Ónotuð hraðtískuföt hrannast upp hjá Rauða krossinum Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 18. ágúst 2024 19:10 Guðbjörg segir mikið magn af fötum frá netverslunum eins og Shein og Temu rata í fatagáma Rauða krossins. Vísir/Ívar Fannar Fatasöfnun Rauða krossins hefur tekið ákvörðun um að selja ekki vörur frá netverslunum eins og Shein og Temu í búðum sínum á Íslandi. Teymisstjóri söfnunarinnar segir gríðarlegt magn af slíkum fötum rata í söfnunargáma og oft séu þau jafnvel ónotuð. Sífellt meira magn af fötum frá netverslunum eins og Shein, Temu og Aliexpress ratar í fatasöfnun Rauða krossins. Vörurnar eru oft illa frágengnar, margar í sömu stærð í sömu pokunum og oft ekki einu sinni hægt að klæðast þeim. Fatasöfnun Rauða krossins á Íslandi tekur við um 2500 tonnum af textíl á ári og hefur það verið svipað um nokkurra ára skeið. Guðbjörg Rut Pálmadottir, teymisstjóri verkefnisins, segir samsetningu þess sem berst þó hafa tekið breytingum. „Maður verður var við ákveðið agaleysi. Það er mikið keypt af því sama. Gæðin hafa hríðversnað og áberandi mikið úr vefverslunum, sem er lítið notað og jafnvel bara alls ekki notað,“ segir Guðbjörg. „Við höfum meðvitað ekki verið að selja innanlands vörur sem koma beint frá framleiðslulöndunum - það er að segja fara ekki í gegnum gæðavottun í Evrópu. Þá er minna eftirlit og ákveðið óöryggi. Við erum að reyna að forðast það,“ segir Guðbjörg. Fáiði mikið magn af þessum fötum? „Já, töluvert mikið. Það er áberandi á hverjum degi.“ Flíkur jafnvel enn með miðann Hún segir mun algengara en fólk heldur að flíkur komi í gámana ónotaðar og enn með miðann á. „Það er mjög algengt að sama flíkin komi í nokkrum stærðum. Þá eru keyptar nokkrar stærðir, tekið það sem passar eða jafnvel ekki.“ Sálfræðingurinn Katrín Kristjánsdóttir varaði við því í Bítinu á Bylgjunni í gær að sölusíður líkt og Temu og Shein geti valdið kaupfíkn. Markmiðið sé heldur að svala kaupþörf en að klæða fólk. Undir þetta tekur Guðbjörg. „Mín kenning er sú að það er svo auðvelt aðgengi. Þetta er svo skemmtilegt og svo gaman að fara í gegnum þetta. Spenna. Ég held að stór hluti af þessu sé verslun, að kaup, kaupþörf sem er fullnægt með þessu. Frekar heldur en þörfin fyrir fatnaðinn sem slíkan,“ segir Guðbjörg. „Þessi mikla neysla hún stingur í augun. Og líka það að almenningur er kannski ekki alltaf, honum er ekki umhugað um að fötin þeirra endist, séu vönduð eða góð heldur bara keypt nýtt. Það er það sem ég held að sé ekki gott fyrir neinn.“ Neytendur Verslun Mest lesið Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Innlent Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun Innlent „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Innlent Móðirin á Edition gengur laus Innlent „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Innlent „Fáum enn á borð til okkar atriði sem maður missir hökuna yfir“ Innlent Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Erlent „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ Innlent Boða mann til landsins vegna líkamsárásar þegar hann var sextán ára Innlent Fleiri fréttir Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Öryrkjar í hlutastarfi oft tekjuhærri en fólk í fullu starfi Ofsótt af eltihrelli sem enn gengur laus Kvenmannshár í farangurshlera reyndist vera hrekkjavökuskraut Formannsslagur í vændum hjá Ungu jafnaðarfólki Móðirin á Edition gengur laus Fjórðungur drekki orkudrykki daglega Líkur á nýju eldgosi meiri í seinni hluta september Boða mann til landsins vegna líkamsárásar þegar hann var sextán ára Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun „Fáum enn á borð til okkar atriði sem maður missir hökuna yfir“ Stjórn Samtakanna ´78 fordæmir hótanir í garð Snorra og fjölskyldu Feðgar alsælir með fyrsta rafmagnsvörubílinn Segir ómögulegt að spá fyrir um kostnað vegna starfslokanna Jarðskjálfti að stærð 3,7 í norðvestanverðri öskju Bárðarbungu Vildi enga „lobbýista“ í nýskipað atvinnustefnuráð „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ „Við viljum að fjölskyldan fari saman heim“ Innkalla Ashwagandha vegna mögulegs jarðhnetusmits Forsætisráðherra segir tíma stórframkvæmda runninn upp Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Engan sakaði þegar eldur kviknaði í bát út af Tjörnesi „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Bein útsending: Brunavarnir og öryggi til framtíðar Bein útsending: Mótun nýrrar atvinnustefnu og vaxtarplan til 2035 „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Hitamet féll á Egilsstöðum í ágúst Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Gætu fengið að kjósa í sínu gamla sveitarfélagi Sjá meira
