Höfðu hendur í hári barnsmorðingjans Kjartan Kjartansson skrifar 20. ágúst 2024 10:47 Löreglumenn fylgjast með minningarstund um Mateo, ellefu ára gamlan dreng sem var stunginn til bana í bænum Mocejón á Spáni um helgina. Vísir/Getty Spænska lögreglan handtók ungan mann sem er grunaður um að stinga ellefu ára gamlan dreng til bana á fótboltavelli í bænum Mocejón um helgina. Morðinginn flúði vettvang og upphófst mikil leit að honum. Spænskir fjölmiðlar segja að sá handtekni sé tvítugur spænskur karlmaður. Hann sé búsettur í Madrid með móður sinni en dvelji stundum í Mocejón hjá föður sínum. Mocejón er í Toledo-héraði, um 65 kílómetra suður af höfuðborginni Madrid. Lögreglan gerði húsleitir á heimili föður hans og ömmu á meðan leit að manninum stóð í lofti, á láði og legi. Árásin átti sér stað á sunnudag. Vitni segja að árásarmaðurinn hafi ráðist á drenginn með beittu áhaldi og stungið hann ítrekað. Spænska ríkisútvarpið RTVE hefur eftir yfirvöldum að drengurinn hafi verið stunginn tíu sinnum. Sá grunaði stakk svo af á bifreið. Sá grunaði játaði verknaðinn við yfirheyrslu, að sögn spænska blaðsins El País. Lögreglan er sögð hafa útilokað að árásin hafi tengst skipulagðri glæpastarfsemi eða hryðjuverkum. Faðir hans á að hafa sagt lögreglu að sonur sinn sé geðfatlaður, að sögn dagblaðsins ABC. Eggvopnið sem ungi maðurinn notaði er enn ófundið og stendur leit yfir að því. Þá beinist rannsóknin að tilefni árásinnar. Talsmaður fjölskyldu drengsins sem var drepinn og talskona ríkisstjórnarinnar hafa gagnrýnt harðlega þá sem hafa dreift upplýsingafalsi um kynþátt og trú árásarmannsins og tilefni árásarinnar á samfélagsmiðlum síðustu daga. Milagros Tolón, talskona ríkisstjórnarinnar, sagði „hatursdreifara“ af þessu tagi valda miklum skaða. Spánn Erlend sakamál Tengdar fréttir Ellefu ára drengur myrtur á Spáni Lögreglan á Spáni leitar nú manns sem grunaður er um að hafa myrt ellefu ára gamlan dreng með eggvopni fyrr í dag. Drengurinn var úti að leika með vinum sínum þegar maður með hettu réðst á hann snemma í dag. 18. ágúst 2024 18:34 Mest lesið Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Erlent Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Innlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Innlent Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Innlent Misstu aðra herþotu í sjóinn Erlent Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Erlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent Mögulegt að hitinn fari í tuttugu stig í fyrsta sinn í ár Veður Fleiri fréttir Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Misstu aðra herþotu í sjóinn Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Indland gerir árás á Pakistan Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Merz náði kjöri í annarri tilraun Sakar Rússa um fordæmalaus afskipti af kosningum í Póllandi Kardinálarnir læstir inni á morgun Ríkisstjórn Rúmeníu liðast í sundur eftir sigur öfgahægrimanns Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Fækkar herforingjum um fimmtung Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna „Ástandið er að versna“ Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Aldrei fleiri stríð í heiminum síðan í síðari heimsstyrjöld Ráðherra segir að Ísraelar muni ekki fara aftur frá Gasa Árásarmaðurinn í Uppsölum handtekinn Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Ætla að hernema Gasaströndina Segir réttarríkið standa í vegi sínum Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Fjarhægrimaður sigurstranglegastur í forsetakosningum Rúmena Sjá meira
Spænskir fjölmiðlar segja að sá handtekni sé tvítugur spænskur karlmaður. Hann sé búsettur í Madrid með móður sinni en dvelji stundum í Mocejón hjá föður sínum. Mocejón er í Toledo-héraði, um 65 kílómetra suður af höfuðborginni Madrid. Lögreglan gerði húsleitir á heimili föður hans og ömmu á meðan leit að manninum stóð í lofti, á láði og legi. Árásin átti sér stað á sunnudag. Vitni segja að árásarmaðurinn hafi ráðist á drenginn með beittu áhaldi og stungið hann ítrekað. Spænska ríkisútvarpið RTVE hefur eftir yfirvöldum að drengurinn hafi verið stunginn tíu sinnum. Sá grunaði stakk svo af á bifreið. Sá grunaði játaði verknaðinn við yfirheyrslu, að sögn spænska blaðsins El País. Lögreglan er sögð hafa útilokað að árásin hafi tengst skipulagðri glæpastarfsemi eða hryðjuverkum. Faðir hans á að hafa sagt lögreglu að sonur sinn sé geðfatlaður, að sögn dagblaðsins ABC. Eggvopnið sem ungi maðurinn notaði er enn ófundið og stendur leit yfir að því. Þá beinist rannsóknin að tilefni árásinnar. Talsmaður fjölskyldu drengsins sem var drepinn og talskona ríkisstjórnarinnar hafa gagnrýnt harðlega þá sem hafa dreift upplýsingafalsi um kynþátt og trú árásarmannsins og tilefni árásarinnar á samfélagsmiðlum síðustu daga. Milagros Tolón, talskona ríkisstjórnarinnar, sagði „hatursdreifara“ af þessu tagi valda miklum skaða.
Spánn Erlend sakamál Tengdar fréttir Ellefu ára drengur myrtur á Spáni Lögreglan á Spáni leitar nú manns sem grunaður er um að hafa myrt ellefu ára gamlan dreng með eggvopni fyrr í dag. Drengurinn var úti að leika með vinum sínum þegar maður með hettu réðst á hann snemma í dag. 18. ágúst 2024 18:34 Mest lesið Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Erlent Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Innlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Innlent Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Innlent Misstu aðra herþotu í sjóinn Erlent Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Erlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent Mögulegt að hitinn fari í tuttugu stig í fyrsta sinn í ár Veður Fleiri fréttir Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Misstu aðra herþotu í sjóinn Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Indland gerir árás á Pakistan Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Merz náði kjöri í annarri tilraun Sakar Rússa um fordæmalaus afskipti af kosningum í Póllandi Kardinálarnir læstir inni á morgun Ríkisstjórn Rúmeníu liðast í sundur eftir sigur öfgahægrimanns Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Fækkar herforingjum um fimmtung Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna „Ástandið er að versna“ Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Aldrei fleiri stríð í heiminum síðan í síðari heimsstyrjöld Ráðherra segir að Ísraelar muni ekki fara aftur frá Gasa Árásarmaðurinn í Uppsölum handtekinn Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Ætla að hernema Gasaströndina Segir réttarríkið standa í vegi sínum Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Fjarhægrimaður sigurstranglegastur í forsetakosningum Rúmena Sjá meira
Ellefu ára drengur myrtur á Spáni Lögreglan á Spáni leitar nú manns sem grunaður er um að hafa myrt ellefu ára gamlan dreng með eggvopni fyrr í dag. Drengurinn var úti að leika með vinum sínum þegar maður með hettu réðst á hann snemma í dag. 18. ágúst 2024 18:34