Keppendur, fyrirmyndir og fordómar Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar 28. ágúst 2024 07:01 Í dag hefst Ólympíumót fatlaðra, Paralympics, í París. „Ég er ekki að leika mér, ég er að keppa“ er yfirskrift herferðar sem Alþjóðaólympíuhreyfing fatlaðra stendur fyrir í aðdraganda mótsins. Þetta er vitundavakning um fordóma og fornfáleg viðhorf sem fatlað íþróttafólk verður gjarnan fyrir. Þau eru oft hlaðin lofi fyrir „að taka þátt“ í íþróttum, en ekki vegna hæfileika, dugs og keppnisskaps. Þetta er niðrandi viðmót og er því miður enn við lýði víða. Þó margt sé enn óunnið, þá er metfjöldi kvenna og metfjöldi þjóða skráð til leiks í Paralympics í ár, sem er verulega ánægjuleg þróun. Meðal íslenskra keppenda eru fimm afreks íþróttamenn og -konur sem etja munu kappi í sundgreinum og kúluvarpi á Paralympics í París. Þau eru mikilvægar fyrirmyndir fyrir börn og unglinga sem dreymir um að ná langt í keppnisíþróttum. Árangri afreksfólksins okkar í París ber að fagna. En á sama tíma skulum við líta okkur nær. Einungis fjögur prósent fatlaðra barna á Íslandi eru virk í íþróttastarfi og er það allt of lágt hlutfall. Eldhugar hjá íþróttahreyfingunni (ÍSÍ, UMFÍ og ÍF) og samtökum foreldra fatlaðra barna settu málið á dagskrá og fengu þrjú ráðuneyti í lið með sér, ráðuneyti félags-, mennta- og heilbrigðis. Átaksverkefnið Allir með hefur það að markmiði að fjölga tækifærum fyrir fötluð börn hjá almennum íþróttafélögum. Ég er bjartsýnn á framhaldið og er fullviss um að þetta framtak gefi fleiri fötluðum börnum kost á láta drauma sína rætast – til dæmis með því að keppa á Paralympics. Ég verð þess heiðurs aðnjótandi að heimsækja leikana í París um komandi helgi. Ég hlakka til að hvetja afreksfólkið okkar áfram og fagna árangri þeirra. Höfundur er formaður VG og félags- og vinnumarkaðsráðherra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Ingi Guðbrandsson Vinstri græn Ólympíumót fatlaðra Mest lesið Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson Skoðun Umsókn krefst ákvörðunar – ekki ákalls Erna Bjarnadóttir Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Umsókn krefst ákvörðunar – ekki ákalls Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir skrifar Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Væri ekki hlaupið út aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gervigreind fyrir alla — en fyrir hvern í raun? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Sjá meira
Í dag hefst Ólympíumót fatlaðra, Paralympics, í París. „Ég er ekki að leika mér, ég er að keppa“ er yfirskrift herferðar sem Alþjóðaólympíuhreyfing fatlaðra stendur fyrir í aðdraganda mótsins. Þetta er vitundavakning um fordóma og fornfáleg viðhorf sem fatlað íþróttafólk verður gjarnan fyrir. Þau eru oft hlaðin lofi fyrir „að taka þátt“ í íþróttum, en ekki vegna hæfileika, dugs og keppnisskaps. Þetta er niðrandi viðmót og er því miður enn við lýði víða. Þó margt sé enn óunnið, þá er metfjöldi kvenna og metfjöldi þjóða skráð til leiks í Paralympics í ár, sem er verulega ánægjuleg þróun. Meðal íslenskra keppenda eru fimm afreks íþróttamenn og -konur sem etja munu kappi í sundgreinum og kúluvarpi á Paralympics í París. Þau eru mikilvægar fyrirmyndir fyrir börn og unglinga sem dreymir um að ná langt í keppnisíþróttum. Árangri afreksfólksins okkar í París ber að fagna. En á sama tíma skulum við líta okkur nær. Einungis fjögur prósent fatlaðra barna á Íslandi eru virk í íþróttastarfi og er það allt of lágt hlutfall. Eldhugar hjá íþróttahreyfingunni (ÍSÍ, UMFÍ og ÍF) og samtökum foreldra fatlaðra barna settu málið á dagskrá og fengu þrjú ráðuneyti í lið með sér, ráðuneyti félags-, mennta- og heilbrigðis. Átaksverkefnið Allir með hefur það að markmiði að fjölga tækifærum fyrir fötluð börn hjá almennum íþróttafélögum. Ég er bjartsýnn á framhaldið og er fullviss um að þetta framtak gefi fleiri fötluðum börnum kost á láta drauma sína rætast – til dæmis með því að keppa á Paralympics. Ég verð þess heiðurs aðnjótandi að heimsækja leikana í París um komandi helgi. Ég hlakka til að hvetja afreksfólkið okkar áfram og fagna árangri þeirra. Höfundur er formaður VG og félags- og vinnumarkaðsráðherra.
Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar