Verður veturinn nýja ferðamannatímabilið í Fjallabyggð? Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 1. september 2024 15:06 Sigríður Ingvarsdóttir, bæjarstjóri í Fjallabyggð, sem er ánægð með þann kraft, sem er nú í sveitarfélaginu enda byggt og byggt og atvinnuástand er þar með allra besta móti. Magnús Hlynur Hreiðarsson Mannlíf og atvinnulíf blómstrar, sem aldrei fyrr í Fjallabyggð þessi misserin enda hefur sjaldan eða aldrei verið eins mikið að gera í sveitarfélaginu og nú. Bæjarstjórinn spáir því að veturinn verði nýja ferðamannatímabilið í sveitarfélaginu vegna góðrar skíðaaðstöðu. Fjallabyggð er sveitarfélag nyrst á Tröllaskaga sem varð til í júní 2006 þegar Ólafsfjarðarbær og Siglufjarðarkaupstaður sameinuðust. Siglufjörður og Ólafsfjörður eru fyrst og fremst sjávarútvegs- og fiskvinnslusamfélög þó það sé ýmis önnur fjölbreytt atvinnustarfsemi í Fjallabyggð. Bæjarstjóri Fjallabyggðar, Sigríður Ingvarsdóttir segir bjart yfir sveitarfélaginu og íbúum þess. „Við tölum um okkur hér, sem lögheimili loksins hérna í Fjallabyggð. Við erum alltaf með sól í sinni og við segjum að veður sé bara hugarburður. Og hér hafa verið hátíðir í allt sumar. Við erum búin að halda upp á berjadaga, sápuboltann, trylludaga og nú síðast Síldarævintýrið og þjóðlagahátíð, bara nefndu það,” segir Sigríður og heldur áfram. „Við erum komin upp í tæplega 2.030 íbúa og það er verið að byggja ný íbúðarhús og allskonar þjónustu, það er til dæmis ný búið að opna hérna Síldarkaffi, hið eina á landinu.” Sigríður segir mjög ánægjulegt að sjá allar þessar nýbyggingar á húsum. „Já, bæði hér á Siglufirði og í Ólafsfirði og við hlökkum bara til að taka á móti nýjum íbúum í þau húsakynni.” Íbúar Fjallabyggðar eru núna rétt rúmlega tvö þúsund og fer sífellt fjölgandi.Magnús Hlynur Hreiðarsson En hvernig leggst haustið og veturinn í íbúa Fjallabyggðar? „Haustið leggst bara vel í okkur. Við erum núna að klára framkvæmdir við að færa skíðasvæðið en við höfum gert mikið út á vetrardýrðina og vetrarparadísina hérna því við erum með eitt besta skíðasvæði á landinu og svo höfum við líka verið að gera bæði Ólafsfjörð og Siglufjörð út á gönguskíðanámskeið. Svo ég held að veturinn sé nýja ferðamannatímabilið hérna,” segir Sigríður. Og þetta hefur bæjarstjórinn að segja að lokum. „Já bara, hingað er gott að koma og hér er gott að búa og ég bið bara fólk að vera opið fyrir þeim möguleikum”. Fjallabyggð Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Innlent Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Innlent „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Innlent Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Erlent Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Erlent Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Innlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Sérsveitin handtók mann í Garðabæ Innlent Karl Héðinn stígur til hliðar Innlent Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Fleiri fréttir „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Í fjórum vinnum en eigin íbúð fjarlægur draumur Slóðinn að gosinu einungis fyrir viðbragðsaðila og jeppa Icelandia Útgerðin misst tengsl við almenning og ómögulegt að fá greiðslumat Tengist ekki skuggaflota Rússlands Játaði gróft ofbeldi gegn eigin foreldrum og að hafa ekið á mann Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Þyrlan sótti slasaðan einstakling í Skaftafell Gæsluvarðhald yfir sveðjumanni í Úlfarsárdal framlengt þriðja sinni Sjaldséður beinhákarl í Faxaflóa Sérsveitin handtók mann í Garðabæ „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Einn handtekinn vegna frelsissviptingar í Árbæ Meirihluti vill banna sjókvíaeldi Almenn andstaða við sjókvíaeldi og neikvætt viðhorf til þéttingar byggðar „Þetta er grátt mál þó ég hafi ekki gert neitt rangt“ Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Sökk í mýri við Stokkseyri Gosmóðan fýkur á brott Meirihluti landsmanna ánægður með söluna á Íslandsbanka Karl Héðinn stígur til hliðar 56 prósent landsmanna neikvæð gegn þéttingu byggðar Umferð beint um Þrengslin í dag Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Stöðug virkni í einum gíg og gosmengun spáð á Suðurlandi Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Sjá meira
Fjallabyggð er sveitarfélag nyrst á Tröllaskaga sem varð til í júní 2006 þegar Ólafsfjarðarbær og Siglufjarðarkaupstaður sameinuðust. Siglufjörður og Ólafsfjörður eru fyrst og fremst sjávarútvegs- og fiskvinnslusamfélög þó það sé ýmis önnur fjölbreytt atvinnustarfsemi í Fjallabyggð. Bæjarstjóri Fjallabyggðar, Sigríður Ingvarsdóttir segir bjart yfir sveitarfélaginu og íbúum þess. „Við tölum um okkur hér, sem lögheimili loksins hérna í Fjallabyggð. Við erum alltaf með sól í sinni og við segjum að veður sé bara hugarburður. Og hér hafa verið hátíðir í allt sumar. Við erum búin að halda upp á berjadaga, sápuboltann, trylludaga og nú síðast Síldarævintýrið og þjóðlagahátíð, bara nefndu það,” segir Sigríður og heldur áfram. „Við erum komin upp í tæplega 2.030 íbúa og það er verið að byggja ný íbúðarhús og allskonar þjónustu, það er til dæmis ný búið að opna hérna Síldarkaffi, hið eina á landinu.” Sigríður segir mjög ánægjulegt að sjá allar þessar nýbyggingar á húsum. „Já, bæði hér á Siglufirði og í Ólafsfirði og við hlökkum bara til að taka á móti nýjum íbúum í þau húsakynni.” Íbúar Fjallabyggðar eru núna rétt rúmlega tvö þúsund og fer sífellt fjölgandi.Magnús Hlynur Hreiðarsson En hvernig leggst haustið og veturinn í íbúa Fjallabyggðar? „Haustið leggst bara vel í okkur. Við erum núna að klára framkvæmdir við að færa skíðasvæðið en við höfum gert mikið út á vetrardýrðina og vetrarparadísina hérna því við erum með eitt besta skíðasvæði á landinu og svo höfum við líka verið að gera bæði Ólafsfjörð og Siglufjörð út á gönguskíðanámskeið. Svo ég held að veturinn sé nýja ferðamannatímabilið hérna,” segir Sigríður. Og þetta hefur bæjarstjórinn að segja að lokum. „Já bara, hingað er gott að koma og hér er gott að búa og ég bið bara fólk að vera opið fyrir þeim möguleikum”.
Fjallabyggð Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Innlent Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Innlent „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Innlent Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Erlent Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Erlent Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Innlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Sérsveitin handtók mann í Garðabæ Innlent Karl Héðinn stígur til hliðar Innlent Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Fleiri fréttir „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Í fjórum vinnum en eigin íbúð fjarlægur draumur Slóðinn að gosinu einungis fyrir viðbragðsaðila og jeppa Icelandia Útgerðin misst tengsl við almenning og ómögulegt að fá greiðslumat Tengist ekki skuggaflota Rússlands Játaði gróft ofbeldi gegn eigin foreldrum og að hafa ekið á mann Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Þyrlan sótti slasaðan einstakling í Skaftafell Gæsluvarðhald yfir sveðjumanni í Úlfarsárdal framlengt þriðja sinni Sjaldséður beinhákarl í Faxaflóa Sérsveitin handtók mann í Garðabæ „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Einn handtekinn vegna frelsissviptingar í Árbæ Meirihluti vill banna sjókvíaeldi Almenn andstaða við sjókvíaeldi og neikvætt viðhorf til þéttingar byggðar „Þetta er grátt mál þó ég hafi ekki gert neitt rangt“ Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Sökk í mýri við Stokkseyri Gosmóðan fýkur á brott Meirihluti landsmanna ánægður með söluna á Íslandsbanka Karl Héðinn stígur til hliðar 56 prósent landsmanna neikvæð gegn þéttingu byggðar Umferð beint um Þrengslin í dag Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Stöðug virkni í einum gíg og gosmengun spáð á Suðurlandi Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Sjá meira