Sorglegt að búið hafi verið að vara við sumarferðum Sunna Sæmundsdóttir skrifar 27. ágúst 2024 12:00 Lilja Alfreðsdóttir er ráðherra ferðamála. Hún segir brýnt að málið verði rannsakað vel. vísir/vilhelm Ríkisstjórnin hefur falið starfshóp að skoða slysið í Breiðamerkurjökli og mögulegar brotalamir því tengdar. Í skýrslu sem var unnin fyrir Vatnajökulsþjóðgarð er varað við íshellaferðum að sumarlagi og forsætisráðherra segist hugsi yfir að ekki hafi verið tekið tillit til þess. Árið 2017 vann jarðvísindastofnun Háskóla Íslands skýrslu fyrir Vatnajökulsþjóðgarð um áhættumat vegna ferða í íshella. Á þeim tíma var ekki farið að markaðssetja íhellaferðir að sumarlagi, líkt og nú er gert. Ice Pic Journeys er meðal fyrirtækja sem gera það og fólkið sem var undir klakahruni í Breiðamerkurjökli var á þeirra vegum. Einn lést og og kona liggur slösuð á spítala eftir atvikið. Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra, sagði að loknum ríkisstjórnarfundi í morgun að starfhópi verði falið að skoða málið. „Við ákváðum í framhaldi af umræðu á fundinum að setja saman ráðuneytisstjóra þeirra ráðuneyta sem eiga einhverja aðkomu að málinu og fara nánar ofan í saumana á því hver væru réttu viðbrögð okkar vegna þessa slyss.“ Í skýrslunni segir meðal annars að hellarnir myndist í leysingum á sumrin og að ekki sé hægt að fara inn í þá fyrr en vatnsrennsli detti niður síðla hausts. Algengasta tímabilið, þar sem áhætta teljist ásættanleg, sé einungis sex mánuðir. Frá byrjun nóvember til loka apríl. „Hvort að hér hafi verið einhverjar brotalamir og hvort eitthvað hafi betur mátt gera hvað varðar frekari varúðarráðstafanir er eitthvað sem kemur í ljós þegar við förum nánar ofan í atvik máls. Ég get ekkert fullyrt um það á þessum tímapunkti en maður er hugsi yfir því ef áhættumat hefur varað sterklega við því að vera með ferðir að sumarlagi í íshellum, hvers vegna það varð ekki tilefni til einhverra ráðstafana.“ Bjarni Benediktsson forsætisráðherra.Stöð 2/Einar Lilja Alfreðsdóttir, ráðherra ferðamála, segir mikilvægt að rannsaka málið til þess að læra megi af því. „Það sem er sorglegt hér er að þarna á sér stað mannslát og ekki nóg með það heldur var búið að vara við þessu árið 2017. Nú er það hlutverk okkar að fara yfir það hvers vegna var ekki hlustað betur á það.“ Orðspor Íslands í ferðaþjónustu sé einnig í húfi. „Svona fréttir eru neikvæðar og það er svo mikilvægt að huga að þessum öryggismálum. Við höfum verið að gera það og ætlum að gera það enn betur,“ segir Lilja. Slys á Breiðamerkurjökli Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar (2024) Ferðaþjónusta Öryggi á ferðamannastöðum Mest lesið Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Innlent Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Innlent Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Erlent Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Erlent Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Erlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Erlent Fleiri fréttir „Það er verið að setja Austurland í frost“ Boðar tuttugu aðgerðir í málefnum fjölmiðla Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Önnur mesta rýrnun Hofsjökuls frá upphafi mælinga Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Vill Kristrúnu fyrir dóm og óvissa um Eurovision Gervigreindin sé enn einn pensillinn í höndum listamanna Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Sjá meira
Árið 2017 vann jarðvísindastofnun Háskóla Íslands skýrslu fyrir Vatnajökulsþjóðgarð um áhættumat vegna ferða í íshella. Á þeim tíma var ekki farið að markaðssetja íhellaferðir að sumarlagi, líkt og nú er gert. Ice Pic Journeys er meðal fyrirtækja sem gera það og fólkið sem var undir klakahruni í Breiðamerkurjökli var á þeirra vegum. Einn lést og og kona liggur slösuð á spítala eftir atvikið. Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra, sagði að loknum ríkisstjórnarfundi í morgun að starfhópi verði falið að skoða málið. „Við ákváðum í framhaldi af umræðu á fundinum að setja saman ráðuneytisstjóra þeirra ráðuneyta sem eiga einhverja aðkomu að málinu og fara nánar ofan í saumana á því hver væru réttu viðbrögð okkar vegna þessa slyss.“ Í skýrslunni segir meðal annars að hellarnir myndist í leysingum á sumrin og að ekki sé hægt að fara inn í þá fyrr en vatnsrennsli detti niður síðla hausts. Algengasta tímabilið, þar sem áhætta teljist ásættanleg, sé einungis sex mánuðir. Frá byrjun nóvember til loka apríl. „Hvort að hér hafi verið einhverjar brotalamir og hvort eitthvað hafi betur mátt gera hvað varðar frekari varúðarráðstafanir er eitthvað sem kemur í ljós þegar við förum nánar ofan í atvik máls. Ég get ekkert fullyrt um það á þessum tímapunkti en maður er hugsi yfir því ef áhættumat hefur varað sterklega við því að vera með ferðir að sumarlagi í íshellum, hvers vegna það varð ekki tilefni til einhverra ráðstafana.“ Bjarni Benediktsson forsætisráðherra.Stöð 2/Einar Lilja Alfreðsdóttir, ráðherra ferðamála, segir mikilvægt að rannsaka málið til þess að læra megi af því. „Það sem er sorglegt hér er að þarna á sér stað mannslát og ekki nóg með það heldur var búið að vara við þessu árið 2017. Nú er það hlutverk okkar að fara yfir það hvers vegna var ekki hlustað betur á það.“ Orðspor Íslands í ferðaþjónustu sé einnig í húfi. „Svona fréttir eru neikvæðar og það er svo mikilvægt að huga að þessum öryggismálum. Við höfum verið að gera það og ætlum að gera það enn betur,“ segir Lilja.
Slys á Breiðamerkurjökli Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar (2024) Ferðaþjónusta Öryggi á ferðamannastöðum Mest lesið Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Innlent Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Innlent Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Erlent Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Erlent Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Erlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Erlent Fleiri fréttir „Það er verið að setja Austurland í frost“ Boðar tuttugu aðgerðir í málefnum fjölmiðla Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Önnur mesta rýrnun Hofsjökuls frá upphafi mælinga Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Vill Kristrúnu fyrir dóm og óvissa um Eurovision Gervigreindin sé enn einn pensillinn í höndum listamanna Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Sjá meira