Hélt dauðahaldi í ársgamla dóttur til að forða henni frá að drukkna Kjartan Kjartansson skrifar 19. ágúst 2024 13:57 Snekkjan Bayesian (t.v.) við akkari utan við hafnarbæinn Porticello nærri Palermo á Sikiley í gærkvöldi. AP/Fabio La Bianca/Baia Santa Nicolicchia Kona sem komst lífs af þegar lystisnekkja sökk við Sikiley snemma í morgun segist hafa haldið dauðahaldi í eins árs gamla dóttur sína til þess að bjarga henni frá því að drukkna. Breskur tæknifrumkvöðull er á meðal sex sem er saknað eftir slysið. Einn hefur fundist látinn og sex er enn saknað eftir að lystisnekkjan Bayesian sökk aðeins um sjö hundruð metrum frá höfninni í Porticello á Sikiley snemma í morgun. Fimmtán var bjargað, þar á meðal eins árs gömlu stúlkubarni. Móðir stúlkunnar lýsti því hvernig hún hélt höfði hennar úr kafi þar til björgunarlið kom þeim til aðstoðar. „Ég hélt henni á floti með öllum mínum kröftum, ég teygði handleggina upp til að forða henni frá því að drukkna,“ sagði konan við ítalska blaðið La Repubblica. „Það var kolniðamyrkur. Ég gat ekki haldið augunum opnum í sjónum. Ég öskraði á hjálp en það eina sem ég heyrði í kringum mig voru öskur hinna,“ sagði hún. Yfirlæknir á sjúkrahúsinu sem tók á móti mæðgunum segir að þeim heilsist báðum vel eftir atvikum. Fylgst sé með stúlkunni í varúðarskyni. Björgunarbátar utan við höfnina í Porticello þar sem leitað er í flaki snekkjunnar á hafsbotninum.AP/ítalska strandgæslan Til leigu fyrir tæpar þrjátíu milljónir á viku Kafarar fundu lík eins þeirra sem var saknað við flak snekkjunnar á um fimmtíu metra dýpi í morgun. Hinna sex er enn leitað. Á meðal þeirra er Mike Lynch, breskur kaupsýslumaður, sem auðgaðist á nýsköpun í hugbúnaðarbransanum á 10. áratugnum. Hann lenti síðar í kasti við lögin í Bandaríkjunum þar sem hann var ákærður fyrir blekkingar í tengslum við sölu á fyrirtæki. Hann var sýknaður á endanum. Breska ríkisútvarpið BBC segir að snekkjan sé í eigu aflandsfélags sem Angela Bacares, eiginkona Lynch, er skráð fyrir. Bacares er sögð á meðal þeirra fimmtán sem var bjargað í morgun. Samkvæmt upplýsingum ítalskra viðbragðsaðila hvolfdi snekkjunni áður en hún sökk. Vonskuveður var á Miðjarðarhafi í morgun og frásagnir hafa verið um að snekkjan kunni að hafa lent í skýstróki. Snekkjan Bayesian var þekkt fyrir 75 metra hátt álmastur, eitt það hæsta í heimi. Hún var auglýst til leigu fyrir allt að 29,7 milljónir íslenskra króna á viku. Ítalía Lystisnekkja sökk við Sikiley Tengdar fréttir Einn látinn og sex saknað eftir að lystisnekkja sökk við Sikiley Að minnsta kosti einn er látinn og sex manns er enn saknað eftir að lystisnekkja með erlenda ferðamenn um borð sökk í slæmu veðri undan ströndum Sikileyjar á Ítalíu í nótt. Fimmtán manns, þar á meðal ársgömlu barni, var bjargað. 19. ágúst 2024 09:13 Mest lesið Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Algjörlega óásættanleg staða Innlent Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Innlent Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Erlent Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Innlent Hættu við lendingu í miðju aðflugi Innlent Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Innlent „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Erlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Fleiri fréttir Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“ X fyllist af gríni um Ísland/Grænland Þessi hönd er um sjötíu þúsund ára gömul Verði að eignast þetta „stóra fallega stykki af ís“ Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Höfuðstöðvar UNRWA í Jerúsalem rifnar Reyndu að fá dómara til að hlutast til um mál Le Pen Eldræða Carney: „Ef þú ert ekki við borðið þá ertu á matseðlinum“ Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Morðingi Abe dæmdur í lífstíðarfangelsi Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Telur Trump gera mistök Einn látinn eftir annað lestarslys á Spáni Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Fæðingum fækkaði um 1,62 milljónir milli ára Varaði við lögmáli frumskógarins og hæddist að Trump Beiting hervalds ólíkleg en ekki útilokuð Ráðherra Trumps segir Evrópu móðursjúka Skutu flugskeytum fyrir tólf milljarða á einni nóttu Fyrsta árinu af fjórum lokið Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Skoða bann við nektarforritum eftir X-hneykslið Býður Pútín sæti í „friðarráði“ fyrir Gasaströndina Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Sjá meira
