Fluttu kókaín til landsins í kaffikönnu og útvarpstæki Ólafur Björn Sverrisson skrifar 26. ágúst 2024 23:55 Dómur var kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjaness. Vísir/Vilhelm Þrír menn hafa verið dæmdir til fangelsisvistar fyrir stórfellt fíkniefnalagabrot eftir að hafa reynt að smygla kókaíni til landsins. Annars vegar voru efnin flutt í kaffikönnu frá Frakklandi, og hins vegar í útvarpstæki frá Sviss. Efnin fundu tollverðir við eftirlit í póstmiðstöð. Höfðu þeir samband við lögreglu en í dómi héraðsdóms kemur fram að í pakkanum frá Sviss hefðu verið um 815 g af kókaíni en um 886 grömm af kókaíni í pakkanum frá Frakklandi. Lögregla tók við pakkningu og kom fyrir hlustunar- og eftirfararbúnaði. Einn ákærðu sótti pakkann og fékk honum öðrum ákærðu. Þeir hafi síðan keyrt saman að air'b'nb íbúð sem þeir höfðu á útleigu til og þar komið pakkanum fyrir. Einn var handtekinn í anddyri hússins en hinir skömmu síðar. Í dómnum eru samskipti mannanna á samskiptaforritinu Signal rakin nokkuð ítarlega, en samræður fóru fram á frönsku. Mennirnir játuðu brotin hvað varðaði kókaínsendinguna frá Frakklandi, en ekki varðandi sendinguna frá Sviss. Voru þeir því sakfelldir fyrir tilraun til stórfellds fíkniefnabrots hvað það varðar. Varðandi síðari ákærðulið, sendinguna frá Sviss, lá fyrir að mennirnir höfðu ekki sótt þá sendingu, en einn ákærðu fengið upplýsingar í síma sinn um sendinguna. Þeir báru fyrir sig að þeir hefðu ákveðið að sækja ekki þá sendingu. Í dómnum kemur fram að óþekktur þriðji aðili hafi sagt mönnum fyrir verkum og í málinu lágu fyrir hljóðupptökur við þann mann. Mennirnir báru fyrir sig að þeir hafi verið hræddir við skipuleggjandann og í dómnum segir að ljóst sé að mennirnir hafi verið tregir til að gera það sem farið hafi verið fram á. Þeir hafi meðal annars rætt um afsakanir á því að sækja ekki síðari sendinguna. Litið var til þess að ekki væri búið að sýna með óyggjandi hætti fram á að mennirnir hafi haft í hyggju að sækja síðari sendinguna, og litið þar sérstaklega til samræðna mannanna um að finna afsakanir. Mennirnir voru því sýknaðir af síðari ákærðulið. Í ljósi játningar mannanna voru mennirnir hins vegar dæmdir til fangelsisvistar, tveir í árs fangelsi og einn í tíu mánaða fangelsi. Fíkniefnabrot Dómsmál Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Greindur af gervigreind og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Erlent Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Innlent Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Erlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Innlent Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Erlent Fleiri fréttir Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Greindur af gervigreind og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Sjá meira
Efnin fundu tollverðir við eftirlit í póstmiðstöð. Höfðu þeir samband við lögreglu en í dómi héraðsdóms kemur fram að í pakkanum frá Sviss hefðu verið um 815 g af kókaíni en um 886 grömm af kókaíni í pakkanum frá Frakklandi. Lögregla tók við pakkningu og kom fyrir hlustunar- og eftirfararbúnaði. Einn ákærðu sótti pakkann og fékk honum öðrum ákærðu. Þeir hafi síðan keyrt saman að air'b'nb íbúð sem þeir höfðu á útleigu til og þar komið pakkanum fyrir. Einn var handtekinn í anddyri hússins en hinir skömmu síðar. Í dómnum eru samskipti mannanna á samskiptaforritinu Signal rakin nokkuð ítarlega, en samræður fóru fram á frönsku. Mennirnir játuðu brotin hvað varðaði kókaínsendinguna frá Frakklandi, en ekki varðandi sendinguna frá Sviss. Voru þeir því sakfelldir fyrir tilraun til stórfellds fíkniefnabrots hvað það varðar. Varðandi síðari ákærðulið, sendinguna frá Sviss, lá fyrir að mennirnir höfðu ekki sótt þá sendingu, en einn ákærðu fengið upplýsingar í síma sinn um sendinguna. Þeir báru fyrir sig að þeir hefðu ákveðið að sækja ekki þá sendingu. Í dómnum kemur fram að óþekktur þriðji aðili hafi sagt mönnum fyrir verkum og í málinu lágu fyrir hljóðupptökur við þann mann. Mennirnir báru fyrir sig að þeir hafi verið hræddir við skipuleggjandann og í dómnum segir að ljóst sé að mennirnir hafi verið tregir til að gera það sem farið hafi verið fram á. Þeir hafi meðal annars rætt um afsakanir á því að sækja ekki síðari sendinguna. Litið var til þess að ekki væri búið að sýna með óyggjandi hætti fram á að mennirnir hafi haft í hyggju að sækja síðari sendinguna, og litið þar sérstaklega til samræðna mannanna um að finna afsakanir. Mennirnir voru því sýknaðir af síðari ákærðulið. Í ljósi játningar mannanna voru mennirnir hins vegar dæmdir til fangelsisvistar, tveir í árs fangelsi og einn í tíu mánaða fangelsi.
Fíkniefnabrot Dómsmál Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Greindur af gervigreind og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Erlent Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Innlent Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Erlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Innlent Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Erlent Fleiri fréttir Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Greindur af gervigreind og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Sjá meira