Varhugaverður tími en traust lagt á leiðsögumenn Ólafur Björn Sverrisson skrifar 26. ágúst 2024 17:52 Leit var hætt á Beriðarmerkurjökli í dag. Sveinn Kristján ræddi leitina í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni. vísir Sveinn Kristján Rúnarsson yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Suðurlandi segir traust lagt á leiðsögumenn til þess að meta aðstæður á jöklum á sumrin. Hann tekur hins vegar undir það að skoðunarferðir á þessum árstíma séu varhugaverðar. Leit að tveimur ferðamönnum á Breiðarmerkurjökli var hætt í dag þegar ljóst varð að upplýsingar, sem ferðaþjónustufyrirtæki veitti lögreglu, væru rangar. 25 voru í hópnum en ekki 23 líkt og upphaflega var talið. Sveinn Kristján segir að björgunarsveitir og lögregla hafi leitað af sér allan grun. „Hreinsuðum í raun farveginn, eða svokölluð gólf, og sáum að þar var enginn,“ segir Sveinn Kristján sem ræddi málið í Reykjavík síðdegis. Allt unnið með handafli Leitin var afar umfangsmikil. „Mikið af viðbragðsaðilum sem hafa komið að henni og hafa unnið algjört þrekvirki. Það er ekki ofsögum sagt, að íslenskir björgunaraðilar sönnuðu enn og aftur mátt sinn og megin við að takast á við flókin verkefni og leysa það með glans. Við sem sátum heima og stjórnuðum aðgerðum erum afskaplega stolt af því fólki sem tók þarna þátt,“ segir Sveinn Kristján. Vinnutækjum varð ekki komið fyrir uppi á jöklinum, sem gerði leitina erfiðari. „Við komum bílum þarna fyrir á brúninni, en allt annað var þarna unnið með handafli. Þetta er mikil og þung vinna sem er búið að framkvæma þarna, og mikill ís sem er búið að færa til.“ Sveinn Rúnar segir að misvísandi upplýsingar hafi fengist frá ferðaþjónustufyrirtækinu. „En meðan við höfðum ekki sönnur fyrir því að þeir væru ekki þarna, þá leituðum við að sjálfsögðu af okkur allan grun til að geta staðfest það að þarna væri ekki fólk. Það voru afar ánægjulegar fréttir að þarna hafi enginn verið.“ Ætlast til þess að aðstæður séu skoðaðar Hann segir mikilvægt að skráning sé góð og rétt í sambærilegar ferðir. „Þannig það sé vitað hvar hver einasti er. Það er eitthvað sem var því miður ábótavant. Í þessum bókunum almennt er skráður einn ábyrgðaraðili fyrir svona hóp og þá getur oft verið erfitt að finna út hverjir hinir í hópnum eru,“ segir Sveinn Kristján sem tekur undir það að skráning í slíkar ferðir verði að breytast. Umræða hefur spunnist um það hversu æskilegt það sé að fara í jöklaskoðunarferðir á þessum tíma árs þegar ísinn er lausari í sér. „Maður treystir á að það þarna séu vanir leiðsögumenn sem fara um svæðið og meta aðstæður hverju sinni. Vissulega er þetta bara mat og maðurinn getur alltaf verið skeikull. En hvað er öruggt í þessu er dálítið snúið að segja. Auðvitað er þetta varhugaverður tími. Við ætlumst bara til þess að aðstæður séu skoðaðar og metnar áður en farið er með fólk á hættulegar slóðir,“ segir Sveinn Kristján. Íris Ragnarsdóttir Pedersen í stjórn Félags fjallaleiðsögumanna á Íslandi ræddi einnig um áhyggjur fjallaleiðsögumanna í þessum efnum. Reykjavík síðdegis Slys á Breiðamerkurjökli Lögreglumál Björgunarsveitir Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Takmarka fjölda nemenda utan EES Innlent Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Innlent Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Innlent Fleiri fréttir Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Sjá meira
Leit að tveimur ferðamönnum á Breiðarmerkurjökli var hætt í dag þegar ljóst varð að upplýsingar, sem ferðaþjónustufyrirtæki veitti lögreglu, væru rangar. 25 voru í hópnum en ekki 23 líkt og upphaflega var talið. Sveinn Kristján segir að björgunarsveitir og lögregla hafi leitað af sér allan grun. „Hreinsuðum í raun farveginn, eða svokölluð gólf, og sáum að þar var enginn,“ segir Sveinn Kristján sem ræddi málið í Reykjavík síðdegis. Allt unnið með handafli Leitin var afar umfangsmikil. „Mikið af viðbragðsaðilum sem hafa komið að henni og hafa unnið algjört þrekvirki. Það er ekki ofsögum sagt, að íslenskir björgunaraðilar sönnuðu enn og aftur mátt sinn og megin við að takast á við flókin verkefni og leysa það með glans. Við sem sátum heima og stjórnuðum aðgerðum erum afskaplega stolt af því fólki sem tók þarna þátt,“ segir Sveinn Kristján. Vinnutækjum varð ekki komið fyrir uppi á jöklinum, sem gerði leitina erfiðari. „Við komum bílum þarna fyrir á brúninni, en allt annað var þarna unnið með handafli. Þetta er mikil og þung vinna sem er búið að framkvæma þarna, og mikill ís sem er búið að færa til.“ Sveinn Rúnar segir að misvísandi upplýsingar hafi fengist frá ferðaþjónustufyrirtækinu. „En meðan við höfðum ekki sönnur fyrir því að þeir væru ekki þarna, þá leituðum við að sjálfsögðu af okkur allan grun til að geta staðfest það að þarna væri ekki fólk. Það voru afar ánægjulegar fréttir að þarna hafi enginn verið.“ Ætlast til þess að aðstæður séu skoðaðar Hann segir mikilvægt að skráning sé góð og rétt í sambærilegar ferðir. „Þannig það sé vitað hvar hver einasti er. Það er eitthvað sem var því miður ábótavant. Í þessum bókunum almennt er skráður einn ábyrgðaraðili fyrir svona hóp og þá getur oft verið erfitt að finna út hverjir hinir í hópnum eru,“ segir Sveinn Kristján sem tekur undir það að skráning í slíkar ferðir verði að breytast. Umræða hefur spunnist um það hversu æskilegt það sé að fara í jöklaskoðunarferðir á þessum tíma árs þegar ísinn er lausari í sér. „Maður treystir á að það þarna séu vanir leiðsögumenn sem fara um svæðið og meta aðstæður hverju sinni. Vissulega er þetta bara mat og maðurinn getur alltaf verið skeikull. En hvað er öruggt í þessu er dálítið snúið að segja. Auðvitað er þetta varhugaverður tími. Við ætlumst bara til þess að aðstæður séu skoðaðar og metnar áður en farið er með fólk á hættulegar slóðir,“ segir Sveinn Kristján. Íris Ragnarsdóttir Pedersen í stjórn Félags fjallaleiðsögumanna á Íslandi ræddi einnig um áhyggjur fjallaleiðsögumanna í þessum efnum.
Reykjavík síðdegis Slys á Breiðamerkurjökli Lögreglumál Björgunarsveitir Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Takmarka fjölda nemenda utan EES Innlent Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Innlent Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Innlent Fleiri fréttir Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Sjá meira