða. „Um aldamótin kannaði Landsvirkjun möguleikann á nýjum höfuðstöðvum við Rafstöðvarveg 4, en á þeim tíma hugðist Reykjavíkurborg rífa húsið. Þar sem Reykjavíkurborg hefur nú hætt við þau áform ákvað Landsvirkjun að kanna þennan möguleika betur,“ segir í Facebook-færslunni. Þá er vísað til þess að fyrirtækið hafi neyðst til að rýma höfuðstöðvar sínar við Háaleitisbraut í fyrra, eftir að mygla greindist í húsinu. Ákveðið hefur verið að selja það húsnæði. „Höfuðstöðvar orkufyrirtækis þjóðarinnar eru núna í leiguhúsnæði að Katrínartúni 2 og hafa verið kannaðir möguleikar á að leigja eða kaupa nýjar höfuðstöðvar, eða byggja þær frá grunni. Húsið að Rafstöðvarvegi 4 er einn af þeim kostum sem horft hefur verið til.“ Tilboð Landsvirkjunnar gerir ráð fyrir að ásýnd Toppstöðvarinnar verði færð nær upprunalegu útliti frá 1948 og áhersla lögð á að halda í sögulegt viðmót byggingarinnar. Þá verði leitast við að endurnýta núverandi mannvirki, eftir því sem nútímakröfur leyfa. Rekstri toppstöðvar við Rafstöðvarveg var hætt árið 1980. Um tíma var rekið frumkvöðlasetur í húsnæðinu, þar sem listafólk hafði meðal annarst aðstöðu, en húsið hefur verið tómt síðustu misseri. Landsvirkjun Mest lesið „Við getum gert það sem við viljum“ Erlent „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Innlent Kom ekki á teppið Innlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Innlent Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Innlent Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Innlent Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni Innlent Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent „Ég á þetta og má þetta“ Innlent Fleiri fréttir Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Viðreisn býður fram undir merkjum Samfylkingar Þrjú erlend her- og varðskip í Reykjavík Ósammála um hvort lögregla hafi gefið fyrirmæli „Ég á þetta og má þetta“ „Það er ekki hægt að muna allan þennan djöful“ Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Hvalveiðimótmælin fyrir dóm og Danir segja ekkert samið um Grænland Húsleit fór fram víðar en á Akureyri Halla slær á putta handboltahetjunnar „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ „Sama hvað gerist þá sigra hvalirnir“ Sjá meira
Frá þessu greinir Landsvirkjun í Facebook-færslu. Tilboðið er lagt fram með það í huga að færa höfuðstöðvar Landsvirkjunar í Toppstöðina en í færslunni segir að Toppstöðin sé meðal nokkurra kosta sem verið sé að skoða. „Um aldamótin kannaði Landsvirkjun möguleikann á nýjum höfuðstöðvum við Rafstöðvarveg 4, en á þeim tíma hugðist Reykjavíkurborg rífa húsið. Þar sem Reykjavíkurborg hefur nú hætt við þau áform ákvað Landsvirkjun að kanna þennan möguleika betur,“ segir í Facebook-færslunni. Þá er vísað til þess að fyrirtækið hafi neyðst til að rýma höfuðstöðvar sínar við Háaleitisbraut í fyrra, eftir að mygla greindist í húsinu. Ákveðið hefur verið að selja það húsnæði. „Höfuðstöðvar orkufyrirtækis þjóðarinnar eru núna í leiguhúsnæði að Katrínartúni 2 og hafa verið kannaðir möguleikar á að leigja eða kaupa nýjar höfuðstöðvar, eða byggja þær frá grunni. Húsið að Rafstöðvarvegi 4 er einn af þeim kostum sem horft hefur verið til.“ Tilboð Landsvirkjunnar gerir ráð fyrir að ásýnd Toppstöðvarinnar verði færð nær upprunalegu útliti frá 1948 og áhersla lögð á að halda í sögulegt viðmót byggingarinnar. Þá verði leitast við að endurnýta núverandi mannvirki, eftir því sem nútímakröfur leyfa. Rekstri toppstöðvar við Rafstöðvarveg var hætt árið 1980. Um tíma var rekið frumkvöðlasetur í húsnæðinu, þar sem listafólk hafði meðal annarst aðstöðu, en húsið hefur verið tómt síðustu misseri.
Landsvirkjun Mest lesið „Við getum gert það sem við viljum“ Erlent „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Innlent Kom ekki á teppið Innlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Innlent Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Innlent Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Innlent Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni Innlent Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent „Ég á þetta og má þetta“ Innlent Fleiri fréttir Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Viðreisn býður fram undir merkjum Samfylkingar Þrjú erlend her- og varðskip í Reykjavík Ósammála um hvort lögregla hafi gefið fyrirmæli „Ég á þetta og má þetta“ „Það er ekki hægt að muna allan þennan djöful“ Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Hvalveiðimótmælin fyrir dóm og Danir segja ekkert samið um Grænland Húsleit fór fram víðar en á Akureyri Halla slær á putta handboltahetjunnar „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ „Sama hvað gerist þá sigra hvalirnir“ Sjá meira