Einn hefur fundist látinn og sex er enn saknað eftir að lystisnekkjan Bayesian sökk aðeins um sjö hundruð metrum frá höfninni í Porticello á Sikiley snemma í morgun. Fimmtán var bjargað, þar á meðal eins árs gömlu stúlkubarni. Móðir stúlkunnar lýsti því hvernig hún hélt höfði hennar úr kafi þar til björgunarlið kom þeim til aðstoðar. „Ég hélt henni á floti með öllum mínum kröftum, ég teygði handleggina upp til að forða henni frá því að drukkna,“ sagði konan við ítalska blaðið La Repubblica. „Það var kolniðamyrkur. Ég gat ekki haldið augunum opnum í sjónum. Ég öskraði á hjálp en það eina sem ég heyrði í kringum mig voru öskur hinna,“ sagði hún. Yfirlæknir á sjúkrahúsinu sem tók á móti mæðgunum segir að þeim heilsist báðum vel eftir atvikum. Fylgst sé með stúlkunni í varúðarskyni. Björgunarbátar utan við höfnina í Porticello þar sem leitað er í flaki snekkjunnar á hafsbotninum.AP/ítalska strandgæslan Til leigu fyrir tæpar þrjátíu milljónir á viku Kafarar fundu lík eins þeirra sem var saknað við flak snekkjunnar á um fimmtíu metra dýpi í morgun. Hinna sex er enn leitað. Á meðal þeirra er Mike Lynch, breskur kaupsýslumaður, sem auðgaðist á nýsköpun í hugbúnaðarbransanum á 10. áratugnum. Hann lenti síðar í kasti við lögin í Bandaríkjunum þar sem hann var ákærður fyrir blekkingar í tengslum við sölu á fyrirtæki. Hann var sýknaður á endanum. Breska ríkisútvarpið BBC segir að snekkjan sé í eigu aflandsfélags sem Angela Bacares, eiginkona Lynch, er skráð fyrir. Bacares er sögð á meðal þeirra fimmtán sem var bjargað í morgun. Samkvæmt upplýsingum ítalskra viðbragðsaðila hvolfdi snekkjunni áður en hún sökk. Vonskuveður var á Miðjarðarhafi í morgun og frásagnir hafa verið um að snekkjan kunni að hafa lent í skýstróki. Snekkjan Bayesian var þekkt fyrir 75 metra hátt álmastur, eitt það hæsta í heimi. Hún var auglýst til leigu fyrir allt að 29,7 milljónir íslenskra króna á viku.
Ítalía Lystisnekkja sökk við Sikiley Tengdar fréttir Einn látinn og sex saknað eftir að lystisnekkja sökk við Sikiley Að minnsta kosti einn er látinn og sex manns er enn saknað eftir að lystisnekkja með erlenda ferðamenn um borð sökk í slæmu veðri undan ströndum Sikileyjar á Ítalíu í nótt. Fimmtán manns, þar á meðal ársgömlu barni, var bjargað. 19. ágúst 2024 09:13 Mest lesið Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Algjörlega óásættanleg staða Innlent Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Innlent Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Erlent Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Innlent Hættu við lendingu í miðju aðflugi Innlent Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Innlent „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Erlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Fleiri fréttir Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“ X fyllist af gríni um Ísland/Grænland Þessi hönd er um sjötíu þúsund ára gömul Verði að eignast þetta „stóra fallega stykki af ís“ Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Höfuðstöðvar UNRWA í Jerúsalem rifnar Reyndu að fá dómara til að hlutast til um mál Le Pen Eldræða Carney: „Ef þú ert ekki við borðið þá ertu á matseðlinum“ Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Morðingi Abe dæmdur í lífstíðarfangelsi Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Telur Trump gera mistök Einn látinn eftir annað lestarslys á Spáni Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Fæðingum fækkaði um 1,62 milljónir milli ára Varaði við lögmáli frumskógarins og hæddist að Trump Beiting hervalds ólíkleg en ekki útilokuð Ráðherra Trumps segir Evrópu móðursjúka Skutu flugskeytum fyrir tólf milljarða á einni nóttu Fyrsta árinu af fjórum lokið Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Skoða bann við nektarforritum eftir X-hneykslið Býður Pútín sæti í „friðarráði“ fyrir Gasaströndina Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Sjá meira
Einn látinn og sex saknað eftir að lystisnekkja sökk við Sikiley Að minnsta kosti einn er látinn og sex manns er enn saknað eftir að lystisnekkja með erlenda ferðamenn um borð sökk í slæmu veðri undan ströndum Sikileyjar á Ítalíu í nótt. Fimmtán manns, þar á meðal ársgömlu barni, var bjargað. 19. ágúst 2024 09:13
Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“