Samfylkingin með flest spil á hendi við stjórnarmyndun Heimir Már Pétursson skrifar 29. ágúst 2024 12:07 Kristrún Frostadóttir og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson njóta mest fylgis í embætti forsætisráðherra samkvæmt könnun Prósents frá í gær. Grafík/Sara Einungis yrði hægt að mynda þriggja flokka ríkisstjórn með þátttöku Samfylkingarinnar yrðu kosningaúrslit samkvæmt nýjustu könnun Maskínu. Flokkurinn gæti einnig tekið þátt í myndun tveggja mið-vinstristjórna og einnar mið-hægristjórnar. Hægriflokkarnir gætu sömuleiðis myndað stjórn með þátttöku Framsóknarflokksins. Landslagið í stjórnmálunum hefur breyst mikið undanfarin misseri þar sem Samfylkingin hefur notið mest fylgis flokka í könnunum Maskínu síðast liðin tæpu tvö ár. Að sama skapi hefur fylgi Sjálfstæðisflokksins dalað. Hér sést að Miðflokkurinn hefur tekið fram úr Sjálfstæðisflokknum, þótt ekki sé marktækur munur á fylgi flokkanna.Grafik/Sara Nú er svo komið samkvæmt síðustu könnun Maskínu að Miðflokkurinn nýtur 15 prósenta fylgis á meðan Sjálfstæðisflokkurinn er með 14 prósent. Þá vilja flestir sjá Kristrúnu Frostadóttur formann Samfylkingarinnar í embætti forsætisráðherra, eða 24 prósent og 9 prósent vilja Sigmund Davíð Gunnlaugsson formann Miðflokksins, samkvæmt könnun Prósents frá í gær. Þessi mikla hreyfing sem verið hefur á fylginu mun hafa áhrif á möguleika á myndun ríkisstjórnar ef niðurstaða kosninga yrði á nótum nýjustu könnunar Maskínu. Mjög erfitt yrði að mynda ríkisstjórn án Samfylkingarinnar og einungis einn kostur á myndun þriggja flokka stjórnar án þátttöku Sjálfstæðisflokksins. Stjórn Samfylkingar, Framsóknarflokks og Miðflokks hefði lágmarks meirihluta á bakvið sig á Alþingi, eða 32 þingmenn. Ríkisstjórn flokkanna í meirihluta borgarstjórnar Reykjavíkur hefði 34 þingmenn og ef Pírötum yrði skipt út fyrir Flokk fólksins, hefði slík stjórn þrjátíu og þriggja þingmanna meirihluta. Ef Samfylkingin færi í samstarf með Sjálfstæðisflokki, Framsóknarflokki og Viðreisn hefði stjórn þeirra ríflegan meirihluta eða 38 þingmenn. Það verður þó að teljast ósennilegt stjórnarmynstur. Þá væri sömuleiðis hægt að mynda hægristjórn Sjálfstæðisflokks, Miðflokks, Framsóknarflokks og Viðreisnar sem hefði 32 þingmenn. Allt eru þetta hins vegar grófir útreikningar miðað við forsendur síðustu könnunar. Aðeins úrslit kosninga ráða að lokum þeim möguleikum sem verða til myndunar ríkisstjórnar. Alþingi Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Tengdar fréttir Miðflokkurinn að taka fram úr Sjálfstæðisflokknum í fylgi Miðflokkurinn er orðinn næst stærsti flokkurinn á Alþingi, en ekki er marktækur munur á fylgi hans og Sjálfstæðisflokksins. Formaður Miðflokksins segir þetta til marks um að skynsemin sé farin að ná til kjósenda. 28. ágúst 2024 18:32 Fjórðungur landsmanna vill Kristrúnu í forsætisráðuneytið Um það bil 24 prósent landsmanna vill sjá Kristrúnu Frostadóttur, formann Samfylkingarinnar, sem næsta forsætisráðherra Íslands. Næstur er Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, með níu prósent. 29. ágúst 2024 08:22 Mest lesið Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Innlent Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs Innlent „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Innlent Eldur í íbúð við Snorrabraut Innlent Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Innlent Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Erlent Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Sjá meira
Landslagið í stjórnmálunum hefur breyst mikið undanfarin misseri þar sem Samfylkingin hefur notið mest fylgis flokka í könnunum Maskínu síðast liðin tæpu tvö ár. Að sama skapi hefur fylgi Sjálfstæðisflokksins dalað. Hér sést að Miðflokkurinn hefur tekið fram úr Sjálfstæðisflokknum, þótt ekki sé marktækur munur á fylgi flokkanna.Grafik/Sara Nú er svo komið samkvæmt síðustu könnun Maskínu að Miðflokkurinn nýtur 15 prósenta fylgis á meðan Sjálfstæðisflokkurinn er með 14 prósent. Þá vilja flestir sjá Kristrúnu Frostadóttur formann Samfylkingarinnar í embætti forsætisráðherra, eða 24 prósent og 9 prósent vilja Sigmund Davíð Gunnlaugsson formann Miðflokksins, samkvæmt könnun Prósents frá í gær. Þessi mikla hreyfing sem verið hefur á fylginu mun hafa áhrif á möguleika á myndun ríkisstjórnar ef niðurstaða kosninga yrði á nótum nýjustu könnunar Maskínu. Mjög erfitt yrði að mynda ríkisstjórn án Samfylkingarinnar og einungis einn kostur á myndun þriggja flokka stjórnar án þátttöku Sjálfstæðisflokksins. Stjórn Samfylkingar, Framsóknarflokks og Miðflokks hefði lágmarks meirihluta á bakvið sig á Alþingi, eða 32 þingmenn. Ríkisstjórn flokkanna í meirihluta borgarstjórnar Reykjavíkur hefði 34 þingmenn og ef Pírötum yrði skipt út fyrir Flokk fólksins, hefði slík stjórn þrjátíu og þriggja þingmanna meirihluta. Ef Samfylkingin færi í samstarf með Sjálfstæðisflokki, Framsóknarflokki og Viðreisn hefði stjórn þeirra ríflegan meirihluta eða 38 þingmenn. Það verður þó að teljast ósennilegt stjórnarmynstur. Þá væri sömuleiðis hægt að mynda hægristjórn Sjálfstæðisflokks, Miðflokks, Framsóknarflokks og Viðreisnar sem hefði 32 þingmenn. Allt eru þetta hins vegar grófir útreikningar miðað við forsendur síðustu könnunar. Aðeins úrslit kosninga ráða að lokum þeim möguleikum sem verða til myndunar ríkisstjórnar.
Alþingi Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Tengdar fréttir Miðflokkurinn að taka fram úr Sjálfstæðisflokknum í fylgi Miðflokkurinn er orðinn næst stærsti flokkurinn á Alþingi, en ekki er marktækur munur á fylgi hans og Sjálfstæðisflokksins. Formaður Miðflokksins segir þetta til marks um að skynsemin sé farin að ná til kjósenda. 28. ágúst 2024 18:32 Fjórðungur landsmanna vill Kristrúnu í forsætisráðuneytið Um það bil 24 prósent landsmanna vill sjá Kristrúnu Frostadóttur, formann Samfylkingarinnar, sem næsta forsætisráðherra Íslands. Næstur er Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, með níu prósent. 29. ágúst 2024 08:22 Mest lesið Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Innlent Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs Innlent „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Innlent Eldur í íbúð við Snorrabraut Innlent Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Innlent Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Erlent Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Sjá meira
Miðflokkurinn að taka fram úr Sjálfstæðisflokknum í fylgi Miðflokkurinn er orðinn næst stærsti flokkurinn á Alþingi, en ekki er marktækur munur á fylgi hans og Sjálfstæðisflokksins. Formaður Miðflokksins segir þetta til marks um að skynsemin sé farin að ná til kjósenda. 28. ágúst 2024 18:32
Fjórðungur landsmanna vill Kristrúnu í forsætisráðuneytið Um það bil 24 prósent landsmanna vill sjá Kristrúnu Frostadóttur, formann Samfylkingarinnar, sem næsta forsætisráðherra Íslands. Næstur er Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, með níu prósent. 29. ágúst 2024 08:22