Breytt upplifun farþega á leið um Akureyrarflugvöll Kristján Már Unnarsson skrifar 22. ágúst 2024 21:17 Innanlandsfarþegar á Akureyrarflugvelli fengu í dag í fyrsta sinn að upplifa bjartan og rúmgóðan brottfararsal millilandaflugsins. KMU Farþegar á leið um Akureyrarflugvöll voru í fyrsta sinn í dag innritaðir í flug í gegnum nýjan innritunarsal í flugstöðinni, bæði innanlands- og millilandafarþegar. Þetta er einn áfanginn í breytingum sem fylgja nýrri viðbyggingu fyrir millilandaflugið. Í fréttum Stöðvar 2 mátti sjá Boeing 737-þotu hollenska flugfélagsins Transavia, sem lenti á Akureyri á tíunda tímanum í morgun frá Rotterdam. Þota hollenska flugfélagsins Transavia við nýju flugstöðvarálmuna í morgun.KMU Hún var sú fyrsta til að taka við farþegum í gegnum nýja innritunarsalinn. Um sjötíu farþegar áttu bókað flug með vélinni út til Hollands og álíka margir komu með henni til höfuðstaðar Norðurlands. Farþegar að ganga úr Dash 8 Q400-vél Icelandair inn í nýju flugstöðvarálmuna í hádeginu.KMU Í hádeginu fengu svo farþegar í innanlandsflugi Icelandair einnig að upplifa breytta innritun. Þeir voru jafnframt fyrstu innanlandsfarþegarnir til að nýta farþegasalinn í hinni nýju flugstöðvarálmu millilandaflugsins sem og nýtt töskufæriband. Innanlandsfarþegar sækja farangur sinn á töskufæribandið í sal millilandaflugsins.KMU Það verður þó aðeins tímabundið næstu vikur meðan unnið er að endurbótum á gömlu flugstöðinni en farþegasalir innanlands- og millilandaflugs á Akureyrarflugvelli verða í framtíðinni aðskildir. Sami innritunarsalur verður nýttur fyrir alla farþega en síðan halda millilandafarþegar í norðurálmuna í gegnum vegabréfaskoðun og vopnaleit. Innanlandsfarþegar fara hins vegar í suðurálmuna. Veitingasalan í nýju flugstöðvarálmunni.KMU Búið er að leggja af veitingasöluna við hlið gamla brottfararsalar innanlandsflugsins en salur innanlandsflugsins verður innréttaður í syðsta hluta bygginganna, þar sem innritun farþega var þar til í dag. Áætlað er breytingum á flugstöðinni verði að fullu lokið í lok októbermánaðar. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Akureyrarflugvöllur Akureyri Fréttir af flugi Tengdar fréttir Tafir á stáli seinka viðbyggingunni til vorsins 2024 Reiknað er með að hægt verði að taka langþráða nýja viðbyggingu við Akureyrarflugvöll í notkun vorið 2024, tæpu ári á eftir áætlun. Tafir við afhendingu á ýmsum aðföngum, svo sem stálgrind hússins, gera þetta að verkum. 24. nóvember 2022 07:01 Segir alla elska Akureyrarflugvöll Umsvif flugvallarins á Akureyri eru alltaf að aukast og aukast enda mikið um farþegaþotur, sem koma með farþega á völlinn eða fljúga út með farþega í millilandaflugi . Þá er verið að stækka flugstöðina. „Það elska allir flugvöllinn á Akureyri,“ segir flugvallarstjórinn. 17. október 2022 20:31 Malbika nýtt flughlað á Akureyrarflugvelli Malbikun nýs flughlaðs á Akureyrarflugvelli hófst núna síðdegis og er búist við verkið standi yfir næstu þrjár vikur. Flugvallarstjórinn segir að það muni gjörbreyta aðstöðunni. 20. júní 2023 22:50 Mest lesið „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Innlent „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent „Liggur maður þarna á jörðinni og það var verið að berja hann í stöppu“ Innlent Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent „Erum rétt byrjuð að sjá ofan í þennan forarpytt“ Erlent Mette-Marit biðst afsökunar á tengslum sínum við Epstein Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Jói Fel málar með puttunum Innlent Fleiri fréttir Vaktin: Viðreisn velur oddvita „Liggur maður þarna á jörðinni og það var verið að berja hann í stöppu“ Vilja Hjallastefnugrunnskóla í Árborg Skjálftinn í Bárðarbungu 5,3 að stærð Rýnt í Epstein-skjölin, prófkjör Viðreisnar og árás ungmenna „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Fjórðungur kosið í prófkjöri Viðreisnar Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Sjá meira
