Fimmtíu ár frá opnun Hringvegar Jón Ísak Ragnarsson skrifar 19. ágúst 2024 19:12 Mikil umferð var um brúna þegar hún opnaði. Ímynd/Vegagerðin Fimmtíu ár eru frá því að Skeiðarárbrú var vígð í júlí 1974, og Hringveginum þar með lokað. Í telefni af þessum tímamótum standa Vegagerðin og sveitarfélagið Hornafjörður fyrir málþingi og hátíðardagskrá föstudaginn 30. ágúst 2024. Þetta kemur fram á vef Vegagerðarinnar. Þar segir að bygging brúarinnar hafi átt sér langan aðdraganda. Alþingi hafi samþykkt þingsályktun um undirbúning þess að gera akfært umhverfis landið vorið 1968, og næstu ári hafi verið unnið að rannsóknum og mælingum á Skeiðarársandi í Öræfasveit. „Brúin þótti verkfræðilegt afrek á sínum tíma enda reist á djúpum sandi yfir síbreytilegan árfarveg sem reglulega varð fyrir jökulhlaupum. Brúin var að auki lengsta brú landsins, 904 metrar, en styttist í 880 metra eftir Skeiðarárhlaupið 1996, þegar hún skemmdist töluvert.“ Hringvegurinn formlega opnaður 14. júlí 1974. Þúsundir mættu á vígsluna, hvaðanæva að af landinu.Ímynd/Vegagerðin Fögnuðu 1100 ára afmæli Íslandsbyggðar Brúin og Hringvegurinn var opnaður á 1100 ára afmæli Íslandsbyggðar fyrir fimmtíu árum síðan. Mikil hátíðarhöld voru við brúna og dagsrkaín var viðamikil. Heiðursgestur var herra Kristján Eldjárn, forseti lýðveldisins. „Eftir lagningu þessa vegar yfir Skeiðarársand verður Ísland aldrei hið sama og áður. Byggðin þéttist, samskipti fólks aukast, Ísland verður betra land og skilningur manna í ólíkum byggðarlögum og samstarf þeirra á eftir að aukast.“ Þetta voru orð Matthíasar Johannessen, er hann tók til máls og ávarpaði hátíðargesti. Lúðrasveit úr Kópavogi spilaði við vígsluna.Ímynd/Vegagerðin Kristján Eldjárn, þáverandi forseti, var heiðursgestur.Ímynd/Vegagerðin Brúin þjónaði sínu hlutverki til ársins 2016, en ný og mun styttri brú var byggð yfir Morsá árið 2017. Skeiðará hafði breytt farvegi sínum árið 2009 eftir umbrot og jökulhlaup áranna á undan. Málþing á Hótel Freysnesi Málþingið Hringnum lokað – fimmtíu ár frá opnun Hringvegar, fer fram á Hótel Freysnesi klukkan 13:00 til 15:00 föstudaginn 30. ágúst 2024, en boðið verður upp á kjötsúpu milli klukkan 11:30 og 12:30. Þar verður fjallað um byggingu Skeiðarárbrúar og hvaða áhrif þessi samgönguframkvæmd hafði fyrir íbúa í Skaftafellssýslum og landsmenn alla. Aðgangur að málþinginu er ókeypis. Finna má fleiri myndir og frekari umfjöllun á vef Vegagerðarinnar. Sveitarfélagið Hornafjörður Samgöngur Mest lesið Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Innlent Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Innlent Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Erlent Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Innlent Rok og rigning sama hvert er litið Veður Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Innlent Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Erlent Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Erlent Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Innlent Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Innlent Fleiri fréttir Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Sjá meira
Þetta kemur fram á vef Vegagerðarinnar. Þar segir að bygging brúarinnar hafi átt sér langan aðdraganda. Alþingi hafi samþykkt þingsályktun um undirbúning þess að gera akfært umhverfis landið vorið 1968, og næstu ári hafi verið unnið að rannsóknum og mælingum á Skeiðarársandi í Öræfasveit. „Brúin þótti verkfræðilegt afrek á sínum tíma enda reist á djúpum sandi yfir síbreytilegan árfarveg sem reglulega varð fyrir jökulhlaupum. Brúin var að auki lengsta brú landsins, 904 metrar, en styttist í 880 metra eftir Skeiðarárhlaupið 1996, þegar hún skemmdist töluvert.“ Hringvegurinn formlega opnaður 14. júlí 1974. Þúsundir mættu á vígsluna, hvaðanæva að af landinu.Ímynd/Vegagerðin Fögnuðu 1100 ára afmæli Íslandsbyggðar Brúin og Hringvegurinn var opnaður á 1100 ára afmæli Íslandsbyggðar fyrir fimmtíu árum síðan. Mikil hátíðarhöld voru við brúna og dagsrkaín var viðamikil. Heiðursgestur var herra Kristján Eldjárn, forseti lýðveldisins. „Eftir lagningu þessa vegar yfir Skeiðarársand verður Ísland aldrei hið sama og áður. Byggðin þéttist, samskipti fólks aukast, Ísland verður betra land og skilningur manna í ólíkum byggðarlögum og samstarf þeirra á eftir að aukast.“ Þetta voru orð Matthíasar Johannessen, er hann tók til máls og ávarpaði hátíðargesti. Lúðrasveit úr Kópavogi spilaði við vígsluna.Ímynd/Vegagerðin Kristján Eldjárn, þáverandi forseti, var heiðursgestur.Ímynd/Vegagerðin Brúin þjónaði sínu hlutverki til ársins 2016, en ný og mun styttri brú var byggð yfir Morsá árið 2017. Skeiðará hafði breytt farvegi sínum árið 2009 eftir umbrot og jökulhlaup áranna á undan. Málþing á Hótel Freysnesi Málþingið Hringnum lokað – fimmtíu ár frá opnun Hringvegar, fer fram á Hótel Freysnesi klukkan 13:00 til 15:00 föstudaginn 30. ágúst 2024, en boðið verður upp á kjötsúpu milli klukkan 11:30 og 12:30. Þar verður fjallað um byggingu Skeiðarárbrúar og hvaða áhrif þessi samgönguframkvæmd hafði fyrir íbúa í Skaftafellssýslum og landsmenn alla. Aðgangur að málþinginu er ókeypis. Finna má fleiri myndir og frekari umfjöllun á vef Vegagerðarinnar.
Sveitarfélagið Hornafjörður Samgöngur Mest lesið Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Innlent Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Innlent Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Erlent Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Innlent Rok og rigning sama hvert er litið Veður Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Innlent Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Erlent Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Erlent Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Innlent Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Innlent Fleiri fréttir Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Sjá meira