Sífellt meira magn af fötum frá netverslunum eins og Shein, Temu og Aliexpress ratar í fatasöfnun Rauða krossins. Vörurnar eru oft illa frágengnar, margar í sömu stærð í sömu pokunum og oft ekki einu sinni hægt að klæðast þeim. Fatasöfnun Rauða krossins á Íslandi tekur við um 2500 tonnum af textíl á ári og hefur það verið svipað um nokkurra ára skeið. Guðbjörg Rut Pálmadottir, teymisstjóri verkefnisins, segir samsetningu þess sem berst þó hafa tekið breytingum. „Maður verður var við ákveðið agaleysi. Það er mikið keypt af því sama. Gæðin hafa hríðversnað og áberandi mikið úr vefverslunum, sem er lítið notað og jafnvel bara alls ekki notað,“ segir Guðbjörg. „Við höfum meðvitað ekki verið að selja innanlands vörur sem koma beint frá framleiðslulöndunum - það er að segja fara ekki í gegnum gæðavottun í Evrópu. Þá er minna eftirlit og ákveðið óöryggi. Við erum að reyna að forðast það,“ segir Guðbjörg. Fáiði mikið magn af þessum fötum? „Já, töluvert mikið. Það er áberandi á hverjum degi.“ Flíkur jafnvel enn með miðann Hún segir mun algengara en fólk heldur að flíkur komi í gámana ónotaðar og enn með miðann á. „Það er mjög algengt að sama flíkin komi í nokkrum stærðum. Þá eru keyptar nokkrar stærðir, tekið það sem passar eða jafnvel ekki.“ Sálfræðingurinn Katrín Kristjánsdóttir varaði við því í Bítinu á Bylgjunni í gær að sölusíður líkt og Temu og Shein geti valdið kaupfíkn. Markmiðið sé heldur að svala kaupþörf en að klæða fólk. Undir þetta tekur Guðbjörg. „Mín kenning er sú að það er svo auðvelt aðgengi. Þetta er svo skemmtilegt og svo gaman að fara í gegnum þetta. Spenna. Ég held að stór hluti af þessu sé verslun, að kaup, kaupþörf sem er fullnægt með þessu. Frekar heldur en þörfin fyrir fatnaðinn sem slíkan,“ segir Guðbjörg. „Þessi mikla neysla hún stingur í augun. Og líka það að almenningur er kannski ekki alltaf, honum er ekki umhugað um að fötin þeirra endist, séu vönduð eða góð heldur bara keypt nýtt. Það er það sem ég held að sé ekki gott fyrir neinn.“
Neytendur Verslun Mest lesið Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Innlent Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun Innlent „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Innlent Móðirin á Edition gengur laus Innlent „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Innlent „Fáum enn á borð til okkar atriði sem maður missir hökuna yfir“ Innlent Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Erlent „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ Innlent Boða mann til landsins vegna líkamsárásar þegar hann var sextán ára Innlent Fleiri fréttir Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Öryrkjar í hlutastarfi oft tekjuhærri en fólk í fullu starfi Ofsótt af eltihrelli sem enn gengur laus Kvenmannshár í farangurshlera reyndist vera hrekkjavökuskraut Formannsslagur í vændum hjá Ungu jafnaðarfólki Móðirin á Edition gengur laus Fjórðungur drekki orkudrykki daglega Líkur á nýju eldgosi meiri í seinni hluta september Boða mann til landsins vegna líkamsárásar þegar hann var sextán ára Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun „Fáum enn á borð til okkar atriði sem maður missir hökuna yfir“ Stjórn Samtakanna ´78 fordæmir hótanir í garð Snorra og fjölskyldu Feðgar alsælir með fyrsta rafmagnsvörubílinn Segir ómögulegt að spá fyrir um kostnað vegna starfslokanna Jarðskjálfti að stærð 3,7 í norðvestanverðri öskju Bárðarbungu Vildi enga „lobbýista“ í nýskipað atvinnustefnuráð „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ „Við viljum að fjölskyldan fari saman heim“ Innkalla Ashwagandha vegna mögulegs jarðhnetusmits Forsætisráðherra segir tíma stórframkvæmda runninn upp Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Engan sakaði þegar eldur kviknaði í bát út af Tjörnesi „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Bein útsending: Brunavarnir og öryggi til framtíðar Bein útsending: Mótun nýrrar atvinnustefnu og vaxtarplan til 2035 „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Hitamet féll á Egilsstöðum í ágúst Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Gætu fengið að kjósa í sínu gamla sveitarfélagi Sjá meira