Getur eitthvað toppað þetta ár? Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 26. ágúst 2024 11:03 Veronica Kristiansen kyssir Ólympíugullið ásamt félögum sínum í norska landsliðinu. Hún missir af EM í desember en af ánægjulegri ástæðu. Getty/Alex Davidson/ Norska handboltakonan Veronica Kristiansen gleymir ekki árinu 2024 svo lengi sem hún lifir. „Getur eitthvað toppað þetta ár,“ spyr Kristiansen á samfélagsmiðlum sínum og það er ekkert skrýtið. Hún eignaðist sitt fyrsta barn í júlí í fyrra og missti af HM í desember síðastliðnum. Endurkoman hefur aftur á móti verið eftirminnileg. Þórir Hergeirsson, þjálfari norska kvennalandsliðsins, tók hana aftur inn í norska landsliðshópinn fyrir Ólympíuleikana í París þar sem norsku stelpurnar unnu sitt fyrsta Ólympíugull í tólf ár. Kristiansen spilaði mikilvægt hlutverk í liðinu, ekki síst í varnarleiknum. Hún hafði orðið tvisvar heimsmeistari og þrisvar Evrópumeistari með norska landsliðinu en vantaði Ólympíugullið eftir bronsverðlaun bæði í Ríó 2016 og í Tókýó 2021. Kristiansen fékk nú loksins Ólympíugull um hálsinn. Stuttu eftir Ólympíuleikana var hún komin með trúlofunarhring á fingur eftir að kærastinn bað hennar. Um helgina tilkynnti hún svo um að hún væri ófrísk af þeirra öðru barni. Dóttirin Olivia eignast því systkini á næsta ári og nú er bara spurning hvenær brúðkaupið verður haldið. Ólympíugull, demantshringur og barnalukka. Já það verður erfitt fyrir alla að toppa árið 2024 hjá Veronicu. Verðandi eiginmaður og barnsfaðir Kristiansen er Ungverjinn Ádám Devecseri sem var sjúkraþjálfari hjá Győri ETO KC þar sem hún hefur spilað í sex ár. View this post on Instagram A post shared by Veronica Kristiansen (@veronicakristiansen) Handbolti Ólympíuleikar 2024 í París Mest lesið Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Handbolti „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Handbolti „Hann hefði bara átt að kyngja þessu, vera stór og halda áfram úti“ Körfubolti Virtur handboltasérfræðingur spáir því að EM-bronsið fari til Íslands Handbolti Sektaðir um hálfa milljón: Kane og þjálfarar þriggja liða borga mest Körfubolti Áhugamaður vann meistarann og milljón dollara Sport Lærisveinn Alfreðs sakar mótherja kvöldsins um að spila „anti-handbolta“ Handbolti Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Fótbolti Sláandi mynd af þjálfurum þriggja stærstu spænsku félaganna frá 2011 Fótbolti Fleiri fréttir Viktor Gísli brattur: „Bara jákvætt að það sé pressa“ Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Eini þýski þjálfarinn á EM þjálfar Ítalíu en hefur mikla trú á Alfreð Ýtt í menn ef þeir eru ekki 110 prósent Lærisveinn Alfreðs sakar mótherja kvöldsins um að spila „anti-handbolta“ „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Virtur handboltasérfræðingur spáir því að EM-bronsið fari til Íslands Stelpurnar okkar fögnuðu stórum sigrum Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM „Allt um þjóðhátíðina í Kristianstad“ Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Sigvaldi ekki hafnað launalækkun Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Anton og Jónas dæma fyrsta leik á EM Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Árituð landsliðstreyja á uppboði til styrktar Ljósinu Mathias „Gæsling“ kemur til Andabæjar „Hann er góð skytta en ekkert sérstakur hornamaður“ Utan vallar: Betra er frensí en fálæti „Það sem hefur orðið okkur að falli á síðustu mótum“ Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Stuðningsmenn Færeyinga gista í ferju í Oslóarhöfn „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Sjá meira
„Getur eitthvað toppað þetta ár,“ spyr Kristiansen á samfélagsmiðlum sínum og það er ekkert skrýtið. Hún eignaðist sitt fyrsta barn í júlí í fyrra og missti af HM í desember síðastliðnum. Endurkoman hefur aftur á móti verið eftirminnileg. Þórir Hergeirsson, þjálfari norska kvennalandsliðsins, tók hana aftur inn í norska landsliðshópinn fyrir Ólympíuleikana í París þar sem norsku stelpurnar unnu sitt fyrsta Ólympíugull í tólf ár. Kristiansen spilaði mikilvægt hlutverk í liðinu, ekki síst í varnarleiknum. Hún hafði orðið tvisvar heimsmeistari og þrisvar Evrópumeistari með norska landsliðinu en vantaði Ólympíugullið eftir bronsverðlaun bæði í Ríó 2016 og í Tókýó 2021. Kristiansen fékk nú loksins Ólympíugull um hálsinn. Stuttu eftir Ólympíuleikana var hún komin með trúlofunarhring á fingur eftir að kærastinn bað hennar. Um helgina tilkynnti hún svo um að hún væri ófrísk af þeirra öðru barni. Dóttirin Olivia eignast því systkini á næsta ári og nú er bara spurning hvenær brúðkaupið verður haldið. Ólympíugull, demantshringur og barnalukka. Já það verður erfitt fyrir alla að toppa árið 2024 hjá Veronicu. Verðandi eiginmaður og barnsfaðir Kristiansen er Ungverjinn Ádám Devecseri sem var sjúkraþjálfari hjá Győri ETO KC þar sem hún hefur spilað í sex ár. View this post on Instagram A post shared by Veronica Kristiansen (@veronicakristiansen)
Handbolti Ólympíuleikar 2024 í París Mest lesið Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Handbolti „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Handbolti „Hann hefði bara átt að kyngja þessu, vera stór og halda áfram úti“ Körfubolti Virtur handboltasérfræðingur spáir því að EM-bronsið fari til Íslands Handbolti Sektaðir um hálfa milljón: Kane og þjálfarar þriggja liða borga mest Körfubolti Áhugamaður vann meistarann og milljón dollara Sport Lærisveinn Alfreðs sakar mótherja kvöldsins um að spila „anti-handbolta“ Handbolti Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Fótbolti Sláandi mynd af þjálfurum þriggja stærstu spænsku félaganna frá 2011 Fótbolti Fleiri fréttir Viktor Gísli brattur: „Bara jákvætt að það sé pressa“ Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Eini þýski þjálfarinn á EM þjálfar Ítalíu en hefur mikla trú á Alfreð Ýtt í menn ef þeir eru ekki 110 prósent Lærisveinn Alfreðs sakar mótherja kvöldsins um að spila „anti-handbolta“ „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Virtur handboltasérfræðingur spáir því að EM-bronsið fari til Íslands Stelpurnar okkar fögnuðu stórum sigrum Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM „Allt um þjóðhátíðina í Kristianstad“ Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Sigvaldi ekki hafnað launalækkun Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Anton og Jónas dæma fyrsta leik á EM Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Árituð landsliðstreyja á uppboði til styrktar Ljósinu Mathias „Gæsling“ kemur til Andabæjar „Hann er góð skytta en ekkert sérstakur hornamaður“ Utan vallar: Betra er frensí en fálæti „Það sem hefur orðið okkur að falli á síðustu mótum“ Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Stuðningsmenn Færeyinga gista í ferju í Oslóarhöfn „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Sjá meira