Í fréttum Stöðvar 2 mátti sjá Boeing 737-þotu hollenska flugfélagsins Transavia, sem lenti á Akureyri á tíunda tímanum í morgun frá Rotterdam. Þota hollenska flugfélagsins Transavia við nýju flugstöðvarálmuna í morgun.KMU Hún var sú fyrsta til að taka við farþegum í gegnum nýja innritunarsalinn. Um sjötíu farþegar áttu bókað flug með vélinni út til Hollands og álíka margir komu með henni til höfuðstaðar Norðurlands. Farþegar að ganga úr Dash 8 Q400-vél Icelandair inn í nýju flugstöðvarálmuna í hádeginu.KMU Í hádeginu fengu svo farþegar í innanlandsflugi Icelandair einnig að upplifa breytta innritun. Þeir voru jafnframt fyrstu innanlandsfarþegarnir til að nýta farþegasalinn í hinni nýju flugstöðvarálmu millilandaflugsins sem og nýtt töskufæriband. Innanlandsfarþegar sækja farangur sinn á töskufæribandið í sal millilandaflugsins.KMU Það verður þó aðeins tímabundið næstu vikur meðan unnið er að endurbótum á gömlu flugstöðinni en farþegasalir innanlands- og millilandaflugs á Akureyrarflugvelli verða í framtíðinni aðskildir. Sami innritunarsalur verður nýttur fyrir alla farþega en síðan halda millilandafarþegar í norðurálmuna í gegnum vegabréfaskoðun og vopnaleit. Innanlandsfarþegar fara hins vegar í suðurálmuna. Veitingasalan í nýju flugstöðvarálmunni.KMU Búið er að leggja af veitingasöluna við hlið gamla brottfararsalar innanlandsflugsins en salur innanlandsflugsins verður innréttaður í syðsta hluta bygginganna, þar sem innritun farþega var þar til í dag. Áætlað er breytingum á flugstöðinni verði að fullu lokið í lok októbermánaðar. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Akureyrarflugvöllur Akureyri Fréttir af flugi Tengdar fréttir Tafir á stáli seinka viðbyggingunni til vorsins 2024 Reiknað er með að hægt verði að taka langþráða nýja viðbyggingu við Akureyrarflugvöll í notkun vorið 2024, tæpu ári á eftir áætlun. Tafir við afhendingu á ýmsum aðföngum, svo sem stálgrind hússins, gera þetta að verkum. 24. nóvember 2022 07:01 Segir alla elska Akureyrarflugvöll Umsvif flugvallarins á Akureyri eru alltaf að aukast og aukast enda mikið um farþegaþotur, sem koma með farþega á völlinn eða fljúga út með farþega í millilandaflugi . Þá er verið að stækka flugstöðina. „Það elska allir flugvöllinn á Akureyri,“ segir flugvallarstjórinn. 17. október 2022 20:31 Malbika nýtt flughlað á Akureyrarflugvelli Malbikun nýs flughlaðs á Akureyrarflugvelli hófst núna síðdegis og er búist við verkið standi yfir næstu þrjár vikur. Flugvallarstjórinn segir að það muni gjörbreyta aðstöðunni. 20. júní 2023 22:50 Mest lesið „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Innlent „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent „Liggur maður þarna á jörðinni og það var verið að berja hann í stöppu“ Innlent Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent „Erum rétt byrjuð að sjá ofan í þennan forarpytt“ Erlent Mette-Marit biðst afsökunar á tengslum sínum við Epstein Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Jói Fel málar með puttunum Innlent Fleiri fréttir Vaktin: Viðreisn velur oddvita „Liggur maður þarna á jörðinni og það var verið að berja hann í stöppu“ Vilja Hjallastefnugrunnskóla í Árborg Skjálftinn í Bárðarbungu 5,3 að stærð Rýnt í Epstein-skjölin, prófkjör Viðreisnar og árás ungmenna „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Fjórðungur kosið í prófkjöri Viðreisnar Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Sjá meira
Tafir á stáli seinka viðbyggingunni til vorsins 2024 Reiknað er með að hægt verði að taka langþráða nýja viðbyggingu við Akureyrarflugvöll í notkun vorið 2024, tæpu ári á eftir áætlun. Tafir við afhendingu á ýmsum aðföngum, svo sem stálgrind hússins, gera þetta að verkum. 24. nóvember 2022 07:01
Segir alla elska Akureyrarflugvöll Umsvif flugvallarins á Akureyri eru alltaf að aukast og aukast enda mikið um farþegaþotur, sem koma með farþega á völlinn eða fljúga út með farþega í millilandaflugi . Þá er verið að stækka flugstöðina. „Það elska allir flugvöllinn á Akureyri,“ segir flugvallarstjórinn. 17. október 2022 20:31
Malbika nýtt flughlað á Akureyrarflugvelli Malbikun nýs flughlaðs á Akureyrarflugvelli hófst núna síðdegis og er búist við verkið standi yfir næstu þrjár vikur. Flugvallarstjórinn segir að það muni gjörbreyta aðstöðunni. 20. júní 2023 22:50