Þjóðgarðurinn hafi getað komið í veg fyrir slysið Tómas Arnar Þorláksson skrifar 27. ágúst 2024 21:01 Horft yfir slysstað á Breiðarmerkurjökli. Vísir/Vilhelm Vatnajökulsþjóðgarður hefði getað komið í veg fyrir slysið á Breiðamerkurjökli ef farið hefði verið eftir skýrslu þar sem varað var við hættu, segir ráðherra. Framkvæmdastjóri þjóðgarðsins segir stofnunina finna til ábyrgðar og að fyrirkomulag á svæðinu verði endurskoðað. Lilja Dögg Alfreðsdóttir, ferðamála-, viðskipta- og menningarmálaráðherra, harmar að ekki hafi verið brugðist við skýrslu sem Vatnajökulsþjóðgarður lét gera árið 2017 um íshella áður en banaslys varð í Breiðamerkurjökli á sunnudaginn eftir íshrun. Í skýrslunni kemur skýrt fram að mikil hætta sé í íshelli ef hitastig er nokkuð yfir frostmarki og að enginn ætti að fara í helli við þær aðstæður. „Þjóðgarðurinn hefði getað komið í veg fyrir að það væri farið í þessar ferðir ef það hefði verið hlustað á þessa skýrslu . Slys eiga sér stað og við getum aldrei alveg komið í veg fyrir þau en það sem er sorglegt hér er að þarna á sér stað mannslát og ekki nóg með það, var búið að vara við þessu árið 2017.“ Svona ferðir séu tímasprengja Magnús Tumi Guðmundsson, prófessor í jarðeðlisfræði og einn höfunda skýrslunnar óraði ekki fyrir skipulögðum sumarferðum í íshella við skýrslugerðina. „Við höfðum varla hugmyndaflug til að detta í hug að menn myndu gera þetta á þessum tíma. Eins og er reyndar tekið fram í skýrslunni, að þetta sé allt of hættulegt á sumrin.“ Magnús Tumi segist ekki vita hvernig þjóðgarðurinn nýtti skýrsluna. Þessi tiltekni íshellir sé sérstaklega hættulegur vegna vatnsflæðis og staðsetningu á jaðri jökulsporðsins. Hann nefnir sem dæmi manngerðan íshelli á Langjökli sem er hættulaus vegna þess hve ofarlega hann er á jöklinum. „Því miður, svona ferðir, skipulagðar ferðir seldar til túrista þar sem farið er bara flesta daga sumarsins er bara tímasprengja eins og við sjáum.“ Við munum hlusta á okkar vísindamenn Ingibjörg Halldórsdóttir, framkvæmdastjóri Vatnajökulsþjóðgarðs, segir stofnunina miður sín vegna slyssins. Búið sé að girða tímabundið fyrir skipulagðar ferðir á svæðinu en óvíst hvenær þær hefjast aftur. Finnur stofnunin til ábyrgðar í þessu máli? „Já við finnum það alveg. Við höfum líka stigið inn í þetta öryggishlutverk og höfum ekkert óttast það. Við munum hlusta á okkar vísindamenn og taka þetta inn í okkar stjórnarkerfi.“ Þjóðgarðurinn gerir tvíhliða samninga við fyrirtæki sem fá þá leyfi til að bjóða upp á skipulagðar ferðir í íshella á svæðinu. Stofnunin hefur haft lagaheimild til að takmarka ferðir á svæðinu síðan 2020. Núverandi samningar renna út í september. Ingibjörg segir koma til greina að takmarka ferðir á sumrin með nýjum samningum. Svo þið hefðuð getað sett einhverja skilmála eða takmarkanir fyrr? „Sko alltaf hægt að segja að maður hefði getað gert betur og svona atvik gera það að verkum að maður fer að hugsa þannig. Við tökum alla gagnrýni til okkar og erum auðmjúk og reynum að læra af þessari reynslu og reynum að láta þetta verða til þess að öryggi ferðamanna innan þjóðgarðsins verði bætt.“ Slys á Breiðamerkurjökli Þjóðgarðar Vatnajökulsþjóðgarður Ferðaþjónusta Slysavarnir Öryggi á ferðamannastöðum Mest lesið Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Innlent Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Innlent Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Erlent Vaktin: Dómari kveður upp um refsingu Diddy Erlent Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Innlent „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína Innlent Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Erlent Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Erlent Hamas liðar vilja ekki afvopnast Erlent Fleiri fréttir Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Hafnaði kæru Sameindar vegna Konukots í Ármúla Ingibjörg tekur slaginn við Bergþór Skjálftahrina við Krýsuvík og Kleifarvatn Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Bergþór vill verða varaformaður Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Ragnhildur tekur við Kveik Blæs á sögusagnir um úthugsaða fléttu og ótti við að enda rúmliggjandi Vilja að fallið verði frá hækkun áfengisskatta „Þetta er auðvitað allt of lítið úrtak til að vera marktækt“ Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Nýr stjóri Icelandair vildi bara Airbus þegar hann stýrði Play Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Sjá meira
Lilja Dögg Alfreðsdóttir, ferðamála-, viðskipta- og menningarmálaráðherra, harmar að ekki hafi verið brugðist við skýrslu sem Vatnajökulsþjóðgarður lét gera árið 2017 um íshella áður en banaslys varð í Breiðamerkurjökli á sunnudaginn eftir íshrun. Í skýrslunni kemur skýrt fram að mikil hætta sé í íshelli ef hitastig er nokkuð yfir frostmarki og að enginn ætti að fara í helli við þær aðstæður. „Þjóðgarðurinn hefði getað komið í veg fyrir að það væri farið í þessar ferðir ef það hefði verið hlustað á þessa skýrslu . Slys eiga sér stað og við getum aldrei alveg komið í veg fyrir þau en það sem er sorglegt hér er að þarna á sér stað mannslát og ekki nóg með það, var búið að vara við þessu árið 2017.“ Svona ferðir séu tímasprengja Magnús Tumi Guðmundsson, prófessor í jarðeðlisfræði og einn höfunda skýrslunnar óraði ekki fyrir skipulögðum sumarferðum í íshella við skýrslugerðina. „Við höfðum varla hugmyndaflug til að detta í hug að menn myndu gera þetta á þessum tíma. Eins og er reyndar tekið fram í skýrslunni, að þetta sé allt of hættulegt á sumrin.“ Magnús Tumi segist ekki vita hvernig þjóðgarðurinn nýtti skýrsluna. Þessi tiltekni íshellir sé sérstaklega hættulegur vegna vatnsflæðis og staðsetningu á jaðri jökulsporðsins. Hann nefnir sem dæmi manngerðan íshelli á Langjökli sem er hættulaus vegna þess hve ofarlega hann er á jöklinum. „Því miður, svona ferðir, skipulagðar ferðir seldar til túrista þar sem farið er bara flesta daga sumarsins er bara tímasprengja eins og við sjáum.“ Við munum hlusta á okkar vísindamenn Ingibjörg Halldórsdóttir, framkvæmdastjóri Vatnajökulsþjóðgarðs, segir stofnunina miður sín vegna slyssins. Búið sé að girða tímabundið fyrir skipulagðar ferðir á svæðinu en óvíst hvenær þær hefjast aftur. Finnur stofnunin til ábyrgðar í þessu máli? „Já við finnum það alveg. Við höfum líka stigið inn í þetta öryggishlutverk og höfum ekkert óttast það. Við munum hlusta á okkar vísindamenn og taka þetta inn í okkar stjórnarkerfi.“ Þjóðgarðurinn gerir tvíhliða samninga við fyrirtæki sem fá þá leyfi til að bjóða upp á skipulagðar ferðir í íshella á svæðinu. Stofnunin hefur haft lagaheimild til að takmarka ferðir á svæðinu síðan 2020. Núverandi samningar renna út í september. Ingibjörg segir koma til greina að takmarka ferðir á sumrin með nýjum samningum. Svo þið hefðuð getað sett einhverja skilmála eða takmarkanir fyrr? „Sko alltaf hægt að segja að maður hefði getað gert betur og svona atvik gera það að verkum að maður fer að hugsa þannig. Við tökum alla gagnrýni til okkar og erum auðmjúk og reynum að læra af þessari reynslu og reynum að láta þetta verða til þess að öryggi ferðamanna innan þjóðgarðsins verði bætt.“
Slys á Breiðamerkurjökli Þjóðgarðar Vatnajökulsþjóðgarður Ferðaþjónusta Slysavarnir Öryggi á ferðamannastöðum Mest lesið Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Innlent Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Innlent Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Erlent Vaktin: Dómari kveður upp um refsingu Diddy Erlent Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Innlent „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína Innlent Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Erlent Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Erlent Hamas liðar vilja ekki afvopnast Erlent Fleiri fréttir Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Hafnaði kæru Sameindar vegna Konukots í Ármúla Ingibjörg tekur slaginn við Bergþór Skjálftahrina við Krýsuvík og Kleifarvatn Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Bergþór vill verða varaformaður Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Ragnhildur tekur við Kveik Blæs á sögusagnir um úthugsaða fléttu og ótti við að enda rúmliggjandi Vilja að fallið verði frá hækkun áfengisskatta „Þetta er auðvitað allt of lítið úrtak til að vera marktækt“ Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Nýr stjóri Icelandair vildi bara Airbus þegar hann stýrði Play Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Sjá meira
Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu