Þriggja daga ævintýralegt brúðkaup á Amalfi Svava Marín Óskarsdóttir skrifar 26. ágúst 2024 13:01 Brúðkaupið varði í þrjá daga og einkenndist af miklum munaði og glæsilegheitum. Breski leikarinn Ed Westwick og leikkonan Amy Jackson giftu sig við glæsilega athöfn á ítölsku eyjunni Amalfi um helgina. Brúðkaupið stóð yfir í þrjá daga og var ævintýri líkast. „Ferðalagið er rétt að byrja,“ skrifaði Ed við mynd af nýgiftu hjónunum í færslu á Instagram. Amy klæddist hvítum hlíralausum brúðarkjól frá hönnuðinum Alberta Ferretti með sítt slör með blúndu í hárinu. Ed klæddist hvítum jakkafötum frá hönnuðinum Giorgio Armani með svarta slaufu um hálsinn. View this post on Instagram A post shared by Ed Westwick (@edwestwick) Þriggja daga veisla Hjónin giftu sig við litla athöfn þann 9. ágúst síðastliðinn í London á Connaught hótelinu og fögnuðu svo ástinni með þriggja daga brúðkaupi á Ítalíu. Þau buðu 220 gestum sem komu víðsvegar að úr heiminum til að gleðjast með þeim í þriggja daga brúðkaupi á Ítölsku eyjunni Amalfi. „Við vildum halda brúðkaupið á stað sem væri umvafinn fallegri, náttúru og fjallendi, hafinu og vínekrum og væri einstakur í senn og við fundum það ,“ sagði Amy í samtali við bandaríska miðilinn People. Meðal gesta voru stórstjörnur á borð við leikkonuna Kelly Rutherford, leikkonan Daisy Lowe, grínistinn og leikarinn Jack Whitehall, kvikmyndaframleiðandinn Mohammed Al Turki og snyrtivörumógúllinn Dr. Sturm. Hátíðarhöldin hófust föstudaginn 23. ágúst með sólarlagssiglingu á snekkjunni Motonave Patrizia. „Við sigldum meðfram strandlengju Ravello, Positano og Sorrento og lögðum við Capri til að dýfa okkur í sjóinn þegar sólin settist á bak við Faraglioni klettana,“ segir Amy. Brúðkaupið fór fram á laugardeginum og var haldið í hinum sögufræga kastala Castello di Rocca sem er staðsettur ofarlega á eyjunni og er því með stórbrotnu útsýni yfir hafið.Eftir að hafa innsiglað ástina með kossi gengu nýgiftu hjónin út úr athöfninni við lagið Signed, Sealed, Delivered eftir Stevie Wonder. Samkvæmt People voru hjónin og gestir þeirra í kjölfarið leidd í gegnum kastalann af fánabera og lúðrasveit að fallega blómaskreyttri verönd þar sem þeim var boðið var upp á fjölrétta matseðil að hætti Ítala. View this post on Instagram A post shared by Ed Westwick (@edwestwick) Ævintýralegt bónorð Bónorð Westwick vakti vægast samt mikla athygli þegar hann bað um hönd Jackson í janúar síðastliðnum þegar þau voru stödd í fríi í svissnesku Ölpunum. Westwick fór á skeljarnar í 3000 metra hæð á hinni hangandi brú Peak Walk by Tissot sem er á milli útsýnispallanna Les Diablerets og Scex Rouge í Gstaad. View this post on Instagram A post shared by Amy Jackson (@iamamyjackson) Samkvæmt bandaríska miðlinum People kynntist parið á viðburði á vegum bílaframleiðandans Aston Martin, Silverstone racetrack, árið 2021 í Englandi. Þau fóru leynt með samband sitt í fyrstu en opinberuðu það í júní 2022. Westwick er hvað þekktastur fyrir hlutverk sitt sem Chuck Bass í dramaþáttaröðinni Gossip Girl. Ástin og lífið Hollywood Ítalía Brúðkaup Bretland Bíó og sjónvarp Mest lesið Hætti í fússi eftir linnulausar svívirðingar nettrölla Lífið Bíó Paradís valið eitt af 21 svölustu kvikmyndahúsum heims Lífið Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bíó og sjónvarp Margrét selur hönnunarperlu í Skerjafirði Lífið Íslandsmet? Eiga sex barnabörn í leikskólanum á Vopnafirði Lífið Segir óheilbrigt að pör djammi mikið hvort í sínu lagi Lífið Katrín Halldóra fyllir í stóra skó Lífið Lifir eins og kóngur á 150-200 þúsund krónum á mánuði Lífið Pitsurnar til styrktar minningarsjóðnum rjúka út Lífið Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Bíó Paradís valið eitt af 21 svölustu kvikmyndahúsum heims Margrét selur hönnunarperlu í Skerjafirði Íslandsmet? Eiga sex barnabörn í leikskólanum á Vopnafirði Hætti í fússi eftir linnulausar svívirðingar nettrölla Draumur breska þríeykisins rætist á Húsavík Pitsurnar til styrktar minningarsjóðnum rjúka út Eyddu undir hundrað þúsund krónum í matarinnkaup í desember Heillandi sumarhús úr smiðju Leifs Welding: Jensen rúm fylgir með kaupunum Katrín Halldóra fyllir í stóra skó Segir óheilbrigt að pör djammi mikið hvort í sínu lagi Innlit í rúmlega 270 milljóna króna þakíbúð á Orkureitnum Svona var fjögurra rétta matseðillinn Líkaminn þarf ekki að vera fullfrískur til að upplifa unað Guðni Th. orðinn afi Fólk geti gengið frá kaupsamningum sjálft Lifir eins og kóngur á 150-200 þúsund krónum á mánuði Þakkar aðal sykurpabbanum fyrir allt Gellurnar fjölmenntu á gugguvaktina Greindist með skyrbjúg eftir notkun megrunarlyfs Slæm hárgreiðsla Steinda varð enn verri Herra Hnetusmjör og Sara selja lúxusíbúð innan við ári eftir kaupin „Prinsessur eru líka sterkar og fyndnar“ Madonna og Elton John grafa stríðsöxina 80 syngjandi karlar syngja hér heima og í Gimli í Kanada „Fólkið hefur gleymst og þetta er ekki manneskjulegt“ Kveðju kastað á Megas í tilefni dagsins Bleik og ævintýraleg miðbæjarperla Með skottið fullt af próteini Trommari Blondie er fallinn frá Stjörnulífið: Skvísuafmæli, Hönnunarmars og hækkandi sól Sjá meira
„Ferðalagið er rétt að byrja,“ skrifaði Ed við mynd af nýgiftu hjónunum í færslu á Instagram. Amy klæddist hvítum hlíralausum brúðarkjól frá hönnuðinum Alberta Ferretti með sítt slör með blúndu í hárinu. Ed klæddist hvítum jakkafötum frá hönnuðinum Giorgio Armani með svarta slaufu um hálsinn. View this post on Instagram A post shared by Ed Westwick (@edwestwick) Þriggja daga veisla Hjónin giftu sig við litla athöfn þann 9. ágúst síðastliðinn í London á Connaught hótelinu og fögnuðu svo ástinni með þriggja daga brúðkaupi á Ítalíu. Þau buðu 220 gestum sem komu víðsvegar að úr heiminum til að gleðjast með þeim í þriggja daga brúðkaupi á Ítölsku eyjunni Amalfi. „Við vildum halda brúðkaupið á stað sem væri umvafinn fallegri, náttúru og fjallendi, hafinu og vínekrum og væri einstakur í senn og við fundum það ,“ sagði Amy í samtali við bandaríska miðilinn People. Meðal gesta voru stórstjörnur á borð við leikkonuna Kelly Rutherford, leikkonan Daisy Lowe, grínistinn og leikarinn Jack Whitehall, kvikmyndaframleiðandinn Mohammed Al Turki og snyrtivörumógúllinn Dr. Sturm. Hátíðarhöldin hófust föstudaginn 23. ágúst með sólarlagssiglingu á snekkjunni Motonave Patrizia. „Við sigldum meðfram strandlengju Ravello, Positano og Sorrento og lögðum við Capri til að dýfa okkur í sjóinn þegar sólin settist á bak við Faraglioni klettana,“ segir Amy. Brúðkaupið fór fram á laugardeginum og var haldið í hinum sögufræga kastala Castello di Rocca sem er staðsettur ofarlega á eyjunni og er því með stórbrotnu útsýni yfir hafið.Eftir að hafa innsiglað ástina með kossi gengu nýgiftu hjónin út úr athöfninni við lagið Signed, Sealed, Delivered eftir Stevie Wonder. Samkvæmt People voru hjónin og gestir þeirra í kjölfarið leidd í gegnum kastalann af fánabera og lúðrasveit að fallega blómaskreyttri verönd þar sem þeim var boðið var upp á fjölrétta matseðil að hætti Ítala. View this post on Instagram A post shared by Ed Westwick (@edwestwick) Ævintýralegt bónorð Bónorð Westwick vakti vægast samt mikla athygli þegar hann bað um hönd Jackson í janúar síðastliðnum þegar þau voru stödd í fríi í svissnesku Ölpunum. Westwick fór á skeljarnar í 3000 metra hæð á hinni hangandi brú Peak Walk by Tissot sem er á milli útsýnispallanna Les Diablerets og Scex Rouge í Gstaad. View this post on Instagram A post shared by Amy Jackson (@iamamyjackson) Samkvæmt bandaríska miðlinum People kynntist parið á viðburði á vegum bílaframleiðandans Aston Martin, Silverstone racetrack, árið 2021 í Englandi. Þau fóru leynt með samband sitt í fyrstu en opinberuðu það í júní 2022. Westwick er hvað þekktastur fyrir hlutverk sitt sem Chuck Bass í dramaþáttaröðinni Gossip Girl.
Ástin og lífið Hollywood Ítalía Brúðkaup Bretland Bíó og sjónvarp Mest lesið Hætti í fússi eftir linnulausar svívirðingar nettrölla Lífið Bíó Paradís valið eitt af 21 svölustu kvikmyndahúsum heims Lífið Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bíó og sjónvarp Margrét selur hönnunarperlu í Skerjafirði Lífið Íslandsmet? Eiga sex barnabörn í leikskólanum á Vopnafirði Lífið Segir óheilbrigt að pör djammi mikið hvort í sínu lagi Lífið Katrín Halldóra fyllir í stóra skó Lífið Lifir eins og kóngur á 150-200 þúsund krónum á mánuði Lífið Pitsurnar til styrktar minningarsjóðnum rjúka út Lífið Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Bíó Paradís valið eitt af 21 svölustu kvikmyndahúsum heims Margrét selur hönnunarperlu í Skerjafirði Íslandsmet? Eiga sex barnabörn í leikskólanum á Vopnafirði Hætti í fússi eftir linnulausar svívirðingar nettrölla Draumur breska þríeykisins rætist á Húsavík Pitsurnar til styrktar minningarsjóðnum rjúka út Eyddu undir hundrað þúsund krónum í matarinnkaup í desember Heillandi sumarhús úr smiðju Leifs Welding: Jensen rúm fylgir með kaupunum Katrín Halldóra fyllir í stóra skó Segir óheilbrigt að pör djammi mikið hvort í sínu lagi Innlit í rúmlega 270 milljóna króna þakíbúð á Orkureitnum Svona var fjögurra rétta matseðillinn Líkaminn þarf ekki að vera fullfrískur til að upplifa unað Guðni Th. orðinn afi Fólk geti gengið frá kaupsamningum sjálft Lifir eins og kóngur á 150-200 þúsund krónum á mánuði Þakkar aðal sykurpabbanum fyrir allt Gellurnar fjölmenntu á gugguvaktina Greindist með skyrbjúg eftir notkun megrunarlyfs Slæm hárgreiðsla Steinda varð enn verri Herra Hnetusmjör og Sara selja lúxusíbúð innan við ári eftir kaupin „Prinsessur eru líka sterkar og fyndnar“ Madonna og Elton John grafa stríðsöxina 80 syngjandi karlar syngja hér heima og í Gimli í Kanada „Fólkið hefur gleymst og þetta er ekki manneskjulegt“ Kveðju kastað á Megas í tilefni dagsins Bleik og ævintýraleg miðbæjarperla Með skottið fullt af próteini Trommari Blondie er fallinn frá Stjörnulífið: Skvísuafmæli, Hönnunarmars og hækkandi sól Sjá meira