Annar skemmdarvargurinn handtekinn en hinn á bak og burt Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 28. ágúst 2024 14:54 Töluverðar skemmdir hafa verið unnar á klæðningu byggingarinnar við Guðrúnartún 1. Vísir/Vilhelm Tvo daga í röð voru framin eignaspjöll í og við bygginguna sem stendur við Guðrúnartún 1 í Reykjavík. Í gærmorgun braust þangað inn maður sem braut rúðu og olli öðrum eignaspjöllum innandyra og á mánudagsmorgun gekk annar maður berserksgang fyrir utan húsið, braut þar flísar af klæðningu hússins og framdi önnur skemmdarverk á bílastæðinu við húsið. Hinn síðarnefndi var handtekinn skammt frá vettvangi en hinn var á bak og burt þegar lögreglu bar að garði. Enginn er í varðhaldi vegna málanna sem rannsökuð erum sem aðskilin. Þetta staðfestir Ásmundur Rúnar Gylfason aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í samtali við Vísi, en Rúv greindi fyrst frá. Húsið sem um ræðir hýsir meðal annars starfsemi ASÍ, Geðhjálpar, Eflingar og Gildis lífeyrissjóðs svo fátt eitt sé nefnt. Þótt bæði mál varði eignaspjöll á sömu byggingu er um tvö aðskilin mál að ræða.Vísir/Vilhelm „Þarna er einhver aðili sem kemur þarna inn og fer að hamast á einhverri hurð með þeim afleiðingum að læsingin á hurðinni var skemmd á eftir. Svo gekk hann upp á aðra hæð og skemmdi þar líka læsingu á annarri hurð með því að reyna að komast eitthvað þar inn og í kjölfarið brotnaði þarna rúða,“ segir Ásmundur um atvikið í gærmorgun. Þetta var um hálf níu leytið og var starfsfólk í húsinu sem varð vart við manninn en hann var horfinn af vettvangi þegar lögregla kom á vettvang. Ekki er búið að hafa uppi á manninum og ekki vitað hver var að verki og er málið til rannsóknar. Í hinu málinu er um að ræða aðila sem lögregla handtók þar sem hann var á leið í burtu frá vettvangi eftir að hafa valdið töluverðum eignaspjöllum utandyra, bæði á bílastæði og byggingunni sjálfri. „Hann var vistaður hér og tekin af honum skýrsla en hann er laus,“ segir Ásmundur. Maðurinn, sem lögregla hefur áður þurft að hafa afskipti af, var handtekinn rétt fyrir hádegi á mánudaginn og látinn laus um níu á mánudagskvöldið. Ekki þykir líklegt að sami maður hafi verið að verki. Starfsfólki brugðið Tjörfi Berndsen, formaður stjórnar húsfélagsins í Guðrúnartúni 1, segir að starfsfólki hafi vissulega verið brugðið vegna þessa. Starfsfólki hafi sem betur fer ekki orðið meint af en atvikin kalli á að farið verði betur yfir öryggisferla í húsinu. „Það var ekki ráðist á fólk,“ segir Tjörfi í samtali við Vísi. „Auðvitað er fólki brugðið. Tveir svona atburðir, tvo daga í röð, eru óþægilegir fyrir alla. Ég geri ráð fyrir að við kærum og tilkynnum til tryggingafélags og svo þarf auðvitað bara að gera við þetta. En aðalatriðið er það að við endurskoðum aðeins okkar öryggisferla og aðgengi að húsinu svona eins og við getum, en samt veita þjónustu við félagsfólk og annað slíkt,“ segir Tjörfi. Númer eitt, tvö og þrjú sé að gæta öryggis starfsfólks. Líkt og sjá má á meðfylgjandi myndum eru skemmdirnar á húsinu töluverðar. Ummerki um berserksgang í Guðrúnartúni.Vísir/Vilhelm Skemmdarverkin voru unnin á mánduagsmorgun.Vísir/Vilhelm Vísir/Vilhelm Vísir/Vilhelm Fréttin hefur verið uppfærð. Reykjavík Lögreglumál Mest lesið Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Erlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Innlent Stöðugt gos og engir skjálftar Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Fleiri fréttir Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Sjá meira
Hinn síðarnefndi var handtekinn skammt frá vettvangi en hinn var á bak og burt þegar lögreglu bar að garði. Enginn er í varðhaldi vegna málanna sem rannsökuð erum sem aðskilin. Þetta staðfestir Ásmundur Rúnar Gylfason aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í samtali við Vísi, en Rúv greindi fyrst frá. Húsið sem um ræðir hýsir meðal annars starfsemi ASÍ, Geðhjálpar, Eflingar og Gildis lífeyrissjóðs svo fátt eitt sé nefnt. Þótt bæði mál varði eignaspjöll á sömu byggingu er um tvö aðskilin mál að ræða.Vísir/Vilhelm „Þarna er einhver aðili sem kemur þarna inn og fer að hamast á einhverri hurð með þeim afleiðingum að læsingin á hurðinni var skemmd á eftir. Svo gekk hann upp á aðra hæð og skemmdi þar líka læsingu á annarri hurð með því að reyna að komast eitthvað þar inn og í kjölfarið brotnaði þarna rúða,“ segir Ásmundur um atvikið í gærmorgun. Þetta var um hálf níu leytið og var starfsfólk í húsinu sem varð vart við manninn en hann var horfinn af vettvangi þegar lögregla kom á vettvang. Ekki er búið að hafa uppi á manninum og ekki vitað hver var að verki og er málið til rannsóknar. Í hinu málinu er um að ræða aðila sem lögregla handtók þar sem hann var á leið í burtu frá vettvangi eftir að hafa valdið töluverðum eignaspjöllum utandyra, bæði á bílastæði og byggingunni sjálfri. „Hann var vistaður hér og tekin af honum skýrsla en hann er laus,“ segir Ásmundur. Maðurinn, sem lögregla hefur áður þurft að hafa afskipti af, var handtekinn rétt fyrir hádegi á mánudaginn og látinn laus um níu á mánudagskvöldið. Ekki þykir líklegt að sami maður hafi verið að verki. Starfsfólki brugðið Tjörfi Berndsen, formaður stjórnar húsfélagsins í Guðrúnartúni 1, segir að starfsfólki hafi vissulega verið brugðið vegna þessa. Starfsfólki hafi sem betur fer ekki orðið meint af en atvikin kalli á að farið verði betur yfir öryggisferla í húsinu. „Það var ekki ráðist á fólk,“ segir Tjörfi í samtali við Vísi. „Auðvitað er fólki brugðið. Tveir svona atburðir, tvo daga í röð, eru óþægilegir fyrir alla. Ég geri ráð fyrir að við kærum og tilkynnum til tryggingafélags og svo þarf auðvitað bara að gera við þetta. En aðalatriðið er það að við endurskoðum aðeins okkar öryggisferla og aðgengi að húsinu svona eins og við getum, en samt veita þjónustu við félagsfólk og annað slíkt,“ segir Tjörfi. Númer eitt, tvö og þrjú sé að gæta öryggis starfsfólks. Líkt og sjá má á meðfylgjandi myndum eru skemmdirnar á húsinu töluverðar. Ummerki um berserksgang í Guðrúnartúni.Vísir/Vilhelm Skemmdarverkin voru unnin á mánduagsmorgun.Vísir/Vilhelm Vísir/Vilhelm Vísir/Vilhelm Fréttin hefur verið uppfærð.
Reykjavík Lögreglumál Mest lesið Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Erlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Innlent Stöðugt gos og engir skjálftar Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Fleiri fréttir Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Sjá meira