Thelma Björg náði sjöunda besta tímanum í undanúrslitum í 100 metra bringusundi.
Hún synti á 1:58.93 mín. en Íslandsmet hennar er 1:52,79 frá árinu 2017.
Hin breska Grace Harvey náði besta tímanum í undanúrslitunum með því að synda á 1:42.73 mín.
Auk Íslendinga þá eiga Bretar, Kínverjar, Úkraínumenn, Ítalir, Brasilíumenn, Þjóðverjar og Japanar sundkonu í úrslitasundinu í dag.
Thelma Björg varð áttunda í þessari grein á síðasta Ólympíumóti fatlaðra í Tókýó fyrir þremur árum.
Már syndir í úrslitum í 100 metra baksundi klukkan 16.31.
Thelma syndir í úrslitum í 100 metra bringusundi klukkan 17